Skín við sólu Skagafjörður

Það er ekki hátt á mér risið þessa stundina, skagfirsk magapest og hiti að hrjá mig.  En það er bara neikvæði hlutinn af Skagafirðinum. Við Anna fórum á föstudag í heimsókn á Sauðárkrók að heimsækja Maríu Björk og Ómar vini okkar og nutum gestrisni þeirra í hvívetna að venju. Anna var bara róleg á leiðinni með sinn Heineken í hendi. Fórum á laugardag á frábæra tónleika með þeim Huldu Björk sópran, Auði Hafsteins fiðluleikara og Steinunni Birnu píanóleikara en þær voru með frábæra dagskrá um Schumann hjónin og samband þeirra við Brahms. þetta mikið upplifelsi og við vorum djúpt snortin. Laugardagskvöldið var hátíðarkvöldverður að hætti þeirra hjóna og smá söngur og dans á eftir. Daginn eftir sáum við svo uppsetningu Óperusmiðju Skagafjarðar á La Traviata eftir Verdi og ekki var það síðri uplifun og senuþjófurinn var án efa hin frábæra úkrainska sópran söngkona Alexandra. Þvílík söngkona og ekki skemmir útlitið á henni,gullfalleg. Veðrið í Skagafirði var ótrúlegt, yfir 20 gr hiti og sól. Ásthildur fékk magapest og gubbaði heil ósköp á sunnudeginum og síðan fékk María pestina á mánudeginum.

Við komum seint heim á sunnudagskvöldið og fórum svo á söngvaraball í Óperunni á mánudagskvöldið. Byrjaði reyndar með því að mér varð brátt í brók áður en égfór af stað og prísaði svo mínum sæla með að vera með sterka rassvöðva um kvöldið því ég varðansi oft að klípa rasskinnarnar saman.  Út ef þessu þurftum við að fara snemma heim og mikið varð ég feginn að sjá klósettið heima en fékk svo verulega leið á því enda dvaldi ég þar næstum alla nóttina. Var svo kominn með hita á þriðjudeginum og á ennþá í þessu. Við fórum á ballið með Bjössa og Guggu vinum okkar og þetta var frábært ball, síðir kjólar, kampavín og smóking. Danskort og bigband,meiriháttar.

Yndislegt að komast í sveitasæluna, takk fyrir okkur María og Ómar og takk fyrir okkur Skagafjörður fyrir þvílíka veðurbliðu og yndislegan söng.


Blautleg er blessuð blíðan

Það var skipt um rúður í öllum gluggum í vinnunni minni um daginn og sett dökkt gler sem hleypir ekki inn hita af sólargeislum. Í hvert einasta skipti sem ég sit við tölvuna og horfi út um gluggann fyllist ég örvæntingu og depurð því allt virðist svo dökkt úti. Það er alltaf eins og það sé að skella á hríðarbylur eða í það minnsta úrhellis rigning. Ég hlýt að venjast þessu. Það er svo sem ágætt að sjá sem minnst út núna því úti er rigning og rok.

Við munum keyra í rigningu og roki á Sauðárkrók í kvöld og einhvers staðar á leiðinni munum við skilja rigninguna eftir því Siggi Stormur spáir þvílíkri bongóblíðu fyrir norðan að ég held ég leiti að stuttbuxunum mínum áður en ég fer af stað. Hann er að vísu bjartsýnasti veðurspámaður heims en í það minnsta verður ágætt veður fyrir norðan. Það skiptir svo sem engu um veðrið því faðmur fjölskyldunnar sem ég er að fara að hitta er hlýr og ástríkur og það er það sem ég er að sækja í. 

Anna er að spá í að fá sér nokkra bjóra á leiðinni ekki endilega af því að hana langar svo í þá heldur frekar til að deifa aðeins bílhræðsluna sem hrjáir hana.  Er að spá í að renna eins og einni svefnpillu út í bjórinn til að geta keyrt eðlilega og farið fram úr án þess að þurfa að skila um það BA ritgerð til konunnar minnar áður. Ég man eftir því þegar einhvern tímann við vorum að keyra norður og þá æpti hún allt í einu upp yfir sig og hélt að bæði traktor og flutningabíll væru í þann mund að keyra sitt hvoru megin á okkur en nei, þá sá hún bíl sem beið í  100 mtr fjarlægð eftir að komast inn á þjóðveg 1. Ég er enn með hjartslátt eftir þetta.  Og við erum að fara í flug og bíl í 2 vikur til Evrópu í enda maí ... Crying

Kannski blogga ég fréttir frá  Sæulvikunni úr Skagafirðinum Cool

 


Kærleikurinn

Við Anna áttum yndislega stund í Keflavík í gærkveldi þegar við hittum Kærleikshópinn Heart okkar. Hópurinn samanstendur af 5 kærleiksríkum hjónum og meira verður ekki sagt um það að sinni. 

Erum að fara í 50tugs afmæli í kvöld í Salnum í Kópavogir þar sem við munum hlusta á alls kyns framandi tónlist og fá íhugun frá Indlandi. Það er sjálft knattspyrnugoðið Guðmundur Þorbjörnsson sem er að ná þessum áfanga og hann sýnir mikin kærleik í verki þegar hann hafnar öllum gjöfum en bendir fólki þess í stað að styrkja fátæk börn í Indlandi. Svona eiga menn að vera. Það hefði nú verið hægt að halda heilu þorpunum í Indlandi uppi með öllu tilheyrandi fyrir afmælisveisluna hans Björgólfs Thors ...

Elsku Íris mín var að koma úr vaxtasónar áðan og sendi mér SMS um að barnið væri fallegt og eðlilegur vöxtur væri á því.  Fékk staðfestingu á kyninu en afi má ekkert vita.  Hún á í vandræðum með blóðþrýstinginn þessi elska og á tímabili leit út fyrir að hún þyrfti að liggja inni seinni hluta meðgöngunnar.  Fékk skipun um að hætta algerlega í náminu út af þessu en hún er dálítið óþekk.

 

Er að fara á Sauðárkrók að hitta vini mína Maríu og Ómar, lanþráð heimsókn sem ég hlakka mikið til. Lendum þar í tónlistaveislu mikilli og endum heimsóknina með að sjá og heyra uppfærslu af La Traviada. Frábært.


KRingar flottir

Fór á vortónleika Karlakórs Reykjavíkur ( KRingar ) í gærkveldi og hafði gaman að. Þeir voru í fínu formi og þéttur og góður hljómur hjá þeim. Örlaði aðeins á sárindum í 1.tenór en að öðru leiti í fínu lagi. Nokkrir einsöngvarar úr kórnum sungu og voru þeir hver öðrum betri. Takk fyrir mig ágætu félagar.

Keypti mér nýja flotta sundskýlu í gær og mætti í henni í sund í morgun. Bjóst að sjálfsögðu við aðdáunar augntillitum kvennanna og öfundar athugasemdum karlanna en ekkert gerðist. Það var bara eins og ég hefði mætt í gömlu sundskýlunni minni, kannski var ég að gera aðeins of miklar væntingar um eftirtekt. Mér fannnst ég ógesslega flottur ..

Við Anna Birgitta erum að fara að hitta kærleikshópinn okkar í kvöld og hlökkum mikið til. Það er ótrúlegt hvað þessi hópur hefur náð vel saman eftir stutt kynni og kærleikurinn er mikill meðal okkar. Nú kannski eru ýmsir að velta fyrir sér hvað þessi kærleikshópur er og það verður ekki gefið upp hér að sinni. Þetta er hópur af fólki sem þorir að tjá tilfinningar og kærleik, því miður vantar meira af slíku í því þjóðfélagi sem við lifum í. Ef einhver vill endilega vita meira um þetta má hinn sami vera í sambandi við mig eða Önnu og við segjum ykkur allt um þetta.

Það er aldrei of mikið af kærleik og ást í heimnum og einhvers staðar verðum við að byrja.


Kári

Frúin dró mig í ræktina í morgun í fyrsta skiptið í töluverðan tíma. Var samt ótrúlega fit en hefði betur sleppt því að setja gel í hárið því nú er Kári farinn að blása þvílíkt og hárið á mér stndur upp í loftið. Verst er að ég veit ekkert af því sjálfur og mæti svo með sjarmerandi sölumanns brosið mitt á staðina lítandi út eins og vitleysingur. Hækka kannski örlítið við þetta, í hæð ekki áliti.

Sáum góða mynd í gærkveldi, Munich sem var asskoti löng. Fór að pæla mikið í fyrirgefningunni og hefndinni aftur enda er það megin viðfangsefni myndarinnar.  Kannski var það ástæðan fyrir því að ég svaf ekki vel í nótt og hefndist mér fyrir að horfa á slíka mynd en ég fyrirgef það.

Þarf ekki að hafa áhyggjur af hárinu því meðan ég skrifaði þetta er komin grenjandi rigning með rokinu og hárið gerir því örugglega allt annað en að standa upp í loftið. Er að fara á tónleika hjá Karlakór Reykjavíkur og hlakka mikið til, þeir eru örugglega í fantaformi.

 


Sólargeisli um miðja nótt

Á föstudaginn kom lillinn okkar hann Jökull í heimsókn og fékk að gista ( eins og hann segir það sjálfur ) hjá afa og ömmu. Hann var yndislegur að venju og talaði mikið um slysið sem hann lenti í. Þannig var mál með rentu að hann var í Bónus með mömmu sinni og að venju var vhann að fikta og höndin á honum flæktist í færibandinu undir búðarborðinu og dróst inn upp að olnboga. Færibandið stoppaði sjálfkrafa og það tók nokkra fullfríska karlmenn töluverðan tíma að losa hann meðan hann og ekki síður móðir hans öskruðu og grétu í takt við hvort annað enda hélt Íris að höndin á honum væri mölbrotin upp að olnboga. Það kom svo í ljós að hann hafði bara marist örlítið en vonandi lærði hann eitthvað af þessu.

Um miðja föstudags nóttina birti heldur í svefnherberginu hjá afa og ömmu enda var lítil stúfur með stírur í augum kominn og vildi fá að sofa hjá okkur. Hann fékk að koma í holuna hjá afa og þó afi svæfi lítið eftir það var það þess virði.  Fórum með hann í heimsókn til Eddu langömmu á spítalanum og gladdi hana og aðra mikið þegar hann lá uppi í rúmi hjá langömmum og söng fyrir hana og aðra. Hann var bara yndislegur.

Árshátíð Vox Feminae var á laugardagskvöldið og fór fyrsti sópran á kostum enda var það sú rödd sem stóð að undirbúningi hátíðarinnar. Anna var glæsilegasta konan á svæðinu í nýja kjólnum sem hún keypti í Anas í Hafnarfirði, ótrúlega falleg. Fóstbræður komu og við sungun nokkra slagara fyrir gesti við góðar undirtektir. Fórum snemma heim enda orðin gömul. Við náðum nánast að hanga í leti fram eftir degi en það er afar sjaldgæft að ég nái að binda mína konu svo lengi niður. Grillaði minn fyrsta kjúlla þetta sumarið.

 


Út í vetur og heim í sumar.

Jæja þá.loksins kominn heim úr ótrúlega löngu ferðalagi því ég fór út síðastliðin vetur og kom heim í sumar og þvílíkt sumar ! Ég ert að spá í að sellja ljósa sumarjakkann minn sem ég keypti ekki alls fyrir löngu. Einhver ? Á tilboði ?

Tékkland var æðislegt að venju og við fengum að anda að okkur 30 gr heitu lofti með spánar angan en aðeins í mjög stuttan tíma.  Daginn sem við komum út eftir 8 tíma seinkun Angry var æðislegt veður enda vorum við í flugvél og síðan bíl til kl. 11 um kvöldið. Dagurinn eftir var svo lang bestur enda vorum við á fundi og síðan í bíl í  yfir 3 tíma ( endalaus stau ) og gátum notið góða veðursins í ca 3 tíma.  Daginn eftir áttum við svo frían og þá var hitastigið komið niður 11 gr og vindur W00t þannig að eina sem hægt var að gera var að drekka nóg af tékkneskum bjór ...Wizard

Er svo saddur eftir þennan túr að fiskur og kál má vara sig í næstu viku. Er að fara á árshátíð besta kvennakórs á landinu, Vox Feminae á morgun.  Haldið á Grand Hótel og þetta verður veisla af bestu gerð. Örugglega mikið sungið því fyrir utan þessar söngelskur þá munu mínir menn mæta á svæðið og syngja fyrir þær. Fósturlands freyja fagra vanadís, móðir kona meyja meðtak lof og prís. Er að spá í að drekka eitthvað annað en bjór ....

Í Tékklandi drukkum við tonnin af bjór

og bumban af því varð talsvert stór,

en gengum mjög mikið og hún fyrir vikið

minnkaði talsvert sem betur fór.

 


Helgin á brott er farin

Róleg og góð helgi er að baki, svo róleg að ég bloggaði ekki neitt.  Eða eins og Arabinn í turninum orðaði þetta svo snilldarleg: Klukkan er 12 og allt er í lagi, klukkan er eitt og allt er í lagi, klukkan er þrjú og allt var svo mikið í lagi að ég sofnaði...

Var mættur á setningu landsfundar Samfylkingarinnar en var þar í hlutverki skemmtikrafts og söng með félögum mínum í Fóstbræðrum. Sérkennilegir þessir Landsfundir. Ræða formanns Samfylkingarinnar snerist mest um stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins og ræða formanns Sjálfstæðisflokksins snerist mest um stefnuskrá Samfylkingarinnar. Ég hélt að þetta ætti að vera öfugt en hlýta að ætla að ræða formanns Vinstri Grænna snúist að mestu um stefnu Frjálslynda Flokksins , ræða formanns Frjálslyndra mest um stefnu Vinstri Grænna... og formanns Framsóknarflokksins um Búkollu að venju....

Fór í Óperuna ásamt frúnni á laugardagskvöldið og sá þar Cavalleria Rusticana uppsett af Óperukór Hafnarfjarðar. Get nú ekki sagt að ég hafi verið imponeraður en var þó ánægðastur með vin minn Ólaf Kjartan.  Kórinn var heldur slappur á köflum og leikurinn ekki til að hrópa húrra fyrir. Samt finnst mér nauðsynlegt að styrkja svona frábært framtak, til hamingju Elín Ósk og co !

Fór í brunch á sunnudag til Gunnar og Brynhildar en Gunnar er vinnufélagi Önnu. Þar var tekið á móti okkur með þvílíkum veisluföngum og yndislegu viðmóti. Vorum að fara til þeirra í fyrsta skiptið eftir að lítill prins kom í heiminn fyrir um 3 mánuðum síðan.  Ekki var síðri móttakan hjá Pétri litla og systur hans henni Katrínu.  Þau voru yndisleg og brosin þeirra verma mér enn um hjartarætur.

Bíð nú eftir flugi til Prag og búinn að bíða í 4 klukkutíma og á eftir að bíða í nokkra í viðbót. Flugvél bilaði hjá Heimsferðum og  því þurfum við að bíða og bíða. Í staðinn fyrir að vera kominn til hinnar fögru borgar Budejovice um miðjan dag og hafa möguleika á að sötra góðan tékka af krana í 23°hita þá verðum við heppnir ef við náum þangað fyrir miðnætti í kvöld.  Verðum sóttir á flugvöllinn í Prag af fyrrverandi rallý ökumanni og mér er strax farið að kvíða fyrir. Ef hann er á sama bíl og síðast þá sé ég örugglega enn farið eftir puttana mína á mæliborðinu en ég ætla á lymskufullan hátt að sjá til þess að Ásgeir sitjist fram í. Í það minnsta verð ég að vera búinn að slátra nokkrum áður en ég fer í bílinn !

Ekkert verður því bloggað næstu daga og bið ég því þá báða sem lesa bloggið mitt að hafa góðar stundir á Íslandi á meðan. 

 Gleðilegt sumar á fimmtudag !

 


Fyrirgefningin

Fór í fiskbúð í gær og keypti steinbít í appelsínusósu. Þegar heim var komið var þetta orðinn appelsínugljáður steinbítur og hvergi hægt að koma auga á sósuna. ég ákvað því að gera smá sósu sjálfur. Svissaði sveppi sem ég átti í ísskápnum og sauð niður smá hvítvín, bætti svo við Grand Marnier sem er jú appelsínu líkjör og út komna var stórkostleg. Við skoluðum þessu niður með glasi af hinu fábæra Dr.L úr Mosedalnum. Svo sem ekkert að fyrirgefa þar.

Veit ekki hvort fiskurinn hefur haft þessi áhrif en ég var mættur undir stýri með morgunhanann krullhærða mér við hlið vel fyrir kl. 7 í morgun á leið í sund. Ég hlustaði á veðurfréttir í gufunni og fór í huganum 30 ár aftur í tímannn. Svei mér þá ef þetta var ekki sami maður og þá sem var að lesa veðurfréttirnar. Síðan kom  bæn og hugleiðing dagsins og hún var um fyrirgefninguna. Þá rifjuðust upp fyrir mér miklar pælingar sem ég hef átt í gegnum lífið þegar hin eilífa leit af tilgangi lífsins hefur hellst yfir mig.

Ég trúi því nefnilega að fyrirgefningin sé ein af mikilvægustu undirstöðum lífsins og lang miklvægasti hlutur kristinnar trúar.  Ef fyrirgefningin væri almennt notuð í heiminum í dag þá ættum við ekki við öll þessi stríð að etja því stríð byggjast mest af hatri og hefnd svo og því að geta ekki fyrirgefið. Skýrasta dæmið hlýtur að vera átökin fyrir botni Miðjarðarhafs því þar helgast flestar athafnir af hefnd og hatri. Þú gerðir þetta við bróðir minn og þá mun ég gera þetta við systur þína o.s.frv. Órjúfanleg keðja hefndaraðgerða, sjálfsmorðárása, gísladráps o.s.frv. þangað til einhver brýtur hana með því að fyrirgefa. Hugsið ykkur ef leiðtogar Palestínu manna myndu koma fram með ást og segja við leiðtoga Ísraelsmanna, ég fyrirgef ykkur, getum við ekki verið vinir. Ég tala ekki um ef Ísraelsmenn gætu nú aðeins slakað á hefndargirninni og boðið fram hinn vangann. Heyr Palestínumenn, vér fyrirgefum ykkur því það er guðstrú.

Svo við tölum nú ekki um að fyrirgefa hovrt öðru í hjónabandinu. Það er með ólíkindum hvað fólk getur verið þrjóskt og vill jafnvel eyða mörgum dögum í frystingu í staðinn fyrir að segja einfaldlega: Elskan mín, ég biðst afsökunar á þessu. Þá verður allt í góðu aftur. Ég er reyndar einn af þessum mönnum sem á allt of erfitt með þetta en ég er smám saman að læra ...

Setti inn mynd af þeim sem nánast fann upp fyrirgefninguna og kunni að nota hana. Eins og sést á myndinni þá er hann að fylgjast grannt með okkur og ekki að sjá af svip hans að hann sé ánægður með gjörðir okkar.

 


Úlla og Eilli hittust í gær

Fór á kóræfingu í gær, þá fyrstu eftir vortónleika og páskafrí. Hitti þar hana Úllu mína aftur og svei mér þá ef neistaði ekki á milli okkar ennþá. Fyrir þá sem ekki vita þá er Úlla karakter í smá óperu sem við fluttum um daginn eftir Jón Ásgeirsson og leikin af ekki minni manneskju en Diddú og ég var svo heppinn að leika Eilíf, kokkálaðan eiginmann hennar.

Fullt af söng framundan, á föstudaginn syngjum við fyrir Samfylkinguna og syngjum m.a. Liverpool lagið fræga, You´ll never walk alone. Ekki veit ég hvort það lag sé eitthvað táknrænt fyrir baráttu Samfylkinguna en altént á það vel við þar sem Liverpool komst einmitt í úrslitin í Meistaradeild Evrópu.

Fór í sund í morgun með Önnu og hitti nokkra vini mína í pottinum. Var að vona að stjórnmála umræðan fengi frí þennan morgun en nei, Anna byrjaði galvösk að tala um fylgi Grænna á móti Samfylkingunni og allt varð vitlaust. Nú er tískan að fara í nýja sjópottinn og lyktin er svo vond í honum að ég hef engan áhuga á honum. Anna fær líka útbrot af saltinu eða klórnum, nú eða samsetningu saltsins og klórsins. Kannski fær hún bara útbrot af lyktinni.

Eigum frí í kvöld, veit ekkert hvað við eigum að gera. Ætla þó að elda einhvern góðan fiskrétt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband