Áfram Ísland !

Sorrí, en ég ætla að láta slag standa og horfa á leikinn ! sérstaklega eftir að Íris dóttir mín horfði á siðasta leik og hann vannst. Í guðanna bænum ekki samt kenna mér um ef við töpum Frown

Er að fara vakna eldsnemma til að syngja fyrir Glitni í upphafi maraþons kl. 8.45 ! Síðan tvisvar í viðbót. Og ég sem ætlaði að sofa út .....

Förum svo í fimmtugs afmæli kl. 17 á morgun upp við Elliðavatn og ég vona að við missum ekki alveg af miðbæjarmenningunni.


Fóbía

Þegar ég var yngri, mun yngri þá var ég með alls kyns fóbíur. Ég mátti ekki stíga á strik í gangstéttinni, þurfti að kveikja og slökkva ljós morgum sinnum í hvert skipti o.s.frv. Mér finnst enn eins og fjölskylda mín horfi á mig hornauga út af þessu ...Errm Ég hef sem betur fer losað mig við þennan óþolandi kvilla en burðast þó enn með eina fóbíu.

Ég trúi því nefnilega að ef ég horfi á hanboltalandsliðið okkar keppa leik á stórmóti þá tapi þeir ! Þetta byrjaði í einhverju stórmótinu með því að ef ég var horfa þá fór allt úrskeiðis hjá landsliðinu og ef ég horfði ekki þá gekk allt vel. Meira að segja hvað svo ramt að þessu að það skipti máli hvort ég skrapp á klósett eða að ná mér í bjór, gengið breyttist. Ég man eftir að Andri var farinn að reka mig út úr herberginu með harðri hendi ef það var slíkur leikur í gangi.

Þess vegna hef ég ekki horft á neinn leik undanfarið þó mér hafi virkilega langað til og nú eru góð ráð dýr. Mig langar nefnilega svo rosalega að sjá leikinn á morgun á móti Spánverjum og þó ég viti að þetta er bara asnaleg fóbía þá veit ég líka að ef ég horfi á hann eins og karlmaður og þeir tapa get ég aldrei verið fullviss um að það hafi ekki verið mér að kenna Crying

Að horfa eða horfa ekki, þarna er efinn. Ætli þetta endi ekki á því að ég verð eini Íslendingurinn ráfandi um göturnar bíðandi milli vonar og ótta eftir að leikurinn sé búinn. Það eru miklar byrgðar lagðar á herðar mér. Eða eins og Hamlet svo meistaralega orðaði raunir mínar:

To be, or not to be, that is the Question:
Whether 'tis Nobler in the minde to suffer
The Slings and Arrowes of outragious Fortune,
Or to take Armes against a Sea of troubles,
And by opposing end them: to dye, to sleepe
No more; and by a sleepe, to say we end
The Heart-ake, and the thousand Naturall shockes
That Flesh is heyre too?

Hristispjót.

 


Jakob Frímann og eymingjarnir

Nýráðinn framkvæmdarstjóri miðborgarmála, stuðmaðurinn Jakob Frímann er strax farinn að láta til sín taka á vettfangi miðbæjarmála. nú datt honum í hug það snjallræði að setja bara upp einhverja hafnarkrá í útjaðri Reykjavíkur sem hýsa á fyllibyttur miðbæjarins. Í einu vetfangi að losna við skrílinn sem drekkur allt of mikið úr miðbænum. Frábært ! Að vísu á eftir að heimfæra hugmyndina aðeins eins og t.d. hver á að reka þessa hafnarkrá og ekki síður hvernig á að fá þessa óyndimenn til að mæta einmitt á þessa krá en ekki aðra.  Það má sjá fyrir sér alls kyns lausnir á því:

- selja landa á staðnum á lægra verði

- selja bjórlíki í stað venjulegs bjór, þeim er jú nokk sama hvað þeir drekka

- vera með hljómsveitirnar Óðmenn og Misyndismenn á kvöldin

Nú eða nota sömu aðferð og notuð var í Sundhöllinni í gamla daga, þeir sem eru með rauð bönd mega einungis drekka á þessari krá en ekki öðrum. Rauð bönd, upp úr miðbænum !

Ef þetta gengur vel má alveg sjá fyrir sér að hugmyndin verði útfærð á aðra sjúklinga. T.d. fatlaðir megi einungis eiga heima í Mosfellsbæ, geðfatlaðir einungis halda sig á Krísuvíkurleiðinni o.s.frv.

Þetta eru jú allt saman sjúklingar, ekki satt Jakob Frímann ?

Miðbærinn verður þá bara fyrir heilbrigða, fyrir Aría .....


Veislan mikla

Fórum á föstudag austur fyrir fjall til að borða á fjöruborðinu. Anna kom mér á óvart þegar Mummi og Sigga bönkuðu upp á rétt áður en við lögðum í hann og þau komu með. Áttum yndislega stund saman.

Fórum svo daginn eftir að hitta ættingja Önnu í Grindavík og var gaman að sjá gömul andlit þar.

Vorum svo mætt í matarboð hjá Birki en víndeildin var að gera sér glaðan dag. Og þvílík veisla. Eggert var með fiskisúpu í forrétt sem hann var búinn að dútla við í yfir sólarhring og Birkir var með fitusnauðar lambalundir með alls kyns meðlæti og með þessu öllu drukkum við þvílík vín að það hálfa væri nóg.

Sunnudagurinn leið svo í óminnishegra og sjaldan eða aldrei höfum við verið svona löt. Gengum þó seinnipartinn til Birkis niður á Laugarnesveg til að sækja bílinn. Úff Sick

Mikið væri gaman að eiga svona eina rólega helgi .....


Brúðkaupsafmæli

Í dag eigum við gömlu 16 ára brúðkaupsafmæli. Ótrúlegt hvað við höldum alltaf hamingjunni og það er óhugsandi að hugsa sér betri konu en Önnu. Setti hér mynd af okkur eins og við lítum út núna.

Ætlum að fara á Stokkseyrarbakka eftir vinnu, ganga svolítið í fjörunni og fá okkur humarsúpu. Halda svo til Hveragerðis og taka þátt í blómadögum þar. Að sjálfsögðu datt mér þetta allt í hug.

Ámorgun er svo fjölskyldusamkoma í ættina hans Bóasar tengdapabba í Grindavík og seinna um kvöldið hittist svo víndeildin heima hjá Birki til að borða góðan mat og hugsanlega enn betri vín.

Sunnudagurinn er óráðinn .......


Hlaupastíllinn minn

Er að fara á námskeið á eftir í hlaupastíl bílifornot. Það er svo sem endilega það að ég sé með einhvern asnalegan stíl heldur er verið að kenna nýjan hlaupastíl sem reynir minna á liðamótin og léttir manni hlaupið. Hægt er að lesa meira um þessi námskeið á www.smartmotion.is. Það er vinur minn hann Smári Jósafats sem er með þessi námskeið. Svo er það bara hálfmaraþon á næsta ári ....

Ég hefi ákveðið að segja sem minnst um farsann í borgarstjórnarmálunum .... veit það bara að samfylkingin á eftir að koma út úr þessu öllu sem alger sigurvegari.

 


Núllaði

Kominn heim úr veiðitúrnum sem ég er búinn að bíða eftir í allt sumar og veiddi engan lax Frown. Eftir situr ægifögur náttúra Fnjóskárdalsins og góður félagskapur. Áin er erfið yfirferðar, tvíhenda nánast alls staðar, mikil yfirferð og því mikil þreyta á eftir.

En, bara yndislegt Smile


Fellur alltaf eitthvað til

Ekki var það nú svo að ég gæti í rólegheitum lesið veiðistaðalýsingar því okkur var boðið í mat til Pabba og Ernu í Fagrahvamminn í Hafnarfirði. Þar hittum við líka Haddý og Bjarna og Beggu og Guðjón. Borðuðum góðan mat og áttum yndislega stund saman. 

Er orðinn frekar spenntur fyrir morgundeginum en við förum af stað eftir vinnu og gistum á Óðalssetrinu hans Guðbjörns á Hvammstanga.

Norðurland hér kem ég.

Anna er hins vegar að fara á Clapton í kvöld með Maríu Björk, Siggu H, Eyrúnu og Hólmari og ætlar svo að keyra norður á Sauðárkrók og dvelja þar með Maríu fram á mánudag.

Það er því fjörug helgi fram undan,,, aldrei þessu vant Shocking

Góða helgi.


Tónleikum frestað

Var að frétta að tónleikum Auðar Gunnarsdóttur í Stykkishólmkirkju er frestað um óákveðinn tíma. Þar fór annar faraldsfóturinn fyrir lítið ....

Hvur fjandann á maður þá að gera í kvöld ???

Týnist eitthvað til, kannski bara lesa og læra veiðistaðalýsingar úr Fnjóská ?


Á faraldsfæti

Serkennilegt orð, faraldsfæti. Finnst eins og maður sé á barmi einhvers faralds ...

Jæja hvað með það, fór í veiðigræjurnar í gærkveldi og nú er allt tilbúið fyrir veiðitúrinn. Pakkað og klárt nema ég á eftir að sækja eitthvað af maðki í dag því hann verður jú að vera með ef veiðistaðir eru þannig. Höldum norður á bóginn eftir vinnu á morgun, veit ekki hversu langt og gistum á leiðinni. Helst myndi ég vilja fara alla leið til Akureyrar og gista þar því þá er svo stutt í Fnjóskána. Það er hins vegar mjög erfitt og dýrt að fá gistingu á Akureyri þessa helgi sökum fiskidaga á Dalvík og Handverkssýningar Eyjafjarðar. Auglýsi hér með eftir ókeypis gistingu fyrir mig og Steina Smile

Í kvöld verðum við Anna líka á þessum blessaða faraldsfæti því við ætlum að skella okkur í Stykkishólm og hlusta á eina af okkar fremst söngdívum syngja en Auður Gunnarsdóttir sópran er með einsöngs tónleika í Stykkishólmskirkju í kvöld.  Hér kemur mynd af henni en hún var kennarinn hennar Önnu s.l. vetur.

auður gunnarsdóttir litil.jpg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband