Hreyfing

Það er loksins komin hreyfing á hlutina, ég er heldur að bessna til heilsunnar og jafnvel það mikið að ég mætti með orkuboltanum mínum henni Önnu í ræktina í morgun.  Tók svona semi á og fór svo í sjóbað úti. Æðisleg leið til að byrja daginn.

Við erum sem sagt í Hreyfingu eins og ég var að reyna að koma að en Hreyfing er nýflutt í nýtt og glæsilegt húsnæði í Glæsibæ. Þar er aðstaðan öll til fyrirmyndar og umfram allt gott fólk sem er að æfa þar. Ég mæli eindregið með þessum stað.

Meðan á veikindum mínum stóð vorkenndi ég sjálfum mér svo mikið að ég missti mig í nammi og sukk. Afleiðingarnar blöstu við mér á viktinni í sundi í gærmorgun þegar viktin sló met og stóð í 73,8 kílóum.  Þetta er ótrúlegt, maður má ekki aðeins slaka á klónni án þess að gjalda fyrir það. Það er nú ekki eins og við Anna séum að úða í okkur óhollustu alla dag, bara smá nammi svona hér og þar. Hvernig væri ég ef ég væri að fá mér hamborgara og franskar eða pizzu við og við ?

Yndislegt veður úti, sól skín í heiði og hitastigið jafnvel komið upp fyrir núllið. Fór í þunna frakkanum mínum í morgun. Maður lifir nú bara einu sinni, maður verður nú að taka smá sjensa  Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband