Of rólegur ?

Þá eru þessi yndislegu jól búin en framundan eru lööööng áramót. Vinn bara í dag og er svo kominn í 6 daga frí !

Höfðum það afskaplega gott hjónin og fengum góða gesti til okkar. Vorum samt ótrúlega róleg öll kvöldin og gerðum ekkert af okkur, ekkert verið að spila eða djamma með vinunum. Sakna þess nú dálítið ...

Kannski stafaði það af því að það var skuggi yfir þessum  jólum því Friðfinnur bróðir pabba hennar Önnu lést á laugardagsmorguninn eftir langvinna baráttu við krabbamein. Blessuð sé minning þessa frábæra manns. 

Fórum á tónleika í gær í Þorlákshöfn, svokallað Ingimundarkvöld en þeir eru haldnir í minningu Ingimundar faðirs hins frábæra píanóleikara, Jónasar. Auður Gunnars var að syngja með Jónasi og þetta var yndisleg skemmtun. Fórum svo og fengum okkur humarsúpu á Stokkseyri.

Hafið það yndislegt þarna úti um áramótin og gleðilegt nýtt ár Wizard


Sólargeislar

Það var bara yndislegt að hafa lillana okkar um helgina. Þeir sváfu báðir alla nóttina til 8 um morguninn en Úlfar umlar og talar heil ósköp upp úr svefni og því svaf afi viðkvæmi frekar lítið.

Búið að vera nóg að gera undanfarið enda vinn ég við að koma búsi inn á liðið og svo eru náttúrulega jólin að skella á. 

hlakka alveg óskaplega til að borða góðan mat, drekka góð vín og slappa vel af. Hitta vinina á þessum stóru branda jólum og njóta lífsins.

Ég óska ykkur öllu yndislegra jóla og bloggið mitt er farið í jólafrí.


Helgarfrí

Já nú er alveg að skella á helgarfrí, síðasta helgin fyrir jól. Þegar heim er komið á eftir verður opnaður 1 Erdinger hveitibjór  og eldaðaðar léttar kjúklingabringur. Síðan að pakka inn nokkrum gjöfum og klára að skrifa jólakortin.

Á morgun kannski að skreyta jólatréð og svo koma lillarnir til afa og ömmu og fá að sofa eina nótt. Írisi og Óskari veitir ekki af að sofa eina heila nótt Sleeping

Kirkja á sunnudagsmorgni, klára meira jólastúss og kannski skellir maður sér á Trúnó á Rosenberg á sunnudagskvöldið.

Sem sagt rómó helgi. Góða helgi öll !


Fyrirgefningin

Það er búið að taka íslensku þjóðina í afturendann og fáir útvaldir eru búnir að nánast gera okkur gjaldþrota. Stjórnvöld öll hafa algerlega sofið á verðinum og því fór sem fór. Við sakleysingjarnir sitjum uppi með endalausar skuldir og þurfum að borga brúsann no matter what.

Það er því ekkert skrítið að fólk skuli mótmæla, öskra, kasta eggjum o.s.frv.

Það er hins vegar spurning hverju það skilar okkur. Nú vill meirihluti þjóðarinnar fá nýja ríkisstjórn og það strax. Það vill helst fá nýja stjórnmálaflokka og nýja stjórnmálamenn. Ég get hins vegar ekki séð að það gerist og því sitjum við uppi með þá stjórnmálamenn og konur sem í boði eru í dag. Hvaða heilvita maður nennir að standa í slíku endalausu argaþrasi með ekkert sérstök laun og sama hvað gert er, allt er ómögulegt og ömurlegt ?

Það er ósköp auðvelt að mótmæla alltaf öllu en það er mun erfiðara að koma með lausnir. Enda hef ég ekki heyrt einn mótmælanda koma með lausn aðra en: losum okkur bara við þau. Hvers konar lausn er það ? Vandamálin fjúka ekkert í burtu þó svo að við fellum stjórnina.

Er virki lega betra að fá Steingrím J og Framsóknarmenn til að ráða ? Þeir verða enda að vera með öðrum stjórnarflokkunum og það í minnihluta. Hefur sjálfur Steingrímur komið með lausn eða gefið út hvað hann vill gera ? Það hefur algerlega farið fram hjá mér.

Er fyrirgefningin kannski málið hér ? Við bæði megum og eigum að láta álit okkar í ljós á þessu öllu í næstu alþingiskosningum. Þangað til ættum við að leyfa stjórninni að sýna hversu megnug hún er að leysa hlutina og dæma það svo eftir 2 ár. 


Handverks helgi

Þetta var sannkölluð handverks helgi hjá okkur Önnu. Fórum á laugardaginn á handverksmarkað í Hekluhúsinu við Suðurlandsbraut og þvílíkur markaður ! Þarna var hver listmunurinn og flíkin öðrum fegurri og glæsilegt að sjá listagáfu Íslendinga framkallast í slíkri mynd. Þarna er aldeilis sproti til framtíðar fyrir okkur Íslendinga.

Fórum svo í jólaþorpið í Hafnarfirði þar sem alls kyns handverk var til staðar líka og fengum okkur svo jólaglögg í Thors Gallerí. Þar ráða ríkjum miklar listakonur í málverki, keramiki og fatnaði svo eitthvað sé nefnt. Glæsileg hönnun og erfitt að fara þaðan út án þess að kaupa sér eitthvað.

Fórum í hádeginu á sunnudag í Norræna Húsið er þar er alltaf eitthvað að gerast í hverju hádegi ( 12.30 ) fram, að jólum. Hinir ýmsu listamenn sem þar koma fram og enginn veit hver það er fyrr en hann mætir. Björk á t.d. eftir að mæta. Á sunnudaginn voru það Dúo Stemma sem voru með gjörning sem aðallega var ætlaður litlu börnunum. Í Dúó Stemmu eru Herdís Anna Jónsdóttir og Steef van Oosterhout, hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þau voru hreint út sagt æðisleg, svo innileg og barnsleg að unun var að horfa á. Fluttu ekta íslenska handverksleikrit og hljóðfærin sem notuð voru komu mest megnis úr eldhúsinu heima. Gaman hefði verið að vera með lillana okkar tvo.

Um kvöldið kom svo Andri í mat og ég var með villtan fasana í matinn. Ekta handverksmatur þar sem ég dúllaði mér við hvert smáatriði og útkoman ágæt.

Náðum inn á milli að kaupa nokkrar jólagjafir, strauja þvott, gera laufabrauð o.s.frv....


Hear no evil, see no evil ..

Það hlítur að vera að flestir Íslendingar hafi gengið um með mörke briller undangengna mánuði því svo virðist sem enginn geri sér enn grein fyrir því að það er að skella á kreppa. Ég neita að trúa því að flestum sé það ekki enn ljóst að við Íslendingar þurftum að taka til okkar þvílíkar skuldir og að við ( Ríkissjóður ) þurfum einhvern veginn að standa undir þeim. Ríkissjóður verður með einum eða öðrum hætti að ná sér í aukið fjármagn og það hlítur að bitna á einhverjum. Vona að menn geri sér grein fyrir því. Kreppa er ekki bara eitthvað tískuorð sem snertir mann ekki.

Hvort ætli sé betra að minnka þjónustu í heilbrigðisgeiranum og hækka gjöldin þar eða hækka gjöld á áfengi og tóbaki ? Hvort ætli sé betra að minnka greiðslur til aldraðra, sjúkra eða fatlaðra eða hækka álögur á bensín og olíur ? 

Það þýðir ekkert að vera jákvæður og skilningsríkur í orði ef það er ekki líka á borði.


mbl.is Hækkun gjalda áfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólastressið

 

Fyrir ekki svo löngu síðan og frekar langt í burtu þá var jólasveinninn að gera sig kláran fyrir sitt árlega ferðalag til byggða. En undirbúningurinn gekk allur á aftur fótunum. Fjórir af álfunum hans voru veikir og lærlings álfarnir, sem þurftu auðvitað að leysa hina af, bjuggu ekki leikföngin til nógu hratt svo sveinki var farinn að finna fyrir smá stressi á að standast ekki tímaáætlun.

Til að slá aðeins á stressið þá fer hann í vínskápinn sinn og ætlar að fá sér einn sterkan út í kaffið til að athuga hvort hann nái ekki að róa sig niður en sér þá að álfarnir hans höfðu komist í vínskápinn og það var ekki dropi eftir. Við að sjá það þá magnast stressið upp úr öllu valdi og hann missir kaffibollan sinn í gólfið þar sem hann brotnar í spað.

Hann fer og sækir kúst en sér þá að mýs hafa étið öll stráin á hausnum á kústnum svo hann kom ekki að neinu gagni.

Þetta var nú ekki til að bæta skapið hjá sveinka og þegar hann gerði sig tilbúinn til að öskra, í þeirri von að losna við eitthvað af jólastressinu, þá hringir dyrabjallan. Hann fer til dyra og sér þar lítinn engil með stórt jólatré undir arminum.

Engillinn segir við sveinka: " Hvar vilt þú að ég setji þetta tré, feiti?"
Og þannig kom það til að það er hafður engill efst á jólatrénu.


Nýr hörkuspennandi tölvuleikur

Tölvuleikir er eitthvað sem ég get alls ekki skilið og finnst þeir í raun hræðileg uppfinning. Hvað er að foreldrum sem leyfa börnunum sínum að spila töluleiki sem ganga eingöngu út á að murka lífið úr nágrannanum á sem blóðugasta hátt. Hvernig geta foreldrar talið sér trú um að slíkt sé réttlætanlegt, svari nú hver fyrir sig.

Einn er sá leikur sem ég hef heyrt um og heitir Grand Theft Auto. Mér skilst að hann gangi út á það að drepa saklausa vegfarendur hvar sem í þá næst og sigurvegarinn er sá sem drepur sem flesta, að sjálfsögðu. Nú er ég að þróa nýjan tölvuleik sem er keimlíkur þessum leik, en ekki alveg eins blóðugur...enn sem komið er í það minnsta.

Leikurinn heitir Grand Theft Bankers, gerist á Íslandi og er í raun tvíþættur.

Annars vegar þurfa þátttekendur að fara í svokallaða banka útrás og opna alls kyns hættulega og leyndardómafulla reikninga í sem flestum löndum. Sigurvegarinn er sá sem getur stráð sem mestu ryki í augu sem flestra og fengið þá til að opna innlánsreikninga hjá honum.  Sérstakur bónus er veittur fyrir þá sem geta fengið líknarsamtök, sveitastjórnir o.þ.h til að opna reikninga og hámarksbónus er veittur til Þeirra sem fá sjálfa lögregluna í viðkomandi landi til að falla í gryfjuna. Er enn að vinna í að setja upp bónuskerfið en það getur einmitt verið margslungið.

Hins vegar gengur leikurinn út á að geta platað sem flesta á Íslandi til að vita ekki neitt, fylgjast ekkert með og gefa óafvitandi ábyrgðir sínar fyrir misgjörðunum erlendis. Sérstakir bónusar eru einnig veittir í þessum hluta og bónusar fást t.d. fyrir að plata þingmenn, ráðherra og fjármálaeftirlit. Er ekki enn búinn að gera upp við mig hvort bónus verði veittur fyrir að plata Davíð ...það er kannski ekkert svo erfitt. Hins vegar gæti stærsti bónusinn verið fyrir þann sem getur fengið forsætisráðherra til að reka Davíð ....

Menn geta valið sér ýmsar persónur eins og t.d. Björgthor ( sem er rammur af afli og lyft getur björgum ) Jónás  ( sem alltaf hefur ás uppi í erminni ) eða hann Nes ( sem alls staðar finnur fjögurra blaða smára )  og Bjármann ( sem hleypur hraðar en vindurinn )

Hægt verður að fara í alls kyns fjársjóðsleit í leiknum t.d. að finna stærstu reikningana á Cayman eyjum, stærstu einkaþoturnar eða lystisnekkjurnar  o.s.frv.

Ég er náttúrulega enn að þróa þennan leik en er strax kominn með annan í hugann, svona einhvers konar framhaldsleik. Hann gæti gengið út á að finna þessa menn víðsvegar um heiminn og og fara með þá eins og þeir fóru með almenning og gert er við vegfarandur í Grand Theft Auto.

Djísus, ég er strax orðinn spenntur ...


Eins og konurnar í Írak

Var að hlusta á útvarpið í morgun þar sem einhver Halla Gunnarsdóttir var að lýsa ferð sinni til Írans þar sem hún var að rannsaka hagi íranskra kvenna. Hún tók sérstaklega fram að ekki væri eðlislægur munur á stöðu kvenna á Íslandi og Íran heldur stigsmunur ..

Halló ! Meðan hún var þarna úti sá hún þrisvar sinnum framan í andlit kvenna og var ekki einu sinni viss um hvort þær konur voru frá Íran. Réttur þeirra var enginn og algerlega fótum troðinn, máttu ekki klæða sig í neitt nema slæður sem sýnd ekki líkamannn og einungis mátti sjá augun í þeim.

Stigsmunur ...

Ekki veit ég hvort hún var svona mikill feministi eða hvað en ekki eykur svona málflutningur nú trúverðugleika kvenréttindabaráttu á Íslandi. Að líkja stöðu íslenskra kvenna við stöðu íranskra kvenna er móðgun við íranskar konur.


Helgin, úff

Á föstudagskvöldið fór ég á Panorama með nokkrum í kringum vinnuna, át þar góðan mat og drakk góð vín. Fór snemma heim enda þreyttur eftir vikuna.

Á laugardaginn fór ég ásamt Steina og Guðbirni að heimsækja Stulla á afmælisdaginn. Hitti þar Sölva og kærustu og saman skáluðum við fyrir kallinum. Fór svo heim til Steina hvar upphófst þvílík matargerð. Grafinn lax í forrétt ( sem Guðbjörn veiddi og verkaði ), heitreyktar og pönnusteiktar svartsfuglsbringur í millirétt ( reyktar og steiktar á staðnum ) og síðan villigæs í aðalrétt. Með þessu voru drukkin góð vín. Eftirrétturinn var síðan ostar og portvín með. Kominn heim sæmilega edrú um kl. 2 um nóttina. Villibráðarveisla eins og hún gerist best.

Einhverra hluta vegna var ég þreyttur á sunnudaginn en náði þó að ryksuga og skúra. 

Allt var þetta án Önnu Birgittu sem var að gera garðinn frægan í Berlín á meðan. Fæ hana heim seint í kvöld og hlakka mikið til, er ekkert mikið fyrir að sofa einn ....... 

Næsta helgi verður sko þvílíkt róleg .....


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband