30.4.2009 | 09:26
Heimskingjar
Hvaða bíómynd skildu þessar heimsku stúlkur vera að stæla ? Að láta sér detta í hug að þær myndu komast upp með þetta þýðir einfaldlega að þær hljóta að vera á mörkum þess að vera þroskaheftar.
" Ef þú segir frá og borgar okkur ekki 150 þúsund krónur á morgun munum við drepa þig " og lausnargjaldið átti að fá hjá foreldrum stelpunnar. Ég finn til með foreldrum fórnalambsins og ekki síður finn ég til með þeim foreldrum sem standa frammi fyrir því að viðurkenna að eiga dætur sem fremja slík ódæðisverk. Ég ætla hreint að vona að þessar stúlkur fái makleg málagjöld ekki bara smá skammir frá foreldrum og slátt á fingurna frá yfirvöldum.
Maður fyllist reiði yfir að slík miskunnarlaus heimska skuli fyrirfinnast hér á Íslandi í dag.
![]() |
Stúlka varð fyrir líkamsárás |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér. Það þarf bæði að fjalla um svona gjörninga í fjölmiðlum og eins að vekja athygli á því að eitt höfuðhögg getur verið banvænt, eða leitt til óbætanlegs skaða- það eru því miður til dæmi um það hér á landi. Og þegar hugsað er lengra út fyrir rammann - um það hvaða áhrif það getur markerað þann ævilangt sem fremur verknaðinn, eins og þú talaðir um! Bara skelfilegt í alla staði fyrir alla aðila!
Kv. Hanna
Hanna (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 10:20
ég á 18 ára dóttur og ef einhver myndi dirfast að fara illa með hana og sleppa með það myndi ég grípa til minna ráða.Alls ekki með ofbeldi því þá er maður komin á sama plan og árásraðilinn.Það eru til 101 aðferð til að refsa fólki án þess að nokkurn tíman að hafa samband við þann alvonda.
Sigurbjörn (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.