Góð helgi

Að baki er góð og tiltölulega róleg helgi. Skólinn náttúrulega á laugardaginn, var með skil á 2 verkefnum og smá fyrirlestur.

Afar rólegt laugardagskvöld og á sunnudag komu góðir gestir í heimsókn. Sigga H kom með góða gesti gesti frá Englandi, Möggu systur, Dennis manninn hennar, Sammý dóttir þeirra og James manninn hennar. Anna snaraði heimabökuðu bananabrauði, súkkulaðitertu og vöfflum á borðið þeim til mikillar ánægju. Og mér að sjálfsögðu.

Síðan var ég með góóóóðan kvöldmat handa elskunni minni enda konudagurinn. Foi gras í forrétt með reciotto sætvíni og grillaður humar með Chassagne Montracet hvítvíni frá Olivier Lefflaive. Þetta var algerlega geðveikt saman.

Svo róleg kósíheit um kvöldið ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stundum þegar ég les bloggið þitt þá fatta ég ekki af hverju þið Anna Birgitta eruð svona grönn

Rannveig Árnadóttir (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband