21.5.2009 | 02:33
Tenging við umheiminn
Litla heimilið að Ásgarði 115 tengidist umheiminum í dag þegar við fengum langþráð netsamband í gegnum ljósleiðarann. Loksins en spurningin er þessi: Er það til góðs ?
Nú get ég sest hvenær sem er niður og fylgst með hörmungun heimsins,ég get sest niður hvenær sem er og bloggað um alls kyns málefni og öllu verra í hvers konar ástandi. Ég get verið reiður og svekktur og sett fram alls kyns hluti sem ég sé eftir, ég get verið fullur og sett niður á blað alls kyns hluti sem ég sé eftir og verst af öllu,,, sent það út í loftið án þess að getað tekið það' til baka.
Á móti má segja að blogg sé spegill sálarinnar og þegar maður getur bloggað hugunsarlaust þá speglar maður sína réttu hugsun. Sinn rétta mann. Ekki meyjuna sem setur ekki staf niður á blað nema það sé algerlega þaulhugsað.
Hvað sem er þá er ég að horfa á sjónvarpsstöð sem er ómerkt og ég held að sé Ínn og er að velta fyrir mér að mæta í Sundlaug Mosfellsbæjar klukkan 9 í fyrramálið í nudd og í framhaldi í andlega umhyggju með alls kyns andlegiu fólki.
Vona bara að Anna komi ekki allt of seint heim úr 50tugs afmæli .....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.