29.12.2008 | 10:53
Of rólegur ?
Þá eru þessi yndislegu jól búin en framundan eru lööööng áramót. Vinn bara í dag og er svo kominn í 6 daga frí !
Höfðum það afskaplega gott hjónin og fengum góða gesti til okkar. Vorum samt ótrúlega róleg öll kvöldin og gerðum ekkert af okkur, ekkert verið að spila eða djamma með vinunum. Sakna þess nú dálítið ...
Kannski stafaði það af því að það var skuggi yfir þessum jólum því Friðfinnur bróðir pabba hennar Önnu lést á laugardagsmorguninn eftir langvinna baráttu við krabbamein. Blessuð sé minning þessa frábæra manns.
Fórum á tónleika í gær í Þorlákshöfn, svokallað Ingimundarkvöld en þeir eru haldnir í minningu Ingimundar faðirs hins frábæra píanóleikara, Jónasar. Auður Gunnars var að syngja með Jónasi og þetta var yndisleg skemmtun. Fórum svo og fengum okkur humarsúpu á Stokkseyri.
Hafið það yndislegt þarna úti um áramótin og gleðilegt nýtt ár
Athugasemdir
Sömuleiðis Addi minn. Hafið það allra bestast.
Heiðar Birnir, 29.12.2008 kl. 15:26
Bestu óskir til ykkar um góð áramót.
Takk kærlega fyrir skemmtilegar samverustundir á árinu og ógleymanlega heimsókn austur í sumar. Söngurinn ykkar Önnu Birgittu í Hallormsstaðaskógi var himneskur. Tilhugalífið okkar Finns byrjaði akkúrat þar sem þið stóðuð og sunguð
Vonast til að fá ykkur aftur til mín næsta sumar.
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.