Samfélag strúta

Við búum í undarlegu samfélagi sem hefur helgast af því að bankamenn og útrásarvíkingar hafa gengið um og gert holur hér og þar til þess að stjórnarmenn þessa lands geti stungið hausnum ofaní þegar þess þarf. Svona eins og strútar gera þegar þeir vilja losna við aðsteðjandi vandræði.

Það virðist vera sama hversu margir og hversu oft stjórnvöldum var bent á vandann því það eina sem þau virðast hafa gert er að stinga hausnum í sandinn og vonast til að vandræðin hverfi.

Ekki benda á mig segir Geir, ekki benda á mig segir Ingibjörg, ekki benda á mig segir Jónas Fr og alls ekki benda á mig segir Davíð og öll stinga þau hausnum í holurnar.

Kannski spurning um að við förum að moka ofaní í þessar holur og biðja þetta fólk um að stinga hausnum í eitthvað annað gat .....þar sem þau eru vel geymd.

Það verður ekki friður á Íslandi fyrr en þetta fólk gerir akkurat það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband