Færsluflokkur: Bloggar

Biksvartur ömurlegur veruleikinn

Við okkur Íslendingum blasir hrollkaldur veruleikinn, sviðin jörð eftir nokkra gráðuga einstaklinga sem höfðu eingöngu Mammon að leiðarljósi og alla stjórnendur landsins sem höfðu heimsku strúta  að leiðarljósi. Og enginn ber ábyrgð, ekki einn maður hefur sagt af sér. Það er eins og þeir hafa kastað kjarnorkusprengju á landið okkar.

Þetta svo sem vitum við að hluta og ærin ástæða til að fyllast svartsýni.

Hins vegar er það bjartsýni sem við þurfum á að halda þessa dagana því það hjálpar alls ekki að sökkva sér í fenið.

Það er gríðarlega erfitt að vera bjartsýnn í dag vegna fjölmiðlanna því ekki er hægt að opna blað, hlusta á útvarp eða horfa á sjónvarp án þess að endalaus bölmóður fylli hlustirnar. Auðvitað er þetta veruleikinn, allir vita það, en fyrr má nú rota en dauðrota. Tökum dagsljós sem dæmi. Það er eins og Þórhallur og co leggi sig í líma við að fá á staðinn svartsýnustu einstaklinga sem til eru og er þeim ekkert heilagt í þeim efnum. Þau reyna alls staðar fyrir sér, hérlendis sem erlendis. Í hvert sinn sem maður horfir á dómsdagssvip og orð viðmælenda þeirra fýkur sá litli bjartsýnisvottur sem maður hafði byggt upp á haf út.

Hvernig getur það hjálpað Íslendingum að heyra endalaust frá ömurlegri framtíð þjóðarinnar ? Hvernig getur það hjálpað þeim sem geta ekki borgað reikningana sína, hafa ekki vinnu lengur o.s.frv. ?

Óréttætið í þjóðfélaginu er óendanlegt, það fer ekkert milli mála.

En, eina sem getur hjálpað þeim sem verst hafa orðið úti er bjartsýnin því með hana að vopni er í það minnsta auðveldara að lifa í gegnum þetta. Ef það er nú til örlítil vonarglæta í framtíðinni í hugum okkar held ég að það hljóti að hjálpa.

Það er allt betra en að feisa biksvartan ömurlegan veruleikann án vonar. Það er aðeins eitt sem getur hrakið myrkrið á brott og það er ljósið.

Ég er hættur að horfa á fréttir.


Bráðfyndið myndband

Þetta er æði:

 http://www.youtube.com/watch?v=ZLL49JoLIpg

 


Próflok !

Jibbí LoL

Búinn í prófinu og það sem meira er, gekk mjög vel. Ég á þá frí næstu kvöld og ætla að taka spólur, lesa skemmtilegar bækur, láta vel að Önnu, reyna að hitta börnin mín og ég veit ekki hvað. Jafnvel að hanga bara í leti ...Sleeping

Svo byrjar skólinn aftur klukkan 9 á laugardagsmorgun.

Húbba húlla húlla húlla, húbba húlla húlla húlla, húbba ég er búinn í prófinu.


Fjölbreytt helgi

Já hún var ansi skrautleg helgin sem er að baki. Fyrir utan lestur í markaðsfræðinni sem ég reyndi að koma að svona inn á milli þá var nóg að gera. Vaknaði snemma á laugardeginum með Önnu og fór í sund. Þaðan í vinnuna að græja áfengið fyrir afmæli Siggu H og svo á æfingu með kvartettinum mínum. Ætlaði nefnilega að syngja með honum í afmælinu um kvöldið. Gekk vel. Við Anna vorum reyndar búin að fara á æfingu með Kalla Olgeirs á föstudeginum af því að við ætluðum líka að syngja saman í afmælinu. Stúderaði á milli atriða ..

Svo kom afmælið á laugardagskvöldið  með þvílíkum látum. Það var sungið, tjúttað og trallað og feiki gaman. Vorum reyndar komin heim fyrir kl. 3 um nóttina sem hlítur að teljast gott.

Er svo að fara í prófið í fyrramálið og verð þvílíkt feginn að klára það. Svona lagað hvílir á manni eins og mara og svo er maður alltaf með samviskubit ef maður er ekki að lesa ...


Nýtt ár

Það er brjálað að gera, lestur öll kvöld þar sem ég er að fara í sjúkrapróf á þriðjudaginn og þarf að rifja allt upp sem ég var algerlega búinn að gleyma. 50tugs ammæli hjá Siggu vinkonu á morgun og ýmislegt stúss kringum það. Hjúkk Shocking

Ég sá í fréttinum í gær myndir frá helför Ísraelsmanna á Gaza og það var hræðilegt að sjá. Lítil ungabörn öll blóði drifin og skelfingin sem lýsti úr andlitum ungviðsins var ægileg. Allt gert með samþykki okkar og heimsbyggðarinnar. Sveiattan. Hverjir voru það sem urðu fyrir barðinu á helför Nasista í seinni heimstyrjöldinni og hafa þeir hinir sömu eitthvað lært ?

Ég skammast mín fyrir að vera mannvera í dag.


Gleðilegt nýtt ár

Laaatur við að blogga núna en vonandi kippi ég því í liðinn á morgun Smile

Of rólegur ?

Þá eru þessi yndislegu jól búin en framundan eru lööööng áramót. Vinn bara í dag og er svo kominn í 6 daga frí !

Höfðum það afskaplega gott hjónin og fengum góða gesti til okkar. Vorum samt ótrúlega róleg öll kvöldin og gerðum ekkert af okkur, ekkert verið að spila eða djamma með vinunum. Sakna þess nú dálítið ...

Kannski stafaði það af því að það var skuggi yfir þessum  jólum því Friðfinnur bróðir pabba hennar Önnu lést á laugardagsmorguninn eftir langvinna baráttu við krabbamein. Blessuð sé minning þessa frábæra manns. 

Fórum á tónleika í gær í Þorlákshöfn, svokallað Ingimundarkvöld en þeir eru haldnir í minningu Ingimundar faðirs hins frábæra píanóleikara, Jónasar. Auður Gunnars var að syngja með Jónasi og þetta var yndisleg skemmtun. Fórum svo og fengum okkur humarsúpu á Stokkseyri.

Hafið það yndislegt þarna úti um áramótin og gleðilegt nýtt ár Wizard


Sólargeislar

Það var bara yndislegt að hafa lillana okkar um helgina. Þeir sváfu báðir alla nóttina til 8 um morguninn en Úlfar umlar og talar heil ósköp upp úr svefni og því svaf afi viðkvæmi frekar lítið.

Búið að vera nóg að gera undanfarið enda vinn ég við að koma búsi inn á liðið og svo eru náttúrulega jólin að skella á. 

hlakka alveg óskaplega til að borða góðan mat, drekka góð vín og slappa vel af. Hitta vinina á þessum stóru branda jólum og njóta lífsins.

Ég óska ykkur öllu yndislegra jóla og bloggið mitt er farið í jólafrí.


Helgarfrí

Já nú er alveg að skella á helgarfrí, síðasta helgin fyrir jól. Þegar heim er komið á eftir verður opnaður 1 Erdinger hveitibjór  og eldaðaðar léttar kjúklingabringur. Síðan að pakka inn nokkrum gjöfum og klára að skrifa jólakortin.

Á morgun kannski að skreyta jólatréð og svo koma lillarnir til afa og ömmu og fá að sofa eina nótt. Írisi og Óskari veitir ekki af að sofa eina heila nótt Sleeping

Kirkja á sunnudagsmorgni, klára meira jólastúss og kannski skellir maður sér á Trúnó á Rosenberg á sunnudagskvöldið.

Sem sagt rómó helgi. Góða helgi öll !


Fyrirgefningin

Það er búið að taka íslensku þjóðina í afturendann og fáir útvaldir eru búnir að nánast gera okkur gjaldþrota. Stjórnvöld öll hafa algerlega sofið á verðinum og því fór sem fór. Við sakleysingjarnir sitjum uppi með endalausar skuldir og þurfum að borga brúsann no matter what.

Það er því ekkert skrítið að fólk skuli mótmæla, öskra, kasta eggjum o.s.frv.

Það er hins vegar spurning hverju það skilar okkur. Nú vill meirihluti þjóðarinnar fá nýja ríkisstjórn og það strax. Það vill helst fá nýja stjórnmálaflokka og nýja stjórnmálamenn. Ég get hins vegar ekki séð að það gerist og því sitjum við uppi með þá stjórnmálamenn og konur sem í boði eru í dag. Hvaða heilvita maður nennir að standa í slíku endalausu argaþrasi með ekkert sérstök laun og sama hvað gert er, allt er ómögulegt og ömurlegt ?

Það er ósköp auðvelt að mótmæla alltaf öllu en það er mun erfiðara að koma með lausnir. Enda hef ég ekki heyrt einn mótmælanda koma með lausn aðra en: losum okkur bara við þau. Hvers konar lausn er það ? Vandamálin fjúka ekkert í burtu þó svo að við fellum stjórnina.

Er virki lega betra að fá Steingrím J og Framsóknarmenn til að ráða ? Þeir verða enda að vera með öðrum stjórnarflokkunum og það í minnihluta. Hefur sjálfur Steingrímur komið með lausn eða gefið út hvað hann vill gera ? Það hefur algerlega farið fram hjá mér.

Er fyrirgefningin kannski málið hér ? Við bæði megum og eigum að láta álit okkar í ljós á þessu öllu í næstu alþingiskosningum. Þangað til ættum við að leyfa stjórninni að sýna hversu megnug hún er að leysa hlutina og dæma það svo eftir 2 ár. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband