Fúll á móti

Það er alveg ótrúlegt að sjá breytinguna á þingmönnum vinstri Grænna um þessar mundir en þeir hafa breyst úr Grýlu og í Þyrnirósu. 

Allt þetta fólk sem var einatt vælandi og á móti öllum breytingum hafa breytt um ham. Steingrímur, Ögmundur og Kolbrún eru nú að gera nákvæmlega það sem aðrir voru að gera áður og þau mótmæltu hástöfum.

Hvar er nú sá Steingrímur sem ætlaði að skila Alþjóða láninu og frysta allar eigur auðmanna ?

Hvar er sá Ögmundur sem varð eins og broddgöltur í hvert sinn sem minnst var á niðurskurð í heilbrigðiskerfinu.

Hvar er sú Kolbrún sem sífellt sífraði og kvartaði um allt og alla ?

Getur verið að þau hafi sofnað Þyrnirósa svefninum langa ?

Það er svo óendanlega auðvelt að vera fúll á móti og ég veit að þetta sama fólk veltir nú fyrir sér af hverju í ósköpunum þau eru komin í þessa stöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona er lífið í pólitíkinni. En þið Steini voruð flottir í Útsvarinu. Þarna í sjónvarpssal voru 5 facebook-vinir mínir. Einn að keppa og 4 að fylgjast með

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband