Eins og konurnar í Írak

Var að hlusta á útvarpið í morgun þar sem einhver Halla Gunnarsdóttir var að lýsa ferð sinni til Írans þar sem hún var að rannsaka hagi íranskra kvenna. Hún tók sérstaklega fram að ekki væri eðlislægur munur á stöðu kvenna á Íslandi og Íran heldur stigsmunur ..

Halló ! Meðan hún var þarna úti sá hún þrisvar sinnum framan í andlit kvenna og var ekki einu sinni viss um hvort þær konur voru frá Íran. Réttur þeirra var enginn og algerlega fótum troðinn, máttu ekki klæða sig í neitt nema slæður sem sýnd ekki líkamannn og einungis mátti sjá augun í þeim.

Stigsmunur ...

Ekki veit ég hvort hún var svona mikill feministi eða hvað en ekki eykur svona málflutningur nú trúverðugleika kvenréttindabaráttu á Íslandi. Að líkja stöðu íslenskra kvenna við stöðu íranskra kvenna er móðgun við íranskar konur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband