5.9.2008 | 12:37
Back to school
Ekki hefði ég trúað því hversu gaman er að vera kominn aftur í skóla. Markaðssamskipti og vörumerkjastjórnun eru náttúrulega mjög skemmtileg fög en bókin sem fylgir þessu ( 700 bls á ensku og það er bara fyrir þennan mánuð ! ) er töluvert torf. Ekki bara nóg að lesa hana eins og allar ensku kiljurnar sem ég hef lagt af velli heldur þarf maður að skilja innihaldið líka. Töff.
Nú hins vegar er maður orðinn óþolandi því nú er ekki lengur til matvara, bílar, bankar o.s.frv. heldur einungis mismunandi vörumerki, mismunandi brönd. Núna tekur hálftíma lengur að kaupa í matinn því ég er náttúrulega alltaf að stúdera bröndin sem boðið er upp á. Fylgjast með fólkinu sem er að kaupa bröndin og atferli þeirra. Er Homeblest meira svona miðaldra kona eða ungur gæi sem er snöggur að versla ? Ég bara spyr ...
Það er einungis tímaspursmál hvenær fólk fer að hringja í lögregluna og segja þeim frá grunsamlegum manni sem fylgist með þeim við innkaupin.
Talandi um vörumerki. ég þarf að kaupa rakvélablöð í Gilette rakvélina mína sem ætti að vera einfalt mál. En það er aldeilis ekkert einfalt því þeir eru alltaf að skipta um vélar og það stendur ekki á vélinni ( skaftinu ) sem ég er með hvað gerð af hausum ég á að kaupa. Núna í hádeginu þegar ég var að kaupa mér Gríms plokkfisk, já og talandi um hann ..nei sleppi því, þá sá ég nýja gerð af Gilette rakvél ( skafti, þetta er náttúrulega engin vél lengur ) sem hét því æðislega nafni " fusion ". Örugglega algjört must have, bara verð að kaupa hana. Held meira að segja að Tiger Woods, Beckham o.fl. noti hana. Ég veit hins vegar alveg hvað næsta vél frá Gilette mun heita:
Gilette confusion !
Búinn með plokkfiskinn minn og góða helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2008 | 08:51
Góða kvöldið
Já góða kvöldið var í gær því við áttum yndislega stund með Steina og Siggu H. borðuðum góðan mat og sérlega gott hvítvín með, chablish frá Olivier Leflaive: http://rjc.is/web/?group=2032&parent=
Andri og Erla kíktu við með afmælisgjöf og veðrið var svo ótrúlegt að loginn á kerti sem var úti í garði haggaðist ekki allt kvöldið.
Jökull hringdi í afa og söng fyrir hann afmælissönginn og gott ef Úlfar litli var ekki að reyna að syngja með í bakgrunninum.
Í útvarpinu í morgun var verið að tala um karl versus kven ökumenn og sýndist mönnum að ekki væri hægt að gera upp á milli þeirra, væri bara misjafn sauður í hverju fé. Ó mæ god, ég ætla nú bara að steinhalda kjafta og koma mér ekki í vandræði ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.9.2008 | 10:21
Afmæli
Við tvíbbarnir, ég og Guðrún eigum afmæli í dag. Ég set hér inn mynd af okkur þegar við áttum 50 ára afmæli.
Hún er kannski ekki skýr myndin en ef vel er að gáð má sjá hversu ótrúlega ungleg við erum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.9.2008 | 16:58
Óbyggðirnar kalla
Átti þvílíkt æðislega helgi og það var ekki bara af því að Anna fór norður með kórnum sínum Ónei.
Andri og Erla komu heim á föstudaginn og voru hjá okkur um helgina. Ég fór í ræktina á laugardag og eldaði dýrindismáltíð handa týnda syninum og spúsu um kvöldið. Lambaskankar a la Italía. Fór svo eldsnemma af stað á sunnudagsmorguninn með Helga og Mumma vinum mínum upp á hálendi, nánar tiltekið alla leið upp á Arnarvatnsheiði !
Fórum þangað með veiðigræjurnar og vorum að veiða í Austurá, silungasvæðinu. Helgi er nýbúinn að kaupa næstum helminginn af Arnarvatnsheiði og þarna vorum við í þvílíku veðri, veiðandi í þvílíkri á fáandi þvílíkt fallega urriða. Þetta var æðislegt en mikið var maður þreyttur þegar heim var komið um kvöldið enda höfðum við gengið okkur upp undir hendur.
Fór svo í skólann í morgun í fyrsta skiptið og það var bara ótrúlega gaman. Úti skín sólin og 18°hiti.
jibbí !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2008 | 09:16
Nöldurseggir
Var að hlusta á Reykjavík síðdegis í gær þar sem menn voru að hringja inn og tjá sig um hin ýmsu mál. Og þvílíkt nöldur segi ég nú bara, það virðist alltaf vera hægt að að finna eitthvað neikvætt um öll mál.
T.d. orðuveitingarnar til handboltalandsliðsins. Nú eru menn að velta sér upp úr því að aðstoðarfólk landsliðsins hefðu líka átt að fá fálkaorðuna fyrir þeirra hlut í silfrinu. Er ekki allt í lagi spyr ég ? Ekki kannast ég við að aðstoðarfólk þeirra sem fengið hafa fálkaorðuna hingað til hafi líka fengið hana fyrir hjálpina. Ekki man ég eftir því að þegar Magga Pálma fékk orðuna að einhverjir aðrir sem staðið hafa henni við hlið gegnum súrt og sætt hafi fengið orðuna. Einn sem hringdi inn klikkti út með því að halda því fram að hugsanlega hefður strákarnir okkar ekki náð svona langt ef sjúkranuddarinn hefði ekki nuddað þá svona vel. Kannski hefði Dorit átt að fá fálkaorðuna fyrir að nudda Loga svona vel !
Ennfremur voru menn að hringja inn út af veiðiboðsferðum opinberra starfsmanna og fannst lítið mál þó þeir þiggðu eina og eina ferð. Það var enginn að velta fyrir sér af hverju var verið að bjóða þeim í slíkar ferðar. Ástæðan er einföld, þetta er fjárfesting sem ætlað er að skila arði. Með því að bjóða opinberum starfsmanni í veiðiferð eða annað þá ertu að reyna hafa áhrif á ákvörðunartöku hans. Það hlítur hver einasti maður að sjá. Það er ekki verið að borga mörg hundruð þúsund undir rassinn á þeim að því að þeir eru svo góðir strákar. Eða hvað ? Ég held að það liggi í hlutarins eðli að opinberir starfsmenn eigi ekki undir nokkrum kringumstæðum að þiggja slíkar mútur. Punktur basta.
Verum jákvæð, elskum alla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2008 | 14:34
GAS, GAS !
Ég er einn af þeim sem hef mikla samúð með lögreglumönnum og skil vel hversu erfitt vinnuumhverfi þeirra er með allt þetta viðringarleysi sem til staðar er í dag. Skildi meira að segja þeirra sjónarmið þegar þeir gösuðu flutningabílstjórana upp við Rauðavatn ekki alls fyrir löngu. Samúð minni er þó takmörkun sett.
Nú virðist lögreglan ætla að láta kné fylgja kviði og eltast við venjulega vörugflutningabílstjóra um allan miðbæinn. Menn sem eru að reyna að sinna starfi sínu við að koma alls kyns vöru til fyritækja í miðbænum og er vorkunn að gera slíkt vegna þrengsla þar. Auðvitað þurfa þeir stundum að beygja lögin til að klára sína vinnu og ég hef lítið orðið var við að þetta setji allt á annan endann í miðbænum.
En nei, nú eru þeir orðnir glæpamenn og lögreglan eyðir dýrmætum tíma sínum í að knésetja þá og hóta þeim. Eltast við þá um alla borgina. Það gefur auga leið að það klárast aldrei að keyra út vöru á þeim tíma sem lög og reglugerðir segja til um. Það tekur tíma á morgnana að taka til vöru og margir panta seint og opna seint.
Miðað við allt talið um fækkun lögreglumanna í miðbænum og flótta þeirra úr stéttinni væri þá ekki ráð að setja markið aðeins hærra og fara að sinna alvöru glæpamálum.
Ekki fer nú minna í taugarnar á mér þegar lögreglan eyðir tíma sínum í að telja útiborð veitingahúsa, banna að selja dósabjór úti á stórum helgum eins og Gaypride og Menningarnótt og líta á það sem einn mesta glæp veraldar að fara með bjórglasið sitt út til að reykja.
Samúð mín, sem ekki er í minni kantinum, með lögreglunni fer fljótt þverrandi þegar ég verð vitni að slíku bulli.
" It´s a gas " segi ég nú bara og tek undir með Pink Floyd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2008 | 12:01
Undskyld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2008 | 12:23
Fríið búið
Hingað og ekki lengra, nú er líkamsræktarfríið búið. Nú skal tekið á því !
Við erum búin að vera óhemjulöt í ræktinni í sumar og undanfarið farið í mesta lagi einu sinni í viku. Þetta veldur sleni og doða og teigir sig út í alla líkamsparta. Við sumsagt vorum mætt í Hreyfingu kl. 7 í morgun og tókum á því í rúman klukkutíma. Svitinn rann sem aldreigi fyrr og á eftir var bara sæla. Nú stíla ég inn á að fara amk 3svar sinnum í ræktina í viku og hlaupa úti ca 2svar líka. Var að kaupa mér nýja Asics hlaupaskó af bestu gerð og stefni á hálfmaraþon eftir ár.
Það voru reyndar mjög fáir í ræktinni og vafalítið eru allir sama sinnis, það er svo erfitt að stunda inni líkamsrækt á sumrin.
Anna er að fara á hóla í Hjaltadal næstu helgi með kórnum sínum og ég er að velta fyrir mér að fara í einhverja veiði. Veit svo sem ekki enn hvert né með hverjum en það kemur í ljós. Andri og
Erla eru að koma suður for good á föstudag og fá íbúðina sem þau leigja afhenta á mánudag. Ætla að gista hjá okkur um helgina og kannski verða þau bara ein í húsinu. Það verður gaman að hitta þau og sjá litlu sætu kúluna sem Erla er komin með
Svo byrjar skólinn hjá mér eftir helgi ...hjúkk ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2008 | 12:59
Menning
Við hjónakornin brögðuðum á margs konar menningu um helgina. Á föstudaginn var þreitumenning til staðar og eftir mexíkóska veislu a la Anna Birgitta þá held ég að við höfum verið komin inn í rúm upp úr kl. 10
Á laugardagsmorgni tók við hin sívinsæla þrifmenning og var skúrað og þrifið út að dyrum. Upp úr hádegi tók svo við Menningar"nótt" en við ákváðum þrátt fyrir rysjótt veður að fara niður í bæ. Lögðum bílnum uppi á Vitastíg og gengum niður í Ráðhús þar sem við hlustuðum á Léttsveit Suðurnesja, frábæra hljómsveit. Á leiðinni niður Skólavörðustíginn fengum við aldeilis að kynnast rigningarmenningu eins og hún gerist best því það rigndi eins og helt væri úr fötu. Biðum undir skyggni meðan fólk á kanóum og árabátum liðu fram hjá. Gott ef ég sá ekki Örkina hans Nóa ..
Gengum svo aftur upp Laugarveginn en fengum fljótlega nóg af þessari menningu og vorum komin heim fyrir kl. 16.00
Þurkuðum okkur og klæddum í okkar fínasta skart því nú skildi haldið í 50tugs afmæli hjá Önnu Stellu upp við Elliðavatn í sveitamenninguna. Þar tók við þvílíkt stuð að þrátt fyrir að afmælið ætti að vera milli 17 og 19 þá fórum við ekki heim fyrr en um kl. 23 um kvöldið. Sem betur fer skutlaði Rannveig vinkona okkur heim því það hefur örugglega verið erfitt að fá bíl. Þrátt fyrir að undirritaður væri í miklu stuði og til í að skella sér niður í bæ á leigubíl þá tók skynsemin ( Anna ) völdin og við héldum okkur heima. Einhverjir fóru víst niður í bæ og komu heim undir morgun Stuðmenningin lét sem sagt ekki að sér hæða.Skellti magnum flösku af vintage kampavíni inn í ísskáp og var búinn að bjóða bestu vinum mínum að koma og fá sér daginn eftir ef ...
Vöknuðum eldsnemma til að horfa á leikinn og eftir hann setti ég kampavínið aftur inn í skáp, bíður betri tíma. Þar fékk íþróttamenningin sinn skerf.
Enduðum svo för okkar um hina ýmsu menningaheima með því að gera göngumenningu hátt undir höfði og gengum við heiman frá okkur alla leið upp í Elliðavatn. Til að sækja bílinn að venju. Tók einn og hálfan tíma og tók í.
Þannig var nú menningarhelgi Adda og Önnu Birgittu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2008 | 13:54
Fóbían rofin !

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)