Hæ hó jibbí jei

Og jíbbíí jei, nú er búinn 17. júní !

Og hann var sko ekki af verri endanum. Mættur á söngæfingu kl. 9.15 um morgunin og sungum svo 3 ættjarðarlög á Austurvelli. Fengum okkur svo kaffi og með því og síðan heim að skipta um föt. Fórum ekki í 17. júní gallann heldur stuttbuxur og gönguskó.

Fórum á Nesjavallasvæðið og gengum þar í næstum 3 tíma. Þetta er æðislegt göngusvæði og hægt er að velja á milli margra leiða, misjafnlega langra og erfiðra. Grilluðum svo þegar heim var komið og splæst í eina Quinta De Crasto Reserve með matnum.

Úllinn okkar er allur að koma til sem betur fer og við ætlum að kíkja á hann og kannski passa á morgun. Íris er ein með hann núna þar sem Óskar fór austur á heimaslóðir og verður nokkra daga.

Ætlum í kvöld að taka loksins fram SUMARkassana okkar með SUMARfötunum og SUMARskónum okkar og skoða hvað við eigum til að taka með okkur til Ítalíu. Anna segist ætla að taka bara með sér lítið af fötum í þetta skiptið ...LoL Je ræt !

Sem minnir mig á það að það eru einungis 4-5 dagar þangað til ég verð kominn í stuttermaskyrtu ....


Veiðitúrinn

Já hann var ekki slæmur veiðitúrinn síðustu helgi þar sem ég dvaldi í geggjuðu veðri í faðmi fallegra fjalla og góðra vina. Það var sól nánast allan tímann enda var maður orðin hálfgerð brunarúst í framan. Það var veitt frá morgni til kvölds, mestmegnis í Frostastaðavatni og bleikjurnar sem ginu við flugunum mínum voru orðnar óteljandi. Ég sleppti flestum þeirra en tók um 20 bleikjur heim.

Á kvöldin grillaði svo hópurinn saman og spilaði á gítara og harmonikku svo undir tók í fjöllunum. Í þessum góða 20 manna hóp voru 6 sem spiluðu á gítar, hvoerki meira né minna. Eina sem vantaði up á gleðina var stuðboltinn hún Anna mín sem hefði aldeilis blúsað og djammað með spilurunum. Hún var reyndar í þannig fíling með vinnunni sinni í Fljótshlíðinni ekki svo fjarri mér.

Svo þegar ég komst í símasamband á sunnudeginum fékk ég þær leiðinlegu fréttir að Úlfar Freyr hefði lennt inn á spítala fárveikur og var þar í 3 daga með mömmu sinni og pabba. Það kom í ljós að hann er með einhvern blóðsjúkdóm sem hafði herjað á annað hnéð á honum og það stokkbólgnað. Það var því stungið og krukkað í litla greyjað og hann grét svo mikið að hann gat ekki meir, sofnaði bara inn á milli. Á endanum fékk hann svo deifilyf og bullaði einhver heil ósköp Shocking Við kíktum á hann í gærkveldi og hann var með sondu á brjóstinu sem notað er til að dæla í hann meðulum beint í æð. Hann gat nú samt sem áður brosað til Ömmu og Afa þannig að vonandi er þetta allt að koma. Íris og Óskar fá vonandi að vita hvað er að honum í dag en þá koma niðurstöður úr blóðprufunni. Litla skinnið.Crying

Í fyrramálið syng ég með Fóstbræðrum á Austurvelli í tilefni þjóðhátíðardagsins.

Nú eru einungis 6 dagar þangað til ég fæ mér ítalskt prosecco ...... Á ÍTALÍU ! 


Fögur eru fjöllin

Nú styttist óðum í að ég og félagar mínir leggjum í hann því stefnt er að því að fara af stað upp í Landmannahelli kl. 19.00 í kvöld.

Djísus hvað ég hlakka mikið til !

1 - 2 öllarar á leiðinni og hugsanlega kíkt örlítið í eitt vatn eða svo fyrir svefninn, svona bara til að ná mesta hrollinum úr sér.

Búinn að kaupa í matinn, græjurnar tilbúnar, jibbí !

Góða helgi öll.

10 dagar þangað til ég segi við Önnu: Bella prinsipesa.


Sumarblíða

Úti er æðislegt veður og verður þannig samkvæmt spá fram yfir helgi. Sumarið er komið Smile Ég fékk Steina í heimsókn í gærkveldi og við kláruðum að festa skápinn og setja hurðarnar á hann. Í kvöld set ég innvolsið í hann og svo er bara að raða í hann. Anna er búin að planta í kerin í garðinum þannig að þetta er allt að koma. Svaf hins vegar illa í nótt.Shocking

Hjálmar fann loksins þristinn minn í gærkveldi ( þristur er lítil silungastöng fyrir þá sem ekki vita ) sem betur fer því ég var á leiðinni að kaupa mér nýja og það kostar skilding. Ég er því alveg að verða tilbúinn fyrir veiðitúrinn uppi á hálendi. Við ætlum að fara annað kvöld upp í Landmannahelli og vera fram á sunnudag. Ég hlakka miiiiikið til enda verð ég í góðum hópi af fólki Grin

Ætli það sé ekki ca 11 dagar þangað til ég segi bon giorno ...


Ikea og geðheilsan

Ég setti saman skápana í forstofuna í gærkveldi.  Að setja saman eitthvað frá Ikea er algerlega ekki eitthvað sem ég hef gaman að.  Menn hafa sagt að þetta sé prófsteinn á hjónabandið ef hjón gera slíkt í sameiningu því oft getur reynst erfitt að halda kúlinu. Forstofan hjá mér er lítil og því var ekki til að dreifa að ég gæti sett saman skápana með því að leggja þá á gólfið heldur varð ég að gera það upsite down. Gekk reyndar ágætlega þangað til ég kom að einhverjum undarlegum fítus. Einhver ró sem ég átti samkvæmt teikningu að negla á kaf í botninn og skrúfa svo langan tein í róna.  Fann að lokum út sigri hrósandi að þetta var einhvers konar fótur sem hægt er að nota til stillingar á stöðu skápsins. Átti svo ekki hallarmál og bíð því spenntur eftir að Steini komi með hallarmál, reknagla og kröftuga borvél í kvöld.Wink

Auglýsti gamla fataskápinn til gefins á Barnaland og 3 hringdu. Allir þessir 3 klikkuðu svo á að koma að sækja hann og því þarf ég að fara með þennan fína skáp í Sorpu. Ef einhvern vantar fataskáp gefins er það nú eða aldrei.

Þegar þetta er hins vegar búið á þetta eftir að verða dýrðlegt. Fullt af skápaplássi enda nær skápurinn nánast upp í loft. Gekt !

Eitthvað er nú ferðin upp á hálendi að breytast þar sem Sigga H og Inga Klemma hættu á síðustu stundu við að koma. Anna nennir þá ekki að fara og því fer ég einn með strákunum. Fer þá að öllum líkindum á fimmtudagskvöldið til að fá far með einhverjum. Anna fer í staðinn í sumarferðina með Línuhönnun í Fljótshlíðina.

Nú eru um það bil 12 dagar þangað til við lendum í Mílanó ....


Góð helgi

Yndisleg helgi er að baki. Á föstudagin eftir vinnu fórum við í Ikea og keyptum fataskáp í forstofuna. Nennti ekki að taka hann með mér heldur ákvað að njóta helgarinnar. Að setja saman skápa frá Ikea flokkast ekki undir skemmtun, bílíf mí.

Okkur var svo boðið í mat til Siggu H og áttum þar góða stund í rauðvíns sumbli. Á laugardaginn fórum við svo í innflutningspartí til Mæju listakonu en hún var að opna frábæra nýja vinnustofu í Hafnarfirði. Þaðan svo beint til Birkis og Esterar en þau buðu okkur í mat og víxlu á nýja heimilinu sínu. Búin að skipta um og endurnýja nánast allt og það kemur frábærlega út. Snillingurinn í eldhúsinu hann Birkir fékk að prufukeyra nýja eldhúsið og við fengum meiriháttar mat svo ekki sé talað um vín. Sátum svo við gítarspil og söng eitthvað frameftir.

Hljóp svo heiman frá mér til Birkis í Laugarneshverfinu til að sækja bílinn. Fórum í sund og ætluðum svo að fá okkur humarsúpu hjá Sægreifanum en hann var að ditta að og mála staðinn. Við enduðum því í gamaldags smörrebrauði á Kaffivagninum.   Anna fór svo á Ladda og ég slakaði á með mynd.

Næsta helgi verður ekki síðri en þá förum við í Landmannahelli með fullt af góðu fólki að veiða o.fl. Þeir spá frábæru veðri uppi á hálendi og ef einhver hefur áhuga þá er enn pláss laust fyrir skemmtilegt fólk Grin

Svo eru bara 13 dagar þangað til við förum til Ítalíu .....Cool


Veikur

Ég var heima veikur í gær með magavesen. Það er því lítið bloggað núna en helgin er pökkuð af ýmsum uppákomum að venju. Ætla samt að reyna að kaupa skápinn í forstofuna og jafnvel setja upp. Sjáum til.

Nú eru 16 dagar þangað til við förum til Ítalíu, bara svona til að þið vitið það. Og ekki nóg með það, í för með okkur verða María Björk og Ásthildur þannig að það verður ekki leiðinlegt ...

 


Ísbjarnarblús

Það var og. Loksins fengu allar grátkerlingar og karlar þessa lands tæækifæri til að láta í sér heyra. Og það út af engu smá máli. Ekki mannsmorði, nauðgunum eða öðrum limlestingum, ekki hungursneyðum, jarðskjálftum eða hvirfilbylum.

Nei, Þetta var miklu alvarlegra. Það var drepinn ísbjörn fyrir vestan. ( að vísu norðan frá mér séð ..)

Nú veltir öll þjóðin sér upp úr þessu bjarnar morði og dómar kveðnir yfir morðingjunum í öllum hornum þessa lands. Fram fyrir skjöldu koma konur eins og Álfheiður og Kolbrún Halldórs með sinn vandlætingasvip eilíflega vitandi betur en aðrir hvernig á að gera hlutina eins og reyndar vinstri grænna er siður.

Auðvitað átti ekki að skjóta Bjössa heldur svæfa hann fallega og flytja hann svo með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn út á einhvern einmana ísjaka og leyfa honum að deyja þar. Ekkert mál að troða honum inn í einhverja þyrlu meðan hann er syfjaður og fara með hann í sætsíing í áttina að Grænlandi.

Aldrei kemur þetta fólk sem eilíflega setur út á gjörðir annara með tillögur um hvernig á að gera hlutina. Nei, bara gera þá hinseginn. Þær hefðu t.d. getað sett fram 2 frábærar tillögur sem hefðu svínvirkað og verulega verið í anda vinstri grænna. Þannig hefðu þær getað bjargað skinni Bjössa.

1. tillaga:

Setja málið í nefnd vitandi það að ísbjörninn var hvort sem er alveg að týnast í þoku uppi á fjalli og ólíklegt væri að hann myndi finnast aftur fyrr en nefndin hefði lokið störfum.

2. tillaga:

Fá þær stöllur Álfheiði og Kolbrúnu Halldórs úr vinstri grænum til að fljúga með þyrlu vestur (norður) og taka með sér nokkrar af sínum síðustu ræðum frá þinginu. Þær myndu svo lesa fyrir Bjössa ræðurnar sínar hvor eftir annari og hann myndi örugglega sofna. Þetta er öruggt ráð því ég verð í það minnsta ógurlega syfjaður og leiður þegar ég heyri þær flytja ræður. Síðan væri farið með Bjössa í neti hangandi í þyrlunni og þær 2 í netinu með honum lesandi endalaust yfir ræðurnar sínar.  Bjössi myndi örugglega ekki vakna á leiðinni því ENGINN vill vakna yfir slíkum ræðum.

Halló ! Er ekki allt í lagi hjá okkur ???

 


Aðaldalur er aðaldalurinn

Við í víndeildinni vorum að flytja okkur um set innan fyrirtækisins og verið var að gangsetja nýjan tölvubúnað þannig að ég er dálítið lost í þessu öllu. Fann þó síðuna mína fyrir rest.

Við í víndeildinni fórum líka norður á fimmtudag og vorum með vínkynningar fyrir starfsfólk ÁTVR á Akureyri, Dalvík og Húsavík. Síðan fórum við í boði Þorra Hrings að veiða í Laxá í Aðaldal fyrir landi Haga. Og þvílík dýrð ! Fegurðin þarna er ólýsanleg þrátt fyrir misjafnt og rysjótt veður. Við vorum 8 karlar sem vorum að veiða og upp komu 6 gullfallegir urriðar 2-3 pund hver. Veiðin skiptist mjög misjafnt milli manna og leikar fóru þannig að ég veiddi 5 og þeir allir til samans 1 :) Það var ekki laust við að menn væru farnir að líta mig hornauga.

Þorri sem er ekki eingöngu mikill listamaður og vín sérfræðingur heldur líka afbragðs kokkur eldaði ofan í okkur, og maturinn samanstóð t.d. af urriða sashimi, humar risotto, hægelduðum lambaskönkum og Fiorentina nauta T-bonesteik. Og vínin,,  mæ ó mæ.

Ógleymaleg heimsókn í Aðaldalinn og færi ég hér með Þorra miklar þakkir fyrir heimboðið.

 


Óboðnir gestir

Fékk nokkra gesti í heimsókn í gær sem voru algerlega ekki óboðnir. Steini kom um miðjan dag til að klára að klæða sökklana á eldhúsinnréttingunni og borðaði með okkur ásamt tengdó sem voru auðfúsugestir líka.

Ég grillaði kjúklingalæri og búinn að taka utan af grillinu og hálfnaður með grillunina þegar ég tek eftir einhverri kúlu hangandi undir borðinu á grillinu. Þegar betur var að góða kom í ljós að þarna voru óboðnir gestir á ferðinni því þetta var pínulítið geitungabú með nokkrum íbúum í. Svona á stærð við tennisbolta eða minna. Þeim hafði sem sagt tekist á innan við viku að smeigja sér undir ábreiðuna og skella saman eini kúlu. Og ég sem þoli ekki geitunga !!!

Steini og tengdó sögðu mér nákvæmlega hvað ég gæti gert til að fjarlægja þennan ófögnuð, taka poka og láta kúluna detta í hann og vera svo snöggur að loka og hlaupa í burtu. Þegar ég bað þau hins vegar að gera þetta fyrir mig af því að þetta var svo einfalt var fátt um svör.

Ég þar sem sagt í kvöld að ráðast gegn þessum óboðnu gestum með kjafti og klóm og ef ég lifi það ekki af vil ég bara segja að ég elska ykkur öll. Ég er að fara að gúggla " geitungabú " og " hvernig að losna við geitungabú " o.s.frv.

Farvel fagra veröld ...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband