Skólalok og annað skemmtilegt

Á morgun er lokadagur í náminu hjá mér og ég ásamt Hrönn vinkonu minni flytjum okkar lokakynningu. Geggjað ! Því miður er ýmislegt sem bíður mín eins og parketlögn, setja saman kommóðu o.f.l en ég ætla mér að byrja á því að fara eitthvað að veiða. Bara eitthvað.

Ég var að passa Ísold litlu á síðasta vetrardag og þvílík prinsessa. Sofnaði í fanginu á afa og var steinsofandi þegar amma kom loks. Svaf allt kvöldið InLove

Pabbi, Erna og tengdapabbi komu í mat í gær og ég eldaði svínabóg sem heppnaðist alveg ótrúlega vel. Puran svo krispí og kjötið fituspengt og sérlega meyrt. End var það að malla frá 15.30 ..

Kosningar á morgun. Einhvern veginn ekkert sérlega spenntur og ástæðan að það virðist ekki skipta miklu máli hverjir eru við stjórnvölinn. Er samt búinn að ákveða mig.

Gleðilegt sumar ! Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Birnir

Stutt að skella sér í Vífilsstaðavatn.  Búinn að fara þangað, rétt aðeins til að berja vatnið.  Styttistí opnun Þingvallavatns.

Heiðar Birnir, 26.4.2009 kl. 02:04

2 identicon

Þið eruð svo miklar dúllur þarna með öll þessi kríli

Til hamingju með skólalokin og kveðja til flottu ömmunnar.

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband