Sjálfstætt lófatak

Var að reyna að horfa á ræðu Davíðs á Landsfundi Sjálfstæðismanna en það varð mér algerlega um megn. Maðurinn hlítur einhvers staðar að hafa beygt út af veginum án þess að hafa  tekið eftir því enda málflutningurinn, heiftin og sér í lagi hefndarþorstinn með ólíkindum.

Sérstakast þótti mér þó dynjandi lófatak, hlátur og húrrahróp landsfundagesta.  Getur verið að þetta hafi verið dubbað þ.e. sett inn eftirá ? Ég bara trúi ekki öðru því ég veit fyrir víst að þarna í salnum var fullt af frambærilegu fólki með sjálfstæðar skoðanir.

Ég segi bara O.M.G !Sick


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Það var alveg ótrúlegt að horfa á allt þetta fólk sem hafði verið hundskammað, klappa síðan fyrir skammirnar og niðurlæginguna.

Jakob Falur Kristinsson, 30.3.2009 kl. 16:17

2 identicon

Æi, grey Dabbi kræst, hann er bara bitur. Hann verður minnst á spjöldum sögunnar fyrir þessa ræðu.

Hvenær komið þiði Anna austur?

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 08:48

3 identicon

Átti nú að standa - hans verður minnst

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 08:49

4 identicon

´Dabbi er bara flottur... margt til í þessu sem hann sagði

Hvað er þá hægt að segja um Ingibjörgu Sólrúnu... er undirförul með meiru.. segir nkv bara það sem hún heldur að fólk vilji heyra, stingur svo samstarfsmenn sína í bakið ef svo ber undir.. þá segi ég nei takk .... Dabbi er þá sjálfur sér samkvæmur þó svo hann hafi farið yfir línuna nokkrum sinnum undanfarið misseri hehe....

Ble þín litla frænka  

Kópavogsmærin (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband