9.2.2009 | 12:24
Mannauður
Mjög hefur mörgum verið tíðrætt um þann mannauð sem Íslenska þjóðin geymir og hver mannauðar stjórnandinn á fætur öðrum verið útskrifaður úr Háskólum landsins. Í hverju fyrirtæki er mannauður settur á oddinn, flaggað á góðum stundum og oftar en ekki sett fram sem hjarta fyrirtækisins.
Samt finnst mér eins og enginn viti hvað þetta " mannauður " er enda einhvern veginn lítið farið því því undanfarið þegar starfsmannastefna flestra fyrirtækja taka aðallega mið af uppsögnum, launaskerðingum o.s.frv.
Nú gengur stór hluti þessa mannauðs þjóðarinnar um götur án vinnu og ég ætla bara hreint að vona að ekki fari fyrir þessum mannauð eins og öðrum auð íslensku þjóðarinnar undanfarið.
Kannski spurning um að fara kalla þetta réttum nöfnum og reyna gera eins vel og hægt er fyrir íslenskt vinnuafl, íslenskt vinnufólk því á endanum er þetta allt saman venjulegt fólk en ekki mannauður.
Athugasemdir
Vigfús M. Vigfússon (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.