Handverks helgi

Þetta var sannkölluð handverks helgi hjá okkur Önnu. Fórum á laugardaginn á handverksmarkað í Hekluhúsinu við Suðurlandsbraut og þvílíkur markaður ! Þarna var hver listmunurinn og flíkin öðrum fegurri og glæsilegt að sjá listagáfu Íslendinga framkallast í slíkri mynd. Þarna er aldeilis sproti til framtíðar fyrir okkur Íslendinga.

Fórum svo í jólaþorpið í Hafnarfirði þar sem alls kyns handverk var til staðar líka og fengum okkur svo jólaglögg í Thors Gallerí. Þar ráða ríkjum miklar listakonur í málverki, keramiki og fatnaði svo eitthvað sé nefnt. Glæsileg hönnun og erfitt að fara þaðan út án þess að kaupa sér eitthvað.

Fórum í hádeginu á sunnudag í Norræna Húsið er þar er alltaf eitthvað að gerast í hverju hádegi ( 12.30 ) fram, að jólum. Hinir ýmsu listamenn sem þar koma fram og enginn veit hver það er fyrr en hann mætir. Björk á t.d. eftir að mæta. Á sunnudaginn voru það Dúo Stemma sem voru með gjörning sem aðallega var ætlaður litlu börnunum. Í Dúó Stemmu eru Herdís Anna Jónsdóttir og Steef van Oosterhout, hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þau voru hreint út sagt æðisleg, svo innileg og barnsleg að unun var að horfa á. Fluttu ekta íslenska handverksleikrit og hljóðfærin sem notuð voru komu mest megnis úr eldhúsinu heima. Gaman hefði verið að vera með lillana okkar tvo.

Um kvöldið kom svo Andri í mat og ég var með villtan fasana í matinn. Ekta handverksmatur þar sem ég dúllaði mér við hvert smáatriði og útkoman ágæt.

Náðum inn á milli að kaupa nokkrar jólagjafir, strauja þvott, gera laufabrauð o.s.frv....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband