27.2.2009 | 15:25
Gott símtal um hánótt !
Já, svei mér þá, við fengum frábært símtal kl. 4 í nótt. Vorum ekki einu sinni sofandi þar sem mikill spenningur hafði gripið um sig. Það er nú ekki á hverjum degi sem við erum með opinn síma á náttborðinu.
Sum sagt, Andri Már hringdi til að tilkynna okkur að lítil, mjög lítil telpa hafði komið í heiminn tuttugu mínútum fyrr. 11 merkur og 48 cm með að mér sýndist rautt hár og andlitið hennar mömmu sinnar.
Yndisleg lítil dúlla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)