Moi, tölvusnillingur!

IMG_2328

Hvað get ég svo sem sagt,,, fyrsta bloggfærslan mín kom sem athugasemd við fyrstu bloggfærsluna mína sem var engin ! Bið fólk um að líta á þessa athugasemd sem bloggfærslu ...

Tengdapabbi minn elskulegi varð sjötugur í gær með pompi og prakt. Vildi að vísu lítið gera úr því enda lítillátur maður. Anna, hins vegar, smalaði saman börnum og barnabörnum og öll mætti hersingin, sem að vísu taldi ekki nema 9 manns, á Caruso til kvöld snæðings. Virkilega kósý stund þar sem fjölskyldan var að hittast öll í fyrsta skipti í 3 ár af sérsökum ástæðum. Ágætur matur og fallegt umhverfi.   Tengdamamma var illa fjarri góðu gamni þar sem hún er á spítala sem stendur en var í beinu sambandi í gegnum nýjan gsm síma sem tengdapabbi fékk í afmælisgjöf.

Frekar þreyttur í morgun þegar ég vaknaði með smá hálsbólgu og kvef, þarf að fara að komast í heiara loftslag. Klæddi mig þó í jakka en geri ráð fyrir að þurfa að fara heim í dag og sækja frakkann þar sem þeir spá riginingu og roki eftir hádegi. jibbí !

Setti inn mynd af fjölskyldunni litlu við sína venjulegu iðju,,, að smakka vín.

 


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband