31.3.2008 | 12:50
Sturla ður
Ég bara verð að viðurkenna að ég skil alls ekki hvers vegna flestir eru ligeglad með að sitja tepptir á versta tíma í umferðahnút af því að einhverjir heimskir bílstjórar halda að þeir séu Hrói Höttur. Eins og yfirstrumpur í þessum aðgerðum, Sturla nokkur sagði: Vegfarendur, sem lentu í töfum, tóku almennt aðgerðunum vel enda er hátt eldsneytisverð líka að skerða kjör þeirra. Hvernig í ósköpunum skildi hann nú hafa fundið þetta út ? Kannski hlaupið meðfram margra kílómetra langri biðröðinni og spurt bílstjórana ? Kannski af því að þeir komu ekki með kylfur til að lumbra á bílstórunum ? Kannski Guð hafi lostið þessu niður í huga hans ?
Svo kom næstum til handalögmála af því að lögreglan dirfist að ætlast til þess að þeir virtu lög og hættu þessum bjánagangi. Hvernig skildi þeim verða við ef t.d. ég og Valdi vinur minn myndi leggja bílunum okkar fyrir framan og aftan bílana þeirra til þess að mótmæla háu áfengisverði þannig að þeir kæmust ekki spönn frá rassi? Þeir myndu örugglega taka " almennt vel í þær aðgerðir " og jafnvel færa okkur lítið staup meðan við biðum ? Eða hvað ?
Hugsanlega ættum við Valdi annað hvort að hætta að drekka til að mótmæla þessu eða bara mæta blindfullir fyrir utan Alþingishúsið til að vekja athygli á málinu. Ekki vera blanda saklausum bílstjórum í málið ....?
Sátt náðist í Ártúnsbrekku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Styð stulla áfram bilstjórar lokum Reykjavik
helst allan daginn
Jón Rúnar Ipsen, 31.3.2008 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.