Hear no evil, see no evil ..

Það hlítur að vera að flestir Íslendingar hafi gengið um með mörke briller undangengna mánuði því svo virðist sem enginn geri sér enn grein fyrir því að það er að skella á kreppa. Ég neita að trúa því að flestum sé það ekki enn ljóst að við Íslendingar þurftum að taka til okkar þvílíkar skuldir og að við ( Ríkissjóður ) þurfum einhvern veginn að standa undir þeim. Ríkissjóður verður með einum eða öðrum hætti að ná sér í aukið fjármagn og það hlítur að bitna á einhverjum. Vona að menn geri sér grein fyrir því. Kreppa er ekki bara eitthvað tískuorð sem snertir mann ekki.

Hvort ætli sé betra að minnka þjónustu í heilbrigðisgeiranum og hækka gjöldin þar eða hækka gjöld á áfengi og tóbaki ? Hvort ætli sé betra að minnka greiðslur til aldraðra, sjúkra eða fatlaðra eða hækka álögur á bensín og olíur ? 

Það þýðir ekkert að vera jákvæður og skilningsríkur í orði ef það er ekki líka á borði.


mbl.is Hækkun gjalda áfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja, ef það væri ekki á dagskránni að skera niður heilbrigðiskerfið í ekki neitt og skólakerfið og félagstryggingarkerfið og öll samhjálparkerfi á Íslandi þá væri hækkun á bensíni og áfengi kannski sök sér. En það er bara alls ekki málið. Það á að hækka komugjöld á sjúkrahús, það á að skera niður 10% af heilbrigðiskerfinu og 5% á menntakerfinu. Öldrunarstofnanir fá uþb. 40% minna en ráð var fyrir gert og þannig heldur þetta áfram út í hið endalausa. Svo hvernig ætlarðu að skýra það að þessar hækkanir (sem leggjast mest á fyrirtæki þó heimilin eigi eftir að fara illa) eigi að koma í veg fyrir niðurskurð á öðrum sviðum? Að hækka bensín fer illa með flutningafyrirtæki og áfengisgjaldið getur verið banabiti margra lítilla veitingastaða sem hafa tekjur af ferðaþjónustu. Jákvæður og skilningsríkur my ass. Meðan það eina sem þessi ríkisstjórn gerir er að hlaupa um eins og hauslausir kjúklingar með enga framtíðarsýn eða einu sinni smá glóru í kollinum þá ætla ég ekki að vera jákvæð og skilningsrík. Þeir eiga alla gagnrýni mína skilið þessir hálfvitar. Þeir eru allir "verndum atvinnulíf og heimili" í orði en á borði eru þeir að murka líftóruna úr þeim fyrirtækjum sem enn tóra og heimilin eiga eftir að fara fljótlega eftir að fyrirtækin eru dauð.

Anna (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 13:27

2 identicon

Úpps segi ég nú bara aftur. Þér er mikið niðri fyrir og gaman væri að heyra eitthvað uppbyggilegt frá þér eins og t.d. HVERNIG EIGUM VIÐ AÐ GREIÐA ÞESSAR SKULDIR ... gerist tæpast með því að kjósa nýja ríkisstjórn sýnist mér ..

addi (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband