Eurovision

Það verður villt júrívíon partí heima hjá Írisi minni á laugardagskvöldið og þar verður öll mín litla fjölskylda: Ég, Anna Birgitta, Andri Már, Erla (og litla bumbulínan) ,Óskar, Jökull Freyr, Úlfar, Hekla prinsessa og Íris. Sem sagt, vilt geim.

Við ætlum að fá okkur raklet eldaðan mat, kjósa uppáhaldslagið okkar og skella okkur kannski í fimbulfamb. Verð með nokkra 5 ltr Heineken kúta með mér ....

Og lagið sem vann ...ja það er úr vöndu að ráða. Mér finnst lagið sem Jóhanna syngur öruggt og fallegt og hún sjálf náttúrulega alger prinsessa. Hins vegar held ég að Elektra fari áfram og finnst það bara í fínu lagi. Stuð lag með öðruvísi hljómsveit (kvennahljómsveit þar sem allir meðlimirnir eru öðruvísi en hinir ) svona ekta júróvisíon dæmi.

Ég ætla að vona að æsingurinn verði ekki of mikill því þá er hætta á að það þurfi að skutla Erlu upp á fæðingardeild því hún er sett á laugardagskvöldið Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband