Þórólf Árna sem einræðisherra

Já, útlitið er svei mér dökkt. Nú skilst mér að stjórnarmyndunin snúist um hvenær kosningar eiga að vera. Grænir vilja strax en Samfylkingin seinna. Báðir flokkar af lögmætum ástæðum.

Vinstri Grænir vilja strax þar sem fylgi þeirra stríkst við himininn þessa dagana og Samfylkingin seinna af því að þau þurfa að hafa flokksþing til að ákveða framboð, varaformann og örugglega hver á að leiða flokkinn. Ekki geri ég nú ráð fyrir að flugfreyjan Jóhanna eigi að gera það þó hún sé allra góðra gjalda verð.

Ekkert um það hvað þjóðinni er fyrir bestu, hún má reka áfram eins og siglulaust rekald án allrar stjórnunar.

Ég geri það hér með að tillögu minni að allir flokkar hendist í kosningabaráttuna og að hún taki nokkra mánuði. Á meðan fáum við utanþingsstjórn undir forsæti Þórólfs Árnasonar sem sér um að taka ( réttu ) ákvarðanirnar á meðan.

Við höfum ekkert við stjórn að gera sem situr í örfáar vikur og hugsar meira um kosningarbaráttu en þjóðarhag. Við höfum ekkert við ráðherra að gera í nokkrar vikur sem taka jafnlangan tíma bara að kynna sér málaflokkinn og fólkið í ráðuneytunum. Og fá greitt fyrir.

Slíkri stjórn vil ég bara skila að hætti Steingríms.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þórólf ?  Ég ætla rétt að vona að þetta sé grín og glens hjá þér..

Íris (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband