2.3.2009 | 12:28
Sýndarveruleiki
Það er ótrúegt að maður skuli lesa um slíkar barsmíðar í skólum landsins nánast í hverri viku. En við hverju má svo sem búast þegar foreldrar leyfa börnum sínum að alast upp við ótrúlega ofbeldisfulla tölvuleiki sem gera út á miskunnarlausar barsmíðar og dráp ? Hugsanlega þurfa foreldrar aðeins að fara skoða sinn eigin rann því það er ekki hægt að kenna skólunum um þetta endalaust. Það má ekki kaupa knallettu byssu handa börnunum en tölvuleiki, það er allt annar handleggur.
Ef eitthvað ætti að banna í þessu blessaða bann þjóðfélagi okkar þá eru það slíkir leikir. Getur einhver bent á eitthvað gott eða jákvætt við slíka leiki ?
Ráðist á nemanda í Sandgerðisskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Held að slíkir leikir séu nú þegar merktir fyrir ákveðna aldurshópa. Það er foreldranna að passa börnin sín fyrir þessu sem öðru. Sem og kvikmyndum sem eru aldursmerktar. Hafa ekki verið gerðar rannsóknir sem styðja kenninguna um að leikir og myndir hafi áhrif til hins verra, man ekki betur en ég hafi lesið um slíkt. Ofbeldi af ýmsu tagi virðist aukast, af hverju svo sem það er.
Rut Sumarliðadóttir, 2.3.2009 kl. 12:44
Það er algjör vitleysa að tengja ofbeldi unglinga við tölvuleikina sem þeir spila ... Unglingar þá aðallega strákar hafa verið ofbeldishneigðir í gegnum öll mannsins ár þú hlítur að muna eftir því frá því að þú varst unglingur.
Flesstir félaga minna sem spila tölvuleiki spila þá til þess að fá útrás þannig þeir þurfi ekki að fá hana á öðrum stutt í skapið á mörgum þeirra og getur auðvitað endað illa ef þeir fá ekki sína útrás.
Það er bara þannig að sumir segja einhvað vitlaust sem snertir viðkvæmar taugar og búmm úr verða slagsmál algjör fjarstaða að tengja tölvuleiki þessari háttsemi , reyndar ef nánar útí það er farið byggt á ranghugmyndum og þekkingaleysi á báðum málefnum.
Valdi (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 12:46
Það er frekar létt að fría sig allri ábyrgð með því að kenna tölvuleikjunum um. Þessi fylgni milli ofbeldishneigðar og tölvuleikja er minni heldur en fólk heldur.
Það væri heldur nær að skoða foreldrana og íþróttafélögin. Ég veit að í Karate-inu er fólki hent úr félögunum ef það er uppvíst að því að beita ofbeldi. Þetta hefur kannski verið sjálfsvörn hjá boxaranum... svona fyrirfram fyrst að hann tók tvo vini sína með sér.
Óli (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 13:45
Tölvuleikir hafa örvandi áhrif, börn verða ofsafengin og óróleg. Það er nú ekki ný frétt
Inga Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 13:45
Auðvitað man maður eftir Palla svarta í gamló en jafnvel hann hafði ekki hugmyndaflug á við æsku landsins í dag sem leyfir sér að sparka í höfuð liggjandi fórnarlamba eða traðka á þeim. Auðvitað er þetta ekki tölvuleikjunum að kenna heldur þeim sem leyfa börnunum að spila þessa tölvuleiki. Það getur verið erfitt að komast út úr þessum sýndarveruleika og ég var einmitt að lesa frétt af einhverjum 15 ára ungling sem fékk krampaköst eftir að hafa spilað einhvern tölvuleik í sólarhring eða meira.
Addi (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 15:41
hey já, ég man þegar Hitler spilaði þessa ljótu drápsleiki og horfði á gífrulega ofbeldisfullar kvikmyndir alla daga.
http://nickmilne.files.wordpress.com/2008/06/facepalm2sn8.jpg
Axel Birgir Gústavsson, 2.3.2009 kl. 16:10
Ég var einmitt að lesa gríska harmleikinn Agamemnon, þar er m.a. sagt frá hvernig maður einn hefndi þess að verða kokkálaður með því að drepa börn kviðmágs síns (sem var reyndar líka bróðir hans) og plata hann til að borða þau. Einnig var sagt frá er faðir fórnaði dóttur sinni og svo hefnd konu hans á honum, en hún myrti hann með köldu blóði sem og hjákonu hans.
Greinilegt að ofbeldisfullir tölvuleikir fóru snemma að hafa áhrif á hugarfar fólks. Mjööööög snemma.
Svo er hér ágætis línurit sem sýnir tölur um tíðni ofbeldisglæpa í Bandaríkjunum frá árunum 1973-2005, auk útgáfuára hinna ýmsu tölvuleikja.
Rebekka, 2.3.2009 kl. 18:06
Agalega barnaleg hugsun að halda því fram að tölvuleikir séu það sem að veldur þessari hegðun hjá börnum, áður fyrr voru það bækur sem urðu þess valdandi, svo útvarp, svo sjónvarp, svo tölvuleikir. Þetta er svo fáránleg umræða að það nær ekki nokkurri átt. Þegar ég var í grunnskóla voru tölvuleikir á við donkey kong og Tetris það eina sem þekktist og fáir spiluðu þá en samt var alveg jafnmikið um ofbeldi og einelti. Ótrúlega kjánalegt að fólk skuli reyna að henda í burtu ábyrgðinni sem hvílir á foreldrum og samfélaginu að kenna krökkum hvað sé rangt og rétt. Ef að foreldri leyfir barni að spila tölvuleiki þá er það á þess ábyrgð að barnið viti að þetta sé ekki raunveruleiki, alveg eins og mamma kenndi mér að "Tommi og Jenni" væri ekki raunveruleiki...!
Kjartan Júlíus Einarsson, 2.3.2009 kl. 19:39
Eitthvað er þetta með tölvuleikina viðkvæmt hjá sumum og já eins og ég hefi bent á er þetta algerlega mál foreldrana. Hins vegar er ég einfaldur og skil ekki foreldra sem eiga samkvæmt sumum hér að framan að útskýra fyrir börnunum sínum að þegar þau taka hausinn af einhverjum og blóðiðsprautast út í loftið sé það bara allt í lagi því þetta sé ekki raunveruleikinn. En ég skil svo sem ekki þessa tölvuleiki yfir höfuð, ég er mjög lítið fyrir ofbeldi og þarf því ekki að fá útrás fyrir slíkt. Vissulega voru margir forfeður okkar slæmir en ég hefði vonað að mannkynið hefði gengið veginn til góðs. Ekki bara staðið í stað.
Addi (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 10:33
Hvort kom á undan alvöru ofbeldi eða tölvuleikir með ofbeldi? Þetta kemur tölvuleikjum ekkert við.
Óli H (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.