I say (V)

Er ekki möguleiki á að slíta bara stjórnamálasambandi við hin getulausa Gordon Brown því þetta hefur örugglega jafn lítið með bresku þjóðina að gera eins og íslenska þjóðin hefur með útrásarvíkingana að gera.

Í guðanna bænum lekið þessu í það minnsta til stjórnarandstöðunnar bresku svo þeir geti haft eitthvað skemmtilegt að að grínast með og hlæja.


mbl.is Hafa fengið nóg af Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugustöngin mín

Í gærkveldi settist ég niður með kennaranum mínum honum Hjölla og hóf að smíða mína eigin flugustöng. Eða öllu heldur setja saman. Um er að ræða 10ft Sage Z-Axis (að ég held) fyrir línu 6. Þetta verður mín aðalstöng hvort sem um lax eða silungsveiði er að ræða, stöðuvatna eða straumvatna veiði.

Búinn að líma handfangið og hjólasætið á ásamt toppinum og binda 4 lykkjur á. Þetta er ótrúleg nákvæmnisvinna og mér var farið að verkja í augun af einbeitingu. Ætla að reyna að klára hana fyrir þar næstu helgi því þá er ég að fara í minn fyrsta alvöru veiðitúr norður í Laxá í Aðaldal.

Með slíka stöng að vopni þurfa norðlensku urriðarnir heldur betur að fara að vara sig þega ég mæti á svæðið.

Síðasti vinnudagurinn hjá Önnu minni í dag og að öllum líkindum heimsækjum við Ingu og Hjálmar í bústað í Reykjaskógi á morgun og verðum 1 - 2 nætur. Tek mér kannski frí á mánudag. Það er rooosalega langt síðan við höfum farið í sveitina og ég hlakka gríðarlega til.


Bloggfærslur 8. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband