15.6.2007 | 09:18
Bjórauglýsingar og öryggi
Dómstólar landsins láta ekki að sér hæða. Nú hafa þeir komist að þeirri niðurstöðu að það hafi í einu tilviki verið einhver sem auglýsti bjór þ.e. að auglýsingar kæmu ekki af sjálfur sér. Þeir höfðu reyndar komist að því að það væri enginn sem auglýsti Faxe bjórinn þrátt fyrir margar heilsíðu auglýsingar og einnig að af fimm " bjór " auglýsingum sem framkvæmdarstjóri Rolf Johansen & Company var ákærur fyrir stóð hann bara bak við eina, hinar auglýstu sig sjálfar. Á meðan dómstólar landsins klúðra hverju stór málinu á fætur öðru, samráði olíufélaganna, Baugsmálinu o.fl og eyða í það hundruð miljónum þá passa þeir sig aldeilis á því að aðal glæpamenninrnir sleppi ekki, framkvæmdarstjóri RJC fyrir að auglýsa heimasíðuna www.heineken.is. Stórhættulegt ! Það er þó gott til þess að vita að þessir dómarar vaka yfir öryggi þjóðarinnar.
Talandi um það. Ég sef vel á nóttinni. Ég sef vel af því að öryggi Íslensku þjóðarinnar er borgið. Björn er búin að redda okkur vörnum með því að semja við Norðmenn þannig að nú skulu þeir bara passa sig þessir,,,,, ja hverjir sem það nú eru, sem ætla að ráðast inn í landið. Gætu verið Rúandar og um leið og þeir mæta með ógnvekjandi spjótin á lofti þá hringir Björn bara í Arne og hans menn og þeir koma, fljótlega, hugsanlega. Við erum svo góð í öryggismálum þjóðarinnar að nú ætlum við að trylla lýðinn og breiða úr fagnaðar erindið. Nú ætlar Björn sér í öryggisráðið til að sýna þessum Evrópukjánum hvernig Norðmenn haga sínum vörnum. Kostar að vísu nokkur hundruð milljónir en það sér hver heilvita maður að þeim peningum er mun betur varið undir rassinn á Birni í Öryggisráðinu heldur en í einhverja vitleysu eins og t.d. sjúkrahúsin, unglinga geðdeildina, SÁÁ og annað slíkt.
Já, ég sef því vel á nóttinni en ég er með martraðir. Mig dreymir að dómari sé að dæma mig fyrir að vera Addi en ekki séra Addi, mig dreymir glottandi Norðmenn gerandi grín að Íslendingum fyrir að biðja þá að verja sig gegn engu, mig dreymir Björn Bjarnason þeysandi um lendur Evrópu á íslenska hestinum með víkingasveitina í eftirdragi öskrandi " öryggið á oddinn, við frelsum ykkur "
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2007 | 16:33
Meistaraþjófar
Það er með ólíkindum hvað þessir þjófar erlendis eru klárir og við Anna fengum að finna fyrir því í ferðinni. Ég tók út í hraðbanka 150 eur í Munchen um miðjan dag og sem betur fer tek ég alltaf frekar litlar upphæðir út í einu. Anna fékk veskið mitt lánað og fór út í búð til að kaupa á mig nýjar nærur enda bremsuför í öllum hinum. Hún greiddi úr veskinu mínu með seðli og stakk því svo í töskuna sína strax enda paranoid þegar seðlaveski eru annars hugar. Vinsamlegur asíubúi bauð henni að fara fram fyrir sig við búðarborðið. Þegar við svo fórum út að borða um kvöldið tók ég veskið mitt úr töskunni hennar og stakk inn á mig að venju. Hins vegar þegar við höfðum lokið við að borða og ég tók upp veskið til að greiða var nákvæmlega enginn peningur í því en öll kortin enn á sama stað.
Við höfum ekki hugmynd um hvernig peningurinn gat horfið og ef ég á ekki eftir að sjá Önnu með nýjan demanshring á hendi á næstunni geri ég ráð fyrir að hún hafi verið fórnardýr snjalls þjófs og misstum við ca 15.000 krónur fyrir vikið.
Saklausi Íslendingurinn þarf alltaf að vera á varðbergi í útlöndum ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2007 | 21:54
Heiðardalurinn.
Já, bara með því að sjá stafagerðina má sjá að við erum komin heim í heiðardalinn en tókum þó góða veðrið með okkur. Áttum yndislega daga í Munchen og Karlsruhe, gistum á 4 stjörnu hótelum fyrir skít og nonns í besta veðrinu til þessa, 30 gr hita og glampandi sól. Vinna á morgun hjá mér og það verður án efa erfitt að byrja, örugglega 500 emeilar,fullt af veseni o.s.frv. Getum þó látið okkur hlakka til helgarinnar en þá verður fyrsti veiðitúrinn upp á hálendi með frábærum hópi af fólki.
Það er samt alltaf gott að koma heim, í rúmið sitt, með sængina sína og hitta fólkið sitt. Allir staðir í lífinu hafa sinn sjarma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2007 | 18:25
Sma jodl fra Austurriki

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2007 | 16:27
Como va ?
Ja, tad er stora spurningin. Como hvad ? Vid erum nu komin til sirmione vid Garda vatn og ef eg a ad bera tessa 2 stadi saman ta a Garda algerlega vinninginn. Como vatn er fjarska fallegt en tegar madur er kominn tangad ta eru tetta mjog gamlir baeir sem eru med orfaa bari og veitingastadi og folkid er allt frekar gamalt og hallairislegt. Vegirinir eru svo otrulega mjoir ad madur er i svitabadi vid ad komast a milli stada. Hotelid okkar var ad visu mjog fallegt og folkid sem a tad alveg yndislegt en stadurinn sem hotelid var i einn sa minnsti sem eg hef a aivinni sed, varla bar i pleisinu og tad tok 2 minutur ad ganga stadinn a enda. Ad visu mjog fallegt ad horfa yfir vatnid og sja alla tessa litlu saitu stadi en,,, eg get sed tad a postkorti. Tad getur verid ad vedrid hafi eitthvad haft ad segja um tetta alit, tad var litil sol og mjog kalt.
Hins vegar tegar vid komum til Sirmione i glampandi sol og saum hotelid okkar, ta komumst vid i himnariki ! byrjudum a tvi ad henda okkur i laugina ( eda tannig,,, mjog kold ) og laum i solbadi med bjor og hvitvin, tutto bene ! Fengum okkur pizzu i eftirmiddaginn og forum svo i mojito um kvoldid, frabairt !
Dagurinn i dag var lang besti dagurinn til tessa og nu tekur Anna vid. Voknudum snemma eins og venjulega (enda yfirleitt snemma sofa!!!!) fengum okkur morgunmat kl. 9 hann er finn ristad braud og alles. Sidan var fengid ser hjol sem hotelid skaffar okeypis yesss..... glampandi sol vid komin i sundfot og utanyfir okkur i stuttbuxur og alles, haldid af stad a hjolunum i gamla baeinn. Oooo.... thvilikur baer allveg olysanlega fallegt, bilar og hjol eru bannadir a svaedinu, fyrir utan oll fallegu husin,gongustigana viti menn er ekki thessi fina strond eingongu klettar allveg otrulega fallegt. Nu fyrir utan allt finerid ta bjo engin onnur en sjalf divan "Maria Callas" tharna Ooo..... tvilik upplifun.
Ekki var nog ad skoda i budunum heldur vard ad kaupa sma lika ubs... ubs... (a engin fot til ha.ha)2 por af skom,3 skyrtur,boli,tosku og svona maetti lengi telja. Nu er siesta framundan drinka ,drinka drinka...... ciao.....bella bello.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.6.2007 | 13:21
Alore, Mussolini Milano.
Jaeja, loksins fyrsta bloggid fra Evropu nanar tiltekid fra Como Italy. Ferdin hefur gengid storslysalaust en vedrid hefur ekki leikid vid okkur. Buid ad vera votvidrasamt og toluvert kalt, allt nidri 8 gr. C. Gistum fyrstu nottina i Neustadt i tyskalandi a agaetu hoteli og attum godar stundir. Forum tadan til Alsace og gistum i 3 naetur i Kaysersberg, gridarlegta fallegum stad med fullt af gomlu folki en minna af fjori. Heimsotturm Pfaffenheim vingerdina og fengum hofdinglegar mottokur fra Patrick m.a. forum vid i 4 retta hadegisverd og klarudum 3 floskur af vini og turftum svo ad keyra heim (frekar stutt en!!!) Keyrdum i gaer fra Alsace til Italy Como (vatn) ferdin tok lungan ur deginum. Erum a finu hoteli i otrulega litlum bae tar sem ekkert er ad gerast. Forum i naesta bae i gaerkvoldi og snaeddum kvoldverd, ekkert serstakt. Leitudum langt yfir skammt thvi veitingarstadurinn a hotelinu okkar er mjog godur og heimilislegur. Forum ad sofa i rigningu og voknudum i enn meiri rigningu.
keyrdum nidur til Como baejarins sem er gullfallegur baer med enn fallegri verslunum "Pollini"Vogue Prada og svona maetti lengi telja. Erum nu a Internetkaffi eins og thid getid imyndad ykkur. Vedurspain er ekki god fyrir naestu daga en alltaf gaman ad vera saman i utlondum og skoda heimsmenninguna. Forum til Garda a sunnudag og bloggum meira ta.
Ciao... bella arrivaderci.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.5.2007 | 09:56
Long time no blog
Það er búið að vera ótrúlega mikið að gera undanfarið, svo mikið að ég hef hreinlega ekki komist í að blogga. Góða við það er þó að nú er ég búinn að mála alla íbúðina ( með dyggri aðstoð Andra ), búinn að taka garðinn minn í gegn, hálfnaður með að bera á útihúsgögnin og búinn með lóðavinnuna í kringum húsið. Það er svo gaman að vera búinn að einhverju leiðinlegu
Það er líka búið að vera vitlaust að gera í vinnunni og t.d. kom hingað 70 manna hópur á vegum Heineken sem innihélt 60 vinningshafa í sérstökum netleik vegna Meistaradeilda Evrópu til að horfa á leikinn í beinni útsendingu uppi á hálendi við jökulrætur. Þau fóru á snjósleða, ratleiki og grilluðu svo á jöklinum og fannst þetta alveg æðislegt. Ég var náttúrulega handy maðurinn kringum þetta allt og reddaði á báða bóga.
Góða við allt þetta streð er þó að þá verður svo óendanlega gaman að fara í 2 vikna frí eldsnemma á sunnudagsmorgun. Við erum að fara í frábært (vonandi) frí, flug og bíl eins og í gamla daga. Fljúgum til Frankfurt, tökum þar bíl og gistum fyrstu nóttina í Neustadt an der weinroute, fallegur vínbær við bakka Rínar. Förum síðan til Alsace í Frakklandi og gistum þar í ótrúlega fallegum bæ sem heitir Kaysersberg, umkringdur af vínekrum enda héraði þekktasta hvítvíns hérað í Frakklandi. Heimsækum þar vin minn Patrick hjá Pfaffenheim og förum að skoða vínekrurnar og smakka vínin.
Erum þarna í 3 nætur og höldum svo niður til Como vatns á Ítalíu og gistum þar í 3 nætur. Þar er líka ótrúlega fallegt og margt að skoða. Eftir það förum við til Garda vatns og gistum þar í 4 nætur og síðan Innsbruck, Munchen og að síðustu Karlsruhe. Ákváðum sem sagt að leggja leiðina niður fyrir okkur og panta allar gistingar fyrirfram. Þá er ekki verið að eyða tíma og púðri í að spá og spekúlera í stöðum og leita að gistingum.
Þeir spá svona og svona veðri fyrstu dagana en þegar ég lít núna út um gluggann þá hef ég engar áhyggjur. Ég hlakka svo til að setjast á fyrir utan fyrsta veitingastaðinn í Neustadt og panta mér fyrsta riesling glasið og horfa á hjólreiðafólkið líða fram hjá.
Geðveikt !
Ég ætla að reyna að blogg aðeins í ferðinni þegar ég kemst í tölvu og senda jafnframt myndir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.5.2007 | 09:08
Röng helgi
Djíssuss ! Ég er með málverk út um allan líkamann og ekki síst í rassvöðvunum, líður eins og djeyló. Búinn að mála , spasala, pússa og mála aftur megniuð af helginni og er rétt hálfnaður. Frábær helgi sem ég valdi í þetta, sól alla helgina, listahátið í fullum gangi, kosningar og júróvisíon. Náði samt að fara í júróvisíon/kosningapartí til Bjössa og Guggu og í Bláa lónið Seinni part sunnudags með Siggu H og Sævari. Veitti ekki af til að hita upp auma limi.
Kosningarnar fóru nákvæmlega eins og ég bjóst við, stjórnin hélt velli eins naumlega og mögulegt var. Sem þýðir nátúrulega að stjórnin er fallin, bæði vegna þess að það er næsrta vonlaust að starfa með eins manns meirihluta og svona margar prímadonnur innanborðs og ekki síður vegna þess að Framsóknarforystan gerði það alveg ljóst að ef þeir töpuðu slíku fylgi myndi þeir ekki fara í ríkisstjórn. hægt er að velta fyrir sér alls kyns möguleikum á myndun nýrrar stjórnar og ég ætla ekki að taka þátt í því en segi bara, mestar líkur eru á stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Sá ekki betur en að ástúðlega augnagotur færi á milii þeirra Geirs og Ingibjargar undir það síðasta. Það er alger nauðsyn fyrir Ingibjörgu að komast nú í stjórn því, svo ég noti nú orð eins félaga míns í pottinum í morgun, það er ekki endalaust hægt að nota viljugan hest sem kerruhest !
Það var verulega gaman að sjá Andra bera sig að við málningarvinnuna, hann er orðinn mikill fagmaður og nær að gera það sem góður iðnaðarmaður þarf að gera þ.e. að vera bæði snöggur og vandvirkur. Nú var eggið farið að kenna hænunni ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2007 | 10:15
Júró di vision
Balkansering júróvision er orðin heldur of mikil fyrir minn smekk. Auðvitað getum við slegið okkur á brjóst og sagt, þetta er allt í lagi, aðalatriðið er að taka þátt og standa sig vel. en mikið hlýtur að vera hundfúlt að fara í keppni vitandi það að það er sama hversu vel þú stendur þig, þú kemst aldrei áfram. Eigum við ekki bara að búa til nýja keppni, Scandivision þar sem Norðurlandaþjóðirnir taka eingöngu þátt, hver þjóð með 2 lög ofsa gaman. Þá geta Færeyjar og Grænland verið með.
Helgin framundan er undirlögð að vanda. Að vísu ætla ég að mála íbúðina en ég mun samt klæða mig upp og kjósa inn á milli. Svo getur maður einbeitt sér að því að fylgjast grannt með kosningasjónvarpinu því ekki fer júróvision að trufla mann úr þessu. Ótrúlega spennandi kosningar en ég geri samt ráð fyrir status quo.
Rúmar 2 vikur í sumarfrí !! Búinn að skipuleggja flug og bíl í 2 vikur, panta allar gistingar o.s.frv. Ótrúlega freistandi ferð um Frakkland, Ítalíu, Austurríki og Þýskaland. Nánar um það síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2007 | 21:31
Sé ekkert slæmt,heyri ekkert slæmt,segi ekkert slæmt.
Það er dálítið sérkennilegt þetta mál með tengdadóttir framsóknarflokksins og ekki síður umfjöllunina um það. Það er endalaust hamrað á því hversu óheiðarlegt það er að nota klíkuskap eins og talið er að þarna hafi verið gert. Það er gerðir að því skórnir að Jónína Bjartmars hafi gróflega brotið af sér í starfi í þessu máli og eigi jafnvel að segja af sér. Það er aldrei talað um það að nánast allir reyna að nota klíkuskap,kunningsskap,vont skap eða annað skap til þess að koma sínum eða annara málum á framfæri. Ef tengdadóttir mín sem væri álíka og tengdadóttir Jónínu myndi sækja um ríkisborgarrétt og ég teldi hana eiga rétt á því þá myndi ég vaða eld og brennistein til að tryggja henni slíkt. Ég get ekki séð að þessi yndæla stelpa sem talar meira að segja íslensku sé ógnun við íslenska ríkið eða íslendinga almennt og ég styð inntöku hennar í flokk okkar aríanna alshugar. Það virðist enginn sjá hin raunverulegu svik í málefninu.
Ég held að það fari ekkert milli mála að flestir, ef ekki allir, hafi vitað af því að stúlkan hafi verið tengdadóttir Jónínu og klíku og kunningsskap hefi verið beitt til að koma henni í heilaga tölu okkar Íslendinga. Svikin felast ekki í því heldur þeirri staðreynd að allir sem um ræðir hafa þá logið okkur hina fulla þegar þeir hafa reynt að þvo hendur sínar af þessu máli og skiptir þá engu máli hvort um er að ræða embættismenn, myndarlega þingmenn eða ráðherra. Það er að mínu áliti mergur málsins og stóri glæpurinn. Fyrir mér hefði verið flott að viðurkenna bara í upphafi að, " auðvitað vissi ég að þetta var tengdadóttir Jónínu en átti ég að láta það bitna á henni ? " Ég sé fyrir myndarlegan og sexí þingmann segja " horfu á varir mínar, ég þekki ekkert þessa konu "
Átti annasama helgi að venju og velti oft fyrir mér hvernig það er að eiga helgi þar sem maður gerir ekkert ??!! Fór með starfsfélögum á smá námskeið hjá Þorsteini Joð á föstudag eftir vinnu sem hét " skapandi hugsun " Námskeiðið var í hnotskurn um það að hver er sinnar gæfusmiður og þú ert í þeirri vinnu sem þú vilt vera í, það var enginn sem setti þig í þetta starf. Var dálítið eins og olía á eld hjá mér enda búinn að vera á smá tímamótum með sjálfan mig undanfarið. Kíktum á Litla Ljóta Andarungann á eftir, yndislegan rólegan stað með frábæran kranabjór. Ég held að ég hafi ekki verið jákvæðasti maðurinn á svæðinu í þetta skiptið en vona að mér fyrirgefist það. Stundum er gott að segja bara það sem manni býr í brjósti í staðinn fyrir að loka bara allt inni. Ég geri það örugglega allt of mikið.
Var að horfa á stjórnmálaumræður áðan frá Egilstöðum hvar frambjóðendur sátu fyrir svörum og búinn að sjá nokkra slíka þætti sem Sjónvarpið stendur fyrir. Þetta eru fáranlegir þættir og augsýnilega eingöngu settir fram til þess að lúkka verl fyrir sjónvarpið því þeir eru alltof stuttir. Þeir eru nánast eins og hraðaspurningarnar í spurningakeppni framhaldsskólanna því hraðin er svo mikill að enginn kemur neinum útskýringum sem eru flóknari en nei og já á framfæri og að sjálfsögðu er maður engu nær um afstöðu stjórnmálaflokkana.
En engin þarf að örvænta því hægt er að fara inn á heimasíðu Háskólans í Bifröst og taka þar próf sem segir þér svo hvaða flokk þú átt að kjósa. Sérkennilega við þetta próf er þó það að það er sama hvað ég setti inn ég fékk oftast fram að ég ætti að kjósa Framsóknarflokkinn ! Kannski eitthvað með Bifröst að gera ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)