7.5.2009 | 12:07
Unaðsfagrir tónar og fyrsti flugufiskurinn
Ég fór í gærkveldi á tónleika Vox Feminae í Hafnarborg í Hafnarfirði og þvílíkur unaður ! Ég er til efins um að til sé flottari kvennakór í heiminum. Tilfinningin í söngnum er með eindæmum og allt sett upp á sjónrænan hátt til þess að áhorfendur geti lifað sig inn í sönginn. Arkitektinn að þessu samspili tóna og leiks og þessum tilfinningaþrungna söng er að sjálfsögðu Magga Pálma og það er afar grunnt í listamannin hjá henni. Jafnvel örgrunnt
Nokkrir kórfélagar sungu einsöng með kórnum og stóðu sig allar mjög vel en þó enginn eins vel og mín ektakvinna sem hreinlega fór á kostum í laginu Amarilla. Enda fékk ég hana ekki heim fyrr en um tvöleitið í nótt ennþá í þúsund fetum
Skrapp í Vífilstaðavatn í hádeginu í ca hálftíma í gær og viti menn. Ég náði í fyrsta flugufiskinn minn ca pund bleikju. Það er alltaf gott að vera búinn að taka fyrsta fiskinn
Athugasemdir
Til lukku með fiskinn.
Knúsaðu svo Önnu frá mér
Heiðar Birnir, 7.5.2009 kl. 13:43
eða öfugt ??
Addi (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.