Nýtt ár

Það er brjálað að gera, lestur öll kvöld þar sem ég er að fara í sjúkrapróf á þriðjudaginn og þarf að rifja allt upp sem ég var algerlega búinn að gleyma. 50tugs ammæli hjá Siggu vinkonu á morgun og ýmislegt stúss kringum það. Hjúkk Shocking

Ég sá í fréttinum í gær myndir frá helför Ísraelsmanna á Gaza og það var hræðilegt að sjá. Lítil ungabörn öll blóði drifin og skelfingin sem lýsti úr andlitum ungviðsins var ægileg. Allt gert með samþykki okkar og heimsbyggðarinnar. Sveiattan. Hverjir voru það sem urðu fyrir barðinu á helför Nasista í seinni heimstyrjöldinni og hafa þeir hinir sömu eitthvað lært ?

Ég skammast mín fyrir að vera mannvera í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Gleðilegt ný ár fjölskylda,  Já... þetta með Gasa er hræðilegt, hef verið að fylgjast með þessu á sky live síðan þetta byrjaði. þetta er vist það sem við (þeir) eru að erfa börnin okkar af, og þó að við færum út til að mótmæla þessu, þá sér það enginn eða heyrir, og ekki mótmælir Íslenska ríkisstjórnin, sem er auðvita bara skammarlegt.

Ég er komin með heimasíðu sivva1.com getur farið inn á hana frá blogginu mínu undir tenglar uppi í vinstra horninu, þar ætla ég að auglýsa mig með skartgripi sem ég er að búa til, grafíkmyndir og útstillingar. 

Sigurveig Eysteins, 11.1.2009 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband