Listasmiðjan Vox Feminae

Þá er vikulangri hátíð kvennakórsins Vox Feminae í Norræna Húsinu lokið. Og þvílík hátíð !

Alla vikuna hafa þær boðið upp á listrænar uppákomur með leikhúsi, leik og tónlist. Á hverjum degi var eitthvað nýtt og ferskt að gerast og á tímabili voru heilu búslóðaflutningarnir til og frá Norræna Húsinu til að mynda réttu stemninguna. Allt kom þetta frá hugmyndasmiðjunni Margréti Pálmadóttir og í sameiningu bjuggu þær til " kreppuhvarf " þar sem fólk gat notið þess að hverfa frá kreppunni í smá tíma. Vox Feminae er ekki " bara " kvennakór heldur heil listasmiðja sem framreiðir fallegan söng ofan í okkur á frumlegan hátt.

Þær sannarlega buðu okkur upp á þetta því allt var þetta frítt.

Þetta eru frábærar konur !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband