2.3.2009 | 12:19
Ljósgeislar allt í kring
Úti skín sólin glatt og kastar ljósgeislum sínum yfir landsmenn. Ég er búinn að fá 2 ljósgeisla á stuttum tíma, hana Heklu og bíb Andradóttur ( veit nafnið :) ) Kíkti á nýju lilluna bæði á laugardag og sunnudag, alger engill. Ætla svo að kíkja á númer 2 og 3 á eftir því ég hef ekki séð þau í nokkra daga. Stal myndum frá fésinu hennar Erlu og setti hér inn.
Annars var helgin hektik. Próf fyrir hádegi á laugardag og svo undirbúningur fyrir Vox Feminae árshátíð þar sem við Anna vorum með leikrit í gangi. Ég skrifaði handritið af því í síðustu viku með próflestrinum. Uppskárum mikinn hlátur og ég held að þetta hafi slegið í gegn. Svo var dansað fram eftir og við skemmtum okkur konunglega.
Tókum því bara rólega í gær, hvort sem fólk trúir því eður ei. Náðum í frábæra mynd fyrir kvöldið, Farinelli og nutum þess listaverks.
Svo er það Sauðárkrókur og Akureyri næstu helgi ....Ég hlakka rosalega til að keyra þangað í hálku og hríðarbil með aðstoðar ökumanninn mér við hlið. Ég geri fastlega ráð fyrir að heyra ekkert þegar komið er á leiðarenda og vera verulega lurkum laminn hægra megin á líkamanum. ( ´öskur og óp..það er bíl !, það er bíll framundan !!..arg .. ) eins og það sé eitthvað óvenjulegt. Hugsanlega læði ég eyrnatöppum í eyrun þegar Anna sér ekki til en við sjáum hvað setur.
Athugasemdir
nafnið á lillunni sést þegar maður opnar myndirnar. Betra að breyta því ef það á ekki að fréttast
kk (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 13:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.