13.10.2008 | 09:04
Fjölskyldubönd
Helgin var verulega fjölskylduvæn. Fengum börnin okkar og barnabörn í mat á laugardag, heimsóttum Pabba og Ernu og Jökull var hjá okkur á laugardagsnóttina.
Þannig þarf þetta einmitt að vera á þessum síðustu og verstu. Þýðir ekkert að leggjast í kör heldur takast á við hlutina með bjartsýni.
Væminn ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2008 | 16:51
Bank bank, who´s there ?
Það er mikið bankað á okkur Íslendingum þessa dagana og nú síðast voru það " vinir " okkar Bretar sem sögðu okkur stríð á hendur og flokkuðu okkur hryðjuverkamenn. Ég er ánægður að Guantanamo sé á Amerískri grund því ætla má að Don Brown og félagar væru mest til í að senda okkur þangað.
Mín vegna má herra Brown fara í lítið gat sem sem oft ber sama lit og nafnið hans ( gáta ).
Það er annars ótrúlegt hvað Sjallinn ætlar að verða okkur dýrkeyptur því þeir mega ekki opna á sér þver rifuna þá fer allt fjandans til og ef það eru ekki Bretar sem beina að okkur spjótunum þá eru það Rússar sem hóta okkur Gulaginu. SMÁ misskilningur milli Davíðs og Golíats og Árna dýra og Alistair Darling sem ekki ber nafn með rentu. Árni hins vegar ber nafn með rentu, Árni Dýri.
Einn ljós punktur í þessu er þó viðskiptaráðherrann okkar hann Björgvin. Þrátt fyrir að vera ungur og tiltölulega óreyndur þá stendur hann sig alveg með sóma drengurinn.
Það er ekki laust við að maður verði dasaður ef þessum endalausu harm fréttum en það hjálpar svo sem ekkert. Við eigum nú ýmislegt í handraðanum Íslendingar, vatnið, orkuna, fiskinn og lambið svo ekki sé talað um bjargvættinn hann Bubba sem ætlar að bjóða sig fram til þings og redda okkur.
Já, þetta er alls ekki svo svart
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 12:29
Stjórnarandstaðan
Ég fékk brilliant hugmynd ! Ég skil bara ekki af hverju engum hefur dottið þetta fyrr í hug.
Látum stjórnarandstöðuna stjórna landinu ! Þurfum bara að svissa þessu, stjórnarandstaðan stjórnar og stjórnin verður í andstöðunni.
Það gefur auga leið að það er langtum betra fyrir landið í heild þar sem stjórnarandstaðan veit alltaf miklu betur heldur en stjórnin hvernig á að gera hlutina. Veit alltaf mistökin sem stjórnin er að gera o.s.frv.
Þetta virðist meira að segja vera smitandi og fylgja bara þessu nafni, stjórnarandstaða því ég fæ ekki betur séð en Ingibjörg, Össur og co viti ekki sitt rjúkandi ráð núna en vissu alltaf betur þegar þau voru í stjórnar andstöðu.
Hjúkk, nú líður mér langtum betur eftir eilífar sprengjuárasir fjölmiðla á okkur Íslendinga.
Á morgun er ég að fara í árshátíðarferð með vinunni minni til Prag. Sem betur fer er verðlag þar mjög lágt og miðað við breytingar á krónunni, bæði þeirri íslensku svo og þeirri tékknesku þá ætti að vera ca jafndýrt að lifa þar og hér. Bjórinn er enn ódýr, kostar ca 200-250 stór. Það hins vegar verður verra eftir 2 vikur en þá er ég að fara í árshátíðarferð með vinnunni hennar Önnu. Til Köben nota bene !
Þar kostar stór bjór 55 danskar sem útleggst á því ástkæra ylhýra litlar 1.100 krónur !
Fyrir Dani kostar stór bjór á Íslandi 30 dkr þannig að ef einhver þarna úti heldur því fram að gengið sé bara eðlilegt núna þá .....
Ég held ég taki kassa af bjór með mér til Danmerkur ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2008 | 12:40
Ekki benda á mig
Það er alls ekki stjórnendum bankanna að kenna hvernig farið er fyrir bönkunum segir Forsætisráðherra vor. Það er alls ekki stjórnendum Glitnis að kenna hvernig farið er fyrir þeim banka. Nei, aldeilis ekki, það er utanaðkomandi öflum að kenna.
Utanaðkomandi aðilar hafa sem sagt fengið stjórnendur bankanna undanfarin ár til að:
- slá allt sem hreyfðist um lán til að fjármagna alls kyns kaup á alls kyns fyrirtækjum í öllum löndum.
- Halda uppi öllum flottu veitingstöðunum í miðbænum, klárandi alla bordeauxana, kampavínið og Kobe nautakjötið á hverju kvöldi.
- Vera með loftbrú eins og bandamenn í seinni heimstyrjöldinni frá Íslandi til meginlandsins fyrir allar boðsferðirnar handa sér viðskiptavinum.
- Halda uppi öllum gömlu erlendu úreltu hljómsveitunum og söngvurunum.
- Fylla öll veiðihús landsins af viðskiptavinum sínum og eðal vínum.
- Auglýsa svo mikið að allir auglýsingamenn hlógu að þeim. 100% dekkunn, ekki minna og tíðni upp á 20 í viku. Bara nógu helvíti oft og kaffæra svo þjóðina. Skiptir engu með kostnaðinn.
- Veita hvor öðrum miljarða starfslokasamninga.
- O.s.frv
Bíðið bara þangað til ég næ í skottið á þessum mönnum sem fylla herinn " utanaðkomandi öfl " Þeir ættu sko virkilega að skammast sín fyrir að fara svona illa með bankamennina okkar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2008 | 16:13
Norðlingafljótið
Ég á 2 veiðidaga í Norðlingafljóti n.k. sunnudag og mánudag ( 2 síðustu dagarnir þar ) með bestu vinum mínum. Búinn að hlakka ótrúlega mikið til enda glæsileg á og fullt af laxi í henni hefi ég heyrt.
Geðveikt !
Nema, ég kemst ekki þar sem ég þarf að skila hópverkefni í skólanum, æfa mig í powerpoint presentation um helgina og kynna verkefnið í tíma á mánudagsmorgni !
Alls ekki svo geðveikt, frekar svona ótrúlega fúlt.
Altént, stöngin mín er til sölu, kostar hvor dagur 12 þús og innifalið gisting hjá Steina. Ekkert mál að vera 2 á stöng :)
Hringiði bara í mig s: 821 6706.
Bloggar | Breytt 26.9.2008 kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2008 | 19:24
Krónan
Nýjasta verkefnið mitt í skólanum er að skoða lágvöruversðverlunina Krónuna ofaní kjölinn og þegar ég segi kjölin þá sko meina ég kjölinn. Það væri því ekki verra að fá frá ykkur comment um hvernig ykkar líkar við Krónuna, hvernig ykkur finnst að versla þar og muninn á henni og t.d. Bónus.
Var í sveitinni um helgina þar sem við í Víndeildinni áttum árangursríkan og góðan fund. Tókum svo morgun gæsaflug og negldum eina. Átum og drukkum líka ja dágóðan mat og vín. Skólinn í morgun, upplýsingaöflun um matvörumarkaðinn í dag, 2 kallar heima að reyna að setja upp ljósleiðarann og ég er svo í vinnunni að skrifa ritgerð. Fer svo á eftir á fund með nýja kórnum mínum en ég ásamt nokkrum félögum mínum erum að stofna oktett ( tvöfaldann kvartett ). Það verður æði því ég er náttúrulega í fríi frá Fóstbræðrum þennan veturinn. Keypti mér hefti með léttum lögum í kóraútsetningum eins og til dæmis Billy Joel, Bítlunum o.fl.
Að öðru leiti er bara rólegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2008 | 16:33
Sviti sviti, tár tár '''
Það er nóg að gera þessa dagana, var í skólanum í morgun, vinnunni í dag og þarf að lesa fullt og svo er ég að vinna hópverkefni mikið sem þarf að skila í næstu viku. í ofanálag er ég að fara í sveitina í fyrramálið og kem ekki aftur fyrr en á sunnudag en þá er fundur í háskóla hópnum mínum.
Er að fara í árlega fundaferð með víndeildinni í bústaðinn hans Eggerts.
góða helgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 12:32
Steinsmuga
Helgin var afskaplega næs og Brekkuskógur sérlega fallegur. eyddum helginni í að læra, ganga, í pottinum og elda góðan mat. Afar rólegt og gott.
Á mánudagskvöldið var ég kominn með verki í magann sem ágerðust og ég var heima í gær. Þetta endaði með geysisgosi, að vísu niður á við í gærkveldi og þrátt fyrir að ég sé kominn í vinnu treysti ég maganum ekkert alltof vel enn. Hálf slappur
Írisi og co fóru í gærmorgun til Tenerife í boði mömmu hennar sem verður fimmtug þar úti. Íris átti sjálf afmæli á laugardaginn og Andri Már átti afmæli í gær. Sjálfur er ég nýbúinn að eiga afmæli, þvílíkur herskari af meyjum . Við sjáum sem sagt lillana okkar ekki í 2 vikur.
Nóg að gera í skólanum og ég er að fara aftur í sveitina á föstudagsmorgun en þá förum við í víndeildinni okkar árlega fundatúr í sumarbústaðinn hans Eggerts.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2008 | 12:25
Sveitasæla
Ég fór á viktina í morgun í sundinu og var aðeins 71,5 kg þrátt fyrir að vera búinn að vera með útlending í hemsókn borðandi góðan mat, drekkandi góð vín og bjór. Var um 73 kg í síðustu viku og ætli þetta sé ekki bara álagið sem fylgir því að vera í fullri vinnu, námi og svo 3 daga með útlending . Tók því rólega í gærkveldi og er fír og flamme núna
Við erum sem sagt að fara í sveitina, nánar tiltekið í sumarbústað í Brekkuskógi. Með heitum potti og alles. Ég þarf að nota helgina til að gera verkefni sem ég þarf að skila af mér á mánudagsmorguninn og tek með mér lappann. Þetta verður því öðruvísi ferð og Anna ætlar að taka myndir og nótur til að raða. Gæti svo sem alveg farið svo að bestu vinir okkar verði í næsta bústað en það er í fínu lagi því ég hef alltaf afdrep í okkar bústað. Sæki svo bara fjörið hinum megin
Fer í Sushismiðjuna á eftir og næ mér í sushibakka til að taka með mér. Sushi og hvítvín þegar við komum í kvöld, jömmí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2008 | 12:33
Yndæl helgi
Þvílík róleg og góð helgi að baki. Við fengum lillana henar Íisar til okkar á föstudagskvöldið og þeir sv´fu hjá ömmu og afa. Við bjuggumst svo sem ekki við að sofa mikið en það gerði ekkert til því við hefðum helægina til að jafna okkur á því. En það varð nú aldeilis ekki raunin því Úlfar Freyr svaf frá 9 um kvöldið til 7 á laugardagsmorguninn. mér skilst að þaðsé met hjá honum og ekki laust við að foreldrarnir væru abbó Jökull vaknaði að vísu kl. 6 um morguninn enda skelfingu lostinn að missa f morgunefninu í sjánvarpinu. Það var yndilsgt að hafa þá hjá okkur, hafragrautur , egg og lýsi í morgunmat. Fastir liðir eins og venjulega.
Tók svo sunnudaginn í að lesa stóru bókina með 800 blaðsíðunum ....
Ég á að gera einstaklingsverkefni í brand audit og skila eftir viku. Ég valdi að gamni Suzuki Grand vitara jeppann og ég væri verulega þakklátur ef þið, lesendur góðir nenntuð að svar eftirfarandi spurningum:
- - Þekkir þú þetta vörumerki ?
- - Fyrir hvern er þessi bíll aðallega ?
- - Ef þið hafið séð auglýsingarnar með Sveppa, finnst ykkur þær góðar eða slæmar ?
- - Á kvarðanum 1-10 hvaða gæðaímynd hefur þessi jeppi í huga ykkar ?
Þetta er svona óformleg, óvísindaleg könnun en getur gefið vísbendingar.
Útlendur að koam til landsins í dag, Michael frá Erdinger í Þýskalandi. Það þýðir víst lítill lærdómur næstu 2 kvöld ....meira um drykkju ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)