6.8.2008 | 09:53
Rólegt
Það var mjög rólegt í gærkveldi svo rólegt að Anna sofnaði fyrir framan sjónvarpið og ég hreinlega gleymdi að kanna veiðigræjurnar mínar fyrir næstu helgi en fór þess í stað að lesa Vetrarborgina eftir Arnald. Stundum er bara gott að hafa það svona rólegt og náðugt. Z Z Z Z Z Z
Er að fara í minn aðal laxveiðitúr næstu helgi í Fnjóská með bestu vinum mínum. Æði !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2008 | 10:15
Helgin laaaanga
Ótrúlega löng helgi að baki, svo löng að ég man svei mér ekki hvað ég var að gera á föstudaginn. Eitthvað hlít ég samt að hafa hitt Ingu, Hjálmar og Siggu H því daginn eftir á laugardeginum vorum við búin að ákveð að ganga á Keili.
Þegar upp var staðið fórum við bara 3 saman þ.e. Ég, Anna og Inga. Hin fundu sér einhverjar afsakanir ..
Það var ótrúlega gaman að ganga á Keili því ég var búinn að heyra ýmsar sögur um það. Leiðin þangað var að vísu erfið bílnum mínum og illa merkt en ég komst þó að lokum á leiðarenda. Fyrst var töluverð ganga gegnum úfið hraunið sem mér fannst skemmtilegt og síðan á brattan og engan smá bratta. Töluverð lausamöl var á leiðinni en ferðin gekk vel hjá okkur öllum. Skrifuðum í gestabókina þegar á toppinn var komið. Það var mjög gaman að fara niður enda leyfði ég mér að valhoppa hálfa leiðina niður. Ég er enn með harðsperrur í framanverðum lærunum eftir þessa göngu og ótrúlegt en satt, hvorki Anna né Inga fengu harðsperrur. Ég er búinn að vera velta þessu fyrir mér fram og til baka enda karlmennsku ímynd mín beðið mikla hnekki. Í morgun í heita pottinum fattaði ég ástæðuna, þetta liggur í augum uppi. Þær vinkonur eru vanar að ganga um á háhæluðum skóm sem er sama stelling fyrir fótinn eins og þú sért að ganga niður fjall. Þær voru sem sagt vanar. Hjúkk, ég er kannski ekki aumingi eftir allt
Keyptum í matinn á heimleiðinni og slógum upp þvílíkri grill, palla/heitapotts veislu og Hjálmar og Sigga fengu að vera með þó þau hafi ekki gengið á Keili ... Steini kom líka beint úr veiðitúrnum í Vatnsdalsánni ( sem ég átti að vera í ) og upphófst nú mikið fjör. Það var dansað tjúttað og tætt. Það var sungið og mat á sig bætt. Það var drukkið og síðan farið í partí til Mæju og Nonna í Hafnarfirðinum. Þetta var bara alveg eins og í gamla daga ...
Svo reis upp sunnudagur skír og fagur og við fórum í göngutúr. Til Ingu og Hjálmars til að sækja bílinn og fjaðrirnar sem við höfðum reytt af okkur. Fórum svo og keyptum í matinn og síðan heim að þrífa örlítið og undirbúa svo matarboð sem við vorum með um kvöldið. Fengum Völu og Sigga vini okkar með og ég var með kjúklingabringur fylltar með mozarella og parmaskinku sem ég velti upp úr eggi, hveiti og raspi. Í forrétt var laxakaka sem ég fékk hjá Ingu vinkonu minni. Eftirrétturinn var síðan ferskju-súkkulaðikaka a la Nigella og Anna gella. Þessu öllu var skolað niður með Amayna Sauvignon Blanc, Chanson Pinot Noir og sætvíni. Drukkum frábæran fordrykk, Billecart-Salmon Brut Rosé kampavín.
Síðan kom mánudagur og það var ákveðið strax að þetta yrði áfengislaus dagur. Sóttum lillana okkar til Írisar og fórum í heimsókn til Völu og Sigga en þau voru að flytja í gamalt hús í Hafnarfirði sem þau eru búin að vera gera upp undanfarið. Glæsilegt hús og garðurinn, mæ ó mæ. Það lá við að við þyrftum sveðju til að komast í gegnum hann. Þvílíkur gróður og ýmislegt sem ég hafði aldrei séð áður og hélt að yxi bara í Afríku. Hefði ekki orðið hissa þó ég hefði séð gíraffa bregða þar fyrir ..
Fórum svo í mat til Írisar og Óskars, ljúffengt grillað kindafillet með öllu tilheyrandi. Sódavatn með sem betur fer.
Að öðru leiti var þetta bara róleg helgi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2008 | 09:59
Útivera
Þegar ér kom heim úr vinnu í gær fékk ég mér afgang af kjúklingi þar sem Anna var að fara hitta vinkonur sínar. Svo tók ég mig til og smellti mér í veiðiátfittið og renndi í Vífilsstaðavatn. Það er mikil gróður kominn upp í vatninu og kannski lítið hægt að veiða en það var samt dásamleg tilfinning að vera í náttúrunni einn með sjálfum sér, fjarri heimsins glaumi.
Var með þristinn minn með mér ( létt flugustöng ) en þetta var ekki minn veiðidagur, allt gekk á afturfótunum. Taumurinn flæktist þrisvar og ég þurfti því að skipta þrisvar um taum. Loopan slitnaði líka og þegar ég var að fara í land til að skipta einu sinni um taum steig ég ofan á línuna sjálfa og hún slitnaði líka, fóru örugglega 3-4 metrar af henni fyrir lítið. Á þeim tímapunkti ákvað ég að nóg væri komið og var kominn heim um kl. 21.30.
Hitti svo einn veiðimann sem var að koma þegar ég var að fara og hann hafði verið í Þingvallavatni deginum áður í 30°hita og veiddi 10 bleikjur frá pundi upp í 3,5 pund ! Getur það verið eitthvað betra ?
Svaf ótrúlega vel í alla nótt og þakka það verunni í náttúrunni. Fátt kemur í staðinn fyrir það.
Hafið það æðislegt um Verslunarmannahelgina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.7.2008 | 11:32
Vinir
Þegar við komum heim í gær þá vorum við búin að ákveða að fara að hjóla og ætluðum niður í Nauthólsvík. Um það bil að við vorum að leggja af stað þá hringdi Inga Klemma til að bjóða okkur í pallastuð, heitan pott og grill. Við skelltum rauðvíni og bjór í bakpoka og hjóluðum til þeirra.
Síðan komu Sigga H og Addý með viltan lax sem ég flakaði og síðan var hann kryddaður með Teriaki sósu og grillaður sem forréttur. Grillað lambalæri í aðalrétt, 2 hvítvín og 2 rauðvín með og þetta varð heljarinnar skemmtileg veisla. Hjóluðum til baka þegar klukkan nálgaðist 12 ...
Sem leiðir hugann að því hvað það er æðislegt að eiga slíka vini. Við erum lukkunar pamfílar.
Er að spá í að fara aðeins að veiða í kvöld eftir vinnu, kannski í Kleifarvatn.
Held við séum búin að ákveða að vera bara heima næstu helgi og ganga þá jafnvel á fjöll. Langar að ganga á Keilir og jafnvel að fara í göngu um Reykjanesið á sunnudag. Allir velkomnir með ..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.7.2008 | 10:18
Tarzan
Ég var eins og alvöru Tarzan í gær í frumskóginum úti í garði, klippandi tré og runna á báða bóga og svo kom Jane á eftir mér og snyrti til. Garðurinn lítur ansi vel út og bíður bara eftir því að við höldum alvöru garðpartí. Hver veit, kannski verður það um helgina því veðrið breytist í veðurkortunum á klukkutíma fresti.
Þeir sem vilja koma í garðpartí til okkar ef af verður, látið heyra í ykkur hér að neðan ! Uppá palli, út í garði upp á dekki, vonandi skemmtið ykkur vel ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.7.2008 | 16:42
Stórslys !
Var að hlusta á Reykjavík síðdegis á Bylgjunni áðan þar sem hlustendur fengu að hringja inn út af hugsanlegri málsókn Árna Johnsen á hendur Agnesi blaðamanni fyrir ummæli hennar í útvarpi. Hún kallaði hann sórslys og þorði því að segja sem flestir þeir sem ég þekkja vilja segja um Árna. Ég þori náttúrulega ekki að kalla hann slíku nafni af ótta við að hann lesi þetta og sæki mig líka til saka.
Stórslys ? Hvað er maðurinn búinn að gera. Hann rændi og ruplaði íslenskan almenning og laug fram í rauðan dauðann til að sleppa við ákæru og tautaði svo eins og Galileo forðum þegar hann fékk dóminn, " en hún snýst nú samt, æran mín ". Enda var það næsta hneyksli þegar Sjálfstæðisflokkurinn sneri málinu við og veitti honum uppreista æru til þess eins að geta aftur boðið sig fram til embættis. Má ekki milli sjá hvor er spiltari þar ÁJ eða Sjallinn. Svo er nú ekki eins og hann hafi sýnt iðrun og yfirbót, nei aldeilis ekki því í öðru hverju orði er hann að reyna sýna sitt saklausa andlit með yfirlýsingum eins og " tæknivilla " o.s.frv.
Svo er stórmennið, karlmaðurinn sjálfur hálfgerð kerling inn við beinið sem þolir ekki að það sé talað um sig á neikvæðan hátt og ætlar í mál vegna þess, á sama tíma og hann er að skíta út mann og annan í blöðunum þannig að þeir ætla í mál við hann.( Það má lesa um þetta hér ef fleiri en Árni eru búnir að gleyma þessu:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/04/26/aetlar_ad_kaera_arna_johnsen/
Hann má en ekki Agnes.
Agnes er ótrúlega skemmtilegur og lifandi blaðamaður sem þorir að segja hlutina eins og þeir eru.
Ég er hálfur Vestmannaeyingur og ég skammast mín ótrúlega mikið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2008 | 13:03
Svarti riddarinn
Já gömlu fóru í bíó í annað sinn á stuttum tíma. Núna var það enginn annar en Leðurblökumaðurinn, Batman sjálfur í öllu sínu veldi. Verulega vel gerð mynd en allt of ofbeldisfull fyrir minn smekk. Vantaði léttan húmorinn því þetta er jú bara grín, er það ekki ? Og svo var hún náttúrulega eins og margar myndir nú til dags of löng. Anna sofnaði tvisvar ...
Þvílíkt veður úti, yfir 20 stig og sól og á bara eftir að batna fram á morgundaginn. Nú verður ráðist í að trimma trén í garðinum og minnka stóra tréð í endanum, það er farið að skyggja á sólina. Bjór á kantinum á meðan ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2008 | 09:48
Fyrsta tjaldútilegan
Loksins, loksins tjölduðum við með pompi og prakt. Renndum af stað seinni part föstudags með skottið fullt af viðlegubúnaði og héldum sem leið lá vestur á Snæfellsnes. Töluverð umferð á leiðinni og þegar komið var á nesið þá var Kári farinn að láta til sín taka og varla stætt á Vegamótum þar sem Anna þurfti að pissa fyrsta bjórnum. Ákváðum því að renna okkur yfir til Ólafsvíkur og leita fanga norðan megin. Vissum að það þýddi ekkert að fara á Grundafjörð enda Grundarfjarðardagar þar í gangi og allt fullt. Leist vel á tjaldstæðið við Ólafsvík, lítið og nett og við vorum einu íslendingarnir þar. Vorum að tjalda og hita grillið um kl. 21 þegar flestir útlendingarnir voru að fara að sofa en þeir um það. Fórum svo í göngutúr í blíðskaparveðri um kvöldið. Sem sagt, fundum veðrið norðan megin.
Ég vaknaði náttúrulega nokkrum sinnum um nóttin við að regnið buldi á tjaldinu en það var bara þægileg tilfinning því ég var þess fullviss að það myndi stytta upp daginn eftir. Það var eins og við manninn mælt, sólin farin að skína þegar við vorum að borða morgunmatinn úti daginn eftir. Hins vegar fór allt í einu að blása og það ekkert smáræði. Ég var skíthræddur um tíma að tjaldið myndi fjúka á haf út og eyddi klukkutíma í að reyra það eins mikið niður og ég gat. Létum svo slag standa og skelltum okkur í sund á Ólafsvík. Þegar úr sundi var komið hafði sem betur fer lægt mikið og tjaldið var enn á sínum stað. Um miðjan dag komu svo Sigga H og Steini og eitthvað seinna komu Inga Klemma og Hjálmar þannig að við vorum orðin 6 saman og til í allt. Enda upphófst mikið fjör við söng, grillstemningu og fl, útlendingum ekki til mikillar gleði. Okkur var svo sem alveg sama, það eru ekki þeir sem eiga Ísland. Við fórum reyndar út í skóg og fengum okkur þar Cointreau og kakó með rjóma og héldum áfram söng og gleði. Í þessum hópi er mikil gleði sem ekki er hægt að beisla. Eins og reyndar vindinn því meðan við vorum að borða komu vindkviður og nokkur rauðvínsglös fuku yfir okkur og vorum við því orðin vel rauðvínslegin
Daginn eftir var þvílík rjómablíða að við fórum ekki af stað fyrr en seint um daginn og stoppuðum þá á Hellnum til að fá okkur fiskisúpuna frægu. Tókum svo Hvalfjörðinn til baka, bæði af því að við heyrðum af biðröð við göngin og langt síðan við höfðum keyrt þar. Vorum því ánægð og þreitt þegar við komum heim í gærkveldi.
En veðurfræðingarnir ! Ó boj. Spáin var 4-5 mtr og léttskýjað alla helgina á Snæfellsnesi en við fengum hellirigningu, hávaðarok og bara heppin að það skildi ekki koma haglél líka. Moral of this story: í guðanna bænum ekki fara eftir veðurfræðingum þegar þið skipuleggið ferðir út á land !
Er strax farinn að skipuleggja tjaldferð næstu helgi ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2008 | 12:27
Veðurfræðingar
Veðurfræðingar eru sérkennileg fyrirbrigði og ég er nánast öruggur á að enginn veðurfræðingur hafi nokkurn tímann unnið í lóttói ! Oft á tíðum eru veðurfréttir kynntar af afar sérkennilegu fólki sem hoppar og dansar fyrir framan skjáinn, reitandi af sér brandarana náttúrulega eingöngu til þess að slá ryki í augu fólks. Svo fólkið taki ekki eftir því hvað þeir eru að spá. Nærtækasta dæmið á íslandi er Siggi Stormur sem leggur orðið meira upp úr leikrænum tjáningum en veðurspám. Yrði ekki hissa þó hann væri kominn í framboð fyrir einhvern flokkinn fyrr en varir.
Um síðustu helgi ákváðum við hópur af fólki að skella okkur í Þórsmörk og tjalda í Básum. Fylgdumst því grannt með veðurspánni og það var eins og við manninn mælt. Alla vikuna spáð rigningu í Þórsmörk um helgina. Þegar ég svo skoða veðurspána í morgun þá allt í einu er farið að spá þvílíku blískaparveðri í Þórsmörk að það hálfa væri nóg. Sumir hópnum voru að sjálfsögðu komin með annað plan og því verður ekkert farið í Þórsmörk.
Við ætlum hins vegar að fara nokkur saman á Snæfellsnesi sem er í senn áhættusamt og fíflalegt því veðurfræðingar spá þar góðu veðri um helgina. Við tökum sjénsinn og erum að leita að góðu kósí tjaldstæði þar sem ekki er allt of mikið af fullu fólki með húsin sín með sér.
Þessi spádóms "gáfa" veðurfræðinga er svo sem ekki sér íslenskt fyrirbrigði því ég hef dvalið við Gardavatn á Ítalíu í sól og blíðu í nokkra daga þegar veðurkortið sagði okkur að það væri í raun rigning ! Þeir geta ekki einu sinni spáð um veðrið eins og það er núna !
Hvað sem líður, þá get ég ekki beðið eftir að koma á einhvern yndislegan áfangastað í kvöld, opna einn bjór og fara að setja upp tjaldið. Grilla svo á kolagrilli gott lamb, setja upp borð og stóla, opna rauðvín .....ummm.
Góða helgi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.7.2008 | 09:17
Mamma Mia !
Við fórum í bíó í gærkveldi á Mamma Mia í Laugarásbíói. Vorum bæði með gæsahúð yfir myndinni, anna af hrifningu og ég með kjánahroll. Vissulega má hafa gaman af myndinni og þau voru nokkur tárin sem hrundu hjá Önnu og svitadropar hjá mér. Ég var að hugsa um að skipta okkur, hún færi á Mamma Mia og ég á Batman, hefði betur gert það.
Mesta hrollinn fékk ég þegar Pierce Brosnan hóf allt í einu upp raust sína og söng eitt af frægustu Abba lögunum, man ekki hvaða lag það var. Hann er svo sem enginn sérstakur leikari og ekki er hann betri söngvari með mjög undarlega rödd. Hins vegar var Meryl Streep alveg frábær í sínu hlutverki og söng ótrulega fallega.
Held ég sé endanlega búinn að skjóta Þórsmerkurferð í kaf nætu helgi. Kannski tjillar maður bara í bænum, gengur á fjöll eða eitthvað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)