Færsluflokkur: Bloggar

Nákvæmlega

Þetta var einmitt gourmet helgi og í faðmi vina og fjölskyldu, umvafinn tónlist báða dagana. Saknaði juniorsins míns reyndar á laugardaginn ...

Gourmet helgi

Já það stefnir í gourmet helgi hjá mér. í kvöld er ég að fara í jóladinner með vinnunni minni og það verður 5 rétta á ekki verri stað en La Primavera þar sem Leifur kokkur töfrar fram góðgæti af sinni alkunnu snilld. Með þessu verða ekki svo slæm vín.

Anna er svo að syngja á tónleikum Vox Feminae kl. 14 á morgun og svo ætlum við að hitta stórfjölskylduna mína í sal í Hafnarfirði. Það eru sem sagt öll börn, barnabörn og barnabarnabörn pabba og Ernu. Fullt af góðgæti, söng og skemmtilegheitum.

Annars rólegt yfir helginni. Leti laugardagskvöld og afslappandi sunnudagur. Að ég held ...


Hitler og Icesave

Þessi er hilarious LoL :   

http://www.youtube.com/user/Reichsave 

 

Hvar er Anna ?

Ég fékk til mín alla fjölskylduna mína í mat í gærkveldi, Andra, Erlu, Írisi, Óskar, Jökul og Úlfar Frey. Var með heimilsmat þ.e. fiskibollur í karrí á boðstólum og þetta er liður í " fjölskyldan standi saman "

Að vísu vantaði Önnu þar sem hún var á æfingu. Þegar ég fer að hugsa það þá hef ég ósköp lítið séð Önnu undanfarið og sé hana lítið næstu 2 vikrunar eða svo. Hún er á æfingu nánast öll kvöld blessunin og álagið er mikið. Þetta endar allt með ferð kórsins til Berlínar aðra helgi og þá er hún loksins komin í frí.

Jibbí ! 


Hausverkur

Geng fyrir pillum þessa dagana þar sem hausverkur einn mikill fór að láta á sér bera í gær og heldur áfram. Ekki veit ég hvort um er eð ræða fráhvarfseinkenni þar sem ég er kominn í tímabundið frí frá lærdómnum eða eitthvað annað en ég bryð bara Panodil til að halda mér gangandi.

Gekk ágætlega í prófinu á laugardaginn að ég held, í það minnsta var ekkert sem kom mér á óvart. Fór svo og hitti vini mína og borðaði með þeim æðislega mat og drakk góð vín og átti notalega stund á laugardagskvöldið. Fátt er betra en faðmur vina.

Fórum svo í mat til Erlu og Andra í gærkveldi og áttum með þeim góða stund.

Skrítið að hugsa til þessa að eiga frí næstu kvöld frá lestri og lærdómi, get skellt disk í tækið eða stússað eitthvað heima. Kvöld eftir kvöld ...ótrúlegt. 


Strákurinn

Skólastrákurinn var að fá einkunn úr hópverkefninu sínu og viti menn, hann fékk 9 ! Var reyndar með frábærri manneskju í hóp, henni Maríu Gunnarsdóttur og við vinnum sérlega vel saman. Gæti verið af því að mamma hennar er vinkona mín hún Sigrún Inga frv. Landsfoseti JCI. Veit ekki.

Fór í matarboð til Írisar og Óskars í gær og Andri Már og Erla voru líka mætt. Það var því langþráður fjölskyldu hittingur og lillarnir voru báðir æðislegir. Þau elduðu lasagne sem var mjög vel heppnað.

Í fyrramálið fer ég í PRÓFIÐ sem ég er búinn að vera lesandi fyrir undanfarið. Kl. 12 á morgun er ég því kominn í jólafrí frá skólanum og ég held að ég byrji á því að opna eina freiðivín og stúta henni. Síðan fer ég til Ingu og Hjálmars að hitta vini mína. Byrja á því að fara í heita pottinn og síðan að undirbúa eldamennsku á hreindýri o.fl. Óttast helst að ég endi uppi í rúmi fyrir kl. 18.00 ..Shocking

Bara gaman Grin


Meiri áhyggjur

Anna vaknaði kl. 17.30 í nótt og fór í ræktina. Síðan fór hún í vinnuna og fékk sér grænmeti og svo þegar ég fékk bílinn í morgun var hún með Rás 1 á útvarpinu. Ætti ég að hafa áhyggjur ?

Áhyggjur

Ég hef áhyggjur af mér, ég verð að segja það. Liðin helgi er þriðja eða fjórða helgin sem ég er í kör og er ekkert í djamminu. Veit ekki hvort skólinn hefur svona áhrif á mig eða hvað en gott er þetta á mánudögum ...

Fór samt á tónleika í Kristkirkju í gær og hlustaði þar á frábæra söngvara. Vox Feminae, Eyjólf Eyjólfsson tenór, Huldu Björk sópran og síðast en ekki síst, sjálfan Kristján Jóhannsson. Ásamt og Gunnari Kvaran sellóleikara og rjómanum úr sinfó.

Sama hvað hver segir, toppurinn af þessu öllu var stórtenórinn sem söng eins og engill lögin Panis Angelicus og Ombra Ma Fu. Kristján var hreint út æðislegur og rödd hans hreinlega fyllti guðshúsið. Algerlega áreynslulaust.

Næsta laugardag er próf og þá er ég kominn í frí fram í janúar. Enda ætlum við nokkur saman að sletta ærlega úr klaufunum og fara í bústað.


Sama hvað ...

Það er sama hvað Ríkisstjórnin gerir, sama hvað Davíð gerir og sama hvað Gordon Brown gerir. Ég er í það minnsta farinn heim !

Kominn í helgarfrí.

 

Jibbí !

í helgafrí helli ég mér,

helvítis kreppan hún fer,

fyrr eða síðar á Íslandi og víðar

because now I really don´t care.

 

 


Handónýt Ríkisstjórn

Nú er það komið á hreint. Við Íslendingar þurfum bara að leggjast í duftið með rassgatið upp í loftið og bíða eftir að Þjóðverjar, Englendingar, Hollendingar, Belgar og hálf Evrópa komi og fari sínu fram. Núna allt í einu er orðið einsýnt að við þurfum  að semja okkur til endimarka veraldar til að fá þau lán sem við þurfum á að halda. Skiptir engu hvort það sé réttlátt eða hvort við eigum yfir höfuð að greiða þessi innlán samkvæmt lögum.

Og hvað höfum við Anna Birgitta og aðrir Íslendingar gert til að eiga slíkt skilið ? Hvað höfum við svo sem gert til að eiga slíka ríkisstjórn skilið ?

Hvað með öll stóru orðin hjá ráðamönnum þjóðarinnar ? Munum aldrei samþykkja að ganga til samninga bla bla bla.  Héldu þeir að það væri bara nóg að segja þessa hluti til þess að kröfurnar gufuðu upp ?

Ég tek undir með Ingvari Sigurðssyni í myndinni Börn ( eða Foreldrar ):

 

" Ég er brjálaður !! " 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband