Færsluflokkur: Bloggar
7.5.2009 | 09:25
Að hengja bakara fyrir smið ..
Hún Anna mín fékk mjög óvæntar fréttir í síðustu viku þegar hún var kölluð á fund hjá forráðamönnum fyrirtækisins sem hún vinnur hjá. Henni var sagt upp. Í hagræðingarskyni nota bene vegna minnkandi verkefna.
Þetta kom algerlega flatt upp á hana enda taldi hún sig einna öruggasta með sitt sæti í fyrirtækinu. Og af hverju ?
Jú, til dæmis af því að:
- Hún var að þjónusta alla aðra í fyrirtækinu, sá um símsvörunina og móttöku viðskiptavina og þannig alltaf með næg verkefni. Meðal annara verkefna nota bene
- Hún var búin að vera í hartnær 12 ár hjá fyrirtækinu, búin að gefa því sál sína og alltaf borið mikla virðingu fyrir því
- Í öll þessi 12 ár var hún aðal pepparinn, glaðværasta manneskjan og sú sem fór um allar hæðir þess til að stappa stáli í starfsmenn með smá vitleysisgangi. Sem einmitt skiptir lykilmáli í kreppunni í dag
- Aðal sprautan í öllum skemmtunum, búin að syngja einsöng mörgum sinnum fyrir fyrirtækið og jafnvel lána eiginmanninn sem veislustjóra á árshátíðum þess.
- Var andlit þess út á við og allir kúnnar hreinlega elskuðu hana enda ekki annað hægt
- Var elskuð af flestum innan fyrirtækisins
- Var örugglega með lægstu launin í fyrirtækinu fyrir utan skúringarkonuna
Já, meðal annars þess vegna er þetta lítt skiljanlegt og af því mér virðist gríðarlega grunnt hugsað. Fyrir fyrirtæki eins og þetta myndi borga sig að greiða einstakri manneskju eins og Önnu laun bara fyrir að vera eins og hún er og hafa jafn góð áhrif á starsfólkið og starfsandann eins og raun ber vitni. Þarna er bersýnilega að vera að hengja bakara fyrir smið.
Sem betur fer er hún einmitt jákvæð og lítur á þennan skell sem tækifæri frekar en annað. Hún er bara þannig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2009 | 12:02
Gleðigjafar
Í gær fékk ég að vera með báðum litlu dömunum mínu þeim Heklu Guðbjörgu og Ísold Emmu. Hekla eins og súmókappi með fellingar og spékoppa út um allt og Ísold svona lítil og nett. Hvað getur maður verið annað en ástfanginn af slíkum perlum ?
Hitti svo líka sætu strákana mín þá jökul og Úlfar og til að toppa það hitti ég ennfremur Anton hans Bóasar sem ég hef ekki séð allt of lengi. Vantaði bara gelluna hana Anitu til að toppa daginn.
Ég er heppinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2009 | 09:26
Heimskingjar
Hvaða bíómynd skildu þessar heimsku stúlkur vera að stæla ? Að láta sér detta í hug að þær myndu komast upp með þetta þýðir einfaldlega að þær hljóta að vera á mörkum þess að vera þroskaheftar.
" Ef þú segir frá og borgar okkur ekki 150 þúsund krónur á morgun munum við drepa þig " og lausnargjaldið átti að fá hjá foreldrum stelpunnar. Ég finn til með foreldrum fórnalambsins og ekki síður finn ég til með þeim foreldrum sem standa frammi fyrir því að viðurkenna að eiga dætur sem fremja slík ódæðisverk. Ég ætla hreint að vona að þessar stúlkur fái makleg málagjöld ekki bara smá skammir frá foreldrum og slátt á fingurna frá yfirvöldum.
Maður fyllist reiði yfir að slík miskunnarlaus heimska skuli fyrirfinnast hér á Íslandi í dag.
Stúlka varð fyrir líkamsárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.4.2009 | 12:52
Skólalok og annað skemmtilegt
Á morgun er lokadagur í náminu hjá mér og ég ásamt Hrönn vinkonu minni flytjum okkar lokakynningu. Geggjað ! Því miður er ýmislegt sem bíður mín eins og parketlögn, setja saman kommóðu o.f.l en ég ætla mér að byrja á því að fara eitthvað að veiða. Bara eitthvað.
Ég var að passa Ísold litlu á síðasta vetrardag og þvílík prinsessa. Sofnaði í fanginu á afa og var steinsofandi þegar amma kom loks. Svaf allt kvöldið
Pabbi, Erna og tengdapabbi komu í mat í gær og ég eldaði svínabóg sem heppnaðist alveg ótrúlega vel. Puran svo krispí og kjötið fituspengt og sérlega meyrt. End var það að malla frá 15.30 ..
Kosningar á morgun. Einhvern veginn ekkert sérlega spenntur og ástæðan að það virðist ekki skipta miklu máli hverjir eru við stjórnvölinn. Er samt búinn að ákveða mig.
Gleðilegt sumar !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2009 | 11:03
Evrópusambandið
Velmegun á Íslandi hefur verið send í útlegð og það er einsýnt að hún verður þar um ókomin ár. Þeir sem sendu hana í útlegð voru stjórnendur Íslands undanfarin ár sem með glýju í augum horfðu á nýju fötin keisarans. Það voru margir sem reyndu að benda á þá staðreynd að keisarinn var í raun nakinn en allt kom fyrir ekki.
Næstu kynslóðir voru dæmdar í þrælkunarvinnu.
Þannig mun þjóðin ganga til samninga við aðrar Evrópu þjóðir þegar aðildarviðræður hefjast. Það verður öllum ljóst að fégræðgi, glýja og blindni hafa komið þjóðinni á hnén.
Samt sem áður eru skynsamir menn að reyna að halda því fram að með aðild að Evrópusambandinu þá munum við tapa lífsviðurværi okkar í hendur þeirra. Það litla sem við eigum mun verða tekið frá okkur. Skynsamir menn.
Hvernig dettur mönnum í hug að ekki verði tekið tillit til stöðu þjóðarinnar í aðildaviðræðum ? Hvernig dettur mönnum í hug að þjóðin muni á endanum samþykkja samninga sem fela í sér verri stöðu en áður.
Hvernig í ósköpunum getum við haldið slíku fram sem rök fyrir því að sækja ekki um þegar við vitum ekkert, akkurat ekkert um það hvað okkur býðst.
Það er engu Evrópuríki til gagns að setja þessa litlu þjóð endanlega á hausinn og við höfum ekki sýnt fram á það að við getum stjórnað málum sjálf. Það vilja allir hjálpa lítilmagnanum.
Í guðanna bænum wake up og förum í aðildarviðræður. Það gerist ekkert jákvætt fram að því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2009 | 16:09
Líður að tíðum
Vonandi ekki hjá Önnu samt, hún er nýbúin.
En, páskarnir eru framundan. Stærsta frí verkamannsins fyrir utan sumarfrí. Jibbí ! Slaka á í sófanum, mula á páskaeggjum og drekka púns inn á milli í letikasti ....
Fyrir suma .. en við nennum sko ekkert að hanga eitthvað í leti heldur höldum af stað austur á firði strax á næsta miðvikudag og eyðum svo páskunum á Egilstöðum. Það á nefnilega að skíra litlu Ísold Emmu.
Geri ráð fyrir að við förum í heimsóknir, göngutúra, kaffihús, að veiða o.s.frv. og gerum svo eitthvað þess á milli.
Lífið er jú stutt og töpuð stund er eitthvað sem kemur aldrei til baka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2009 | 16:14
Sjálfstætt lófatak
Var að reyna að horfa á ræðu Davíðs á Landsfundi Sjálfstæðismanna en það varð mér algerlega um megn. Maðurinn hlítur einhvers staðar að hafa beygt út af veginum án þess að hafa tekið eftir því enda málflutningurinn, heiftin og sér í lagi hefndarþorstinn með ólíkindum.
Sérstakast þótti mér þó dynjandi lófatak, hlátur og húrrahróp landsfundagesta. Getur verið að þetta hafi verið dubbað þ.e. sett inn eftirá ? Ég bara trúi ekki öðru því ég veit fyrir víst að þarna í salnum var fullt af frambærilegu fólki með sjálfstæðar skoðanir.
Ég segi bara O.M.G !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.3.2009 | 13:26
Nóg að gera
Að venju var helgin fjörug og í nógu að snúast. Fengum Maríu Björk og Ingva Hrannar í mat á föstudagskveldið og það var verulega ljúf kvöldstund. Mikið spjallð um heima og geyma. Skóli á laugardag og svo kom snúllinn hann Úlfar til okkar og ætlaði að sofa hjá ömmu og afa. Það var nú ekki málið og hann veifaði pabba og mömmu bara bless eins og ekkert væri. Og þvílíkur ljúflingur !
Hann var settur í ferðarúmið kl. rúmlega átta, breitt yfir hann og málið dautt. Hann bara steinsofnaði og vaknaði ekki fyrri en 12 tímum seinna ! Að vísu var þvílíkt brambolt í honum og hóst og það nægði náttúrulega til þess að amma og afi sváfu ekki nema hálfa nóttina. Svo bara biðum við eftir því um morguninn að hann vaknaði til að geta knúsað hann
Anna fór að syngja einsöng (tvísöng) í Kristkirkju með Guðnýju vinkonu sinni á sunnudagsmorguninn, heimsókn með Úlla upp í Mosó til langafa og langömmu, göngutúr í góða veðrinu eftir að hann var farinn heim og fundur á sunnudagskvöldið.
Sem sagt bíssí bissí bissí.
Verður líka nóg að gera þessa vikuna, skil á verkefni fyrir laugardag (heavy ), reyna að smíða veiðistöng, upptaka á geisladiski með oktettinum mínum og svo er ég einn í vinnunni þar sem hinir 2 eru á vínsýningum á Ítalíu alla vikuna.
Jabbs !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2009 | 12:05
Ra
Ra er í essinu sínu þessa stundina og í gærkveldi settist ég út í garð þegar ég kom heim og sat þar í 3 kortér og naut þess sem Ra bauð upp á. Það er að segja sólarinnar. Fékk mér 2 ískalda bjóra, setti upp sólgleraugun og stóð í þeirri trú að vorið væri komið. Held ég hafi jafnvel fengið smá lit í andlitið en það var nánast það eina sem var bert á mér, hitt var allt dúðað í flís og teppi.
Ef maður trúir nógu heitt getur maður sannfærst. Burtséð frá sannleikanum sjálfum. Það er jú fjandi kalt
Fæ að hafa eitthvað af barnabörnunum mínum aðra nótt og það er baaaara yndislegt. Amma ætlar að vísu að syngja í messu í Kristkirkju á sunnudagsmorgunn en við strákarnir horfum bara á barnaefnið á meðan eða förum með ömmu í kirkjuna.
Ætla mér að fara aftur á vit Ras þegar ég kem heim og skella kannski í örfáa ískalda Heineken (sem ég geymi n.b. úti ) og grilla svínakamb.
Já svei mér ef ég er ekki að komast í sumarskap ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2009 | 09:04
Sjálfhverfni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)