27.3.2009 | 12:05
Ra
Ra er í essinu sínu þessa stundina og í gærkveldi settist ég út í garð þegar ég kom heim og sat þar í 3 kortér og naut þess sem Ra bauð upp á. Það er að segja sólarinnar. Fékk mér 2 ískalda bjóra, setti upp sólgleraugun og stóð í þeirri trú að vorið væri komið. Held ég hafi jafnvel fengið smá lit í andlitið en það var nánast það eina sem var bert á mér, hitt var allt dúðað í flís og teppi.
Ef maður trúir nógu heitt getur maður sannfærst. Burtséð frá sannleikanum sjálfum. Það er jú fjandi kalt
Fæ að hafa eitthvað af barnabörnunum mínum aðra nótt og það er baaaara yndislegt. Amma ætlar að vísu að syngja í messu í Kristkirkju á sunnudagsmorgunn en við strákarnir horfum bara á barnaefnið á meðan eða förum með ömmu í kirkjuna.
Ætla mér að fara aftur á vit Ras þegar ég kem heim og skella kannski í örfáa ískalda Heineken (sem ég geymi n.b. úti ) og grilla svínakamb.
Já svei mér ef ég er ekki að komast í sumarskap ...
Athugasemdir
Trúarsannfæring mín dugar ekki til að fá mig út á pall með kaffi í bolla. Það er of mikill snjór til þess
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.