Hagsmunasamtök heimilanna ??

Hagsmunasamtök heimilanna kanna nú möguleikann á að íslensk heimili fari í greiðsluverkfall eða með öðrum orðum, hætti að borga af lánunum sínum. Á síðu þeirra viðurkenna þau að þessu sé beint gegn lánastofnunum þ.e. bönkum í eigu Íslenska Ríkisins. Þannig að að knýja ríkið til að koma að samningsborðinu og semja við heimilin um lækkun lána o.s.frv.

Nú er ég nú ekki sérlega gáfaður maður en veit þó að við erum ríkið og einmitt við eigum bankana í gegnum ríkið. Þannig að ef heimilin hætta að greiða af lánunum sínum þá kemur það fyrst og fremst niður á heimilunum. Getur verið að Hagsmunasamtökin haldið að heimilin ( húsin ) séu eitt og fólkið eitthvað annað.

Við erum búin að koma okkur í þetta rugl með því að treysta misvitrum stjórnmálamönnum fyrir stjórn landsins og treysta nokkrum mentuðum stráklingum fyrir peningunum okkar. Við höfum skuldbundið okkur gegnum ríkið til að greiða icesave ruglið og það hefur ekkert með réttlæti að gera. Lífið er oft á tíðum bitch en þannig er það.

Svo á bara ekki að greiða Icesave, ekki að greiða af lánunum okkar og láta bara hina borga. Ég spyr nú bara eins og heimsk kona, hverjir eru þessir hinir ?


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband