Vetrarhátíð

Ómægod, nú er Vetrarhátíðin að ganga í garð í Reykjavík og hvílík hátíð ! Það er svo þéttskipuð dagskrá alla dagana að mjög auðvelt er að fá magasár af valkvíða.

Því er hins vegar ekki til að dreifa hjá mér því ég verð í skólanum mest allan daginn á morgun og þarf eitthvað að læra á sunnudeginum. Er með 2 hópverkefni í gangi ...Shocking

Það mun samt sem áður ekki aftra mér frá því að sækja eitthvað af þessu svona inn á milli því ég elska list og listamenn. Maður hefur alltaf tíma eða eins og gamalt kínverskt máltæki segir: Ef þú vilt fá eitthvað gert biddu þá einhvern sem hefur nóg að gera.

Ég skora á alla þarna úti að notfæra sér þessa dásamlegu hátíð og næra hugann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband