Næturgalinn

Það var eins og við manninn mælt, litli næturgalinn minn söng eins og engill og heillaði alla viðstadda. Hún söng eins og hún ætti lífið að leysa og svei mér þá ef mér leið ekki eins og keisara.

Hún var glæsileg !

Hún gaf svo mikið af sér að hún var kominn með hita í gær og er nú heima með flensu blessunin.

Helgin framundan og engar æfingar, þarf ekki að fara yfir texta, bara tjilla.

Æði !


S - dagurinn

Já, söngdagurinn mikli er í dag og allt er á öðrum endanum. Anna fékk ekki tímann í söngkonuförðunina sem hún hafði pantað fyrir langa löngu þar sem förðunarmeistarinn hafði lagst í veikindi. Hún tók þessu ógurlega vel og eftir mikinn grátur og ekka gat hún reddað annari sem þarf þá að vinna tvöfallt verk þar sem Anna var orðin óvenju þrútin um augun eftir gráturinnCrying Alveg yndislega tilfinningasöm hún Anna eins og Dívur eru Wink

Annars held ég bara að þetta eigi eftir að vera feikilega gaman og það er öruggt að þegar þetta verður loks búið á eftir að vera feikilega gaman ....Wizard

Ótrúlega gaman ...


Dívan Anna Birgitta

Ef þið haldið svo að ég hafi haft mikið að gera í söngnum undanfarið skulið þið hugsa hugsa ykkur tvisvar um. Þetta eru bara rútusöngvar miðað við elskuna mína hana Önnu Birgittu. Annað kvöld eru loksins einsöngstónleikarnir hennar í Norræna Húsinu og það verður undarlega tómleg tilfinning á sumardaginn fyrsta þegar þetta verður allt að baki.

Elskan mín er gríðarlega metnaðargjörn og tekur þessu mjööög alvarlega. Hún er búin að vera í sérstöku söngkonu nuddi undanfarið og núna er hún nýkomin heim úr sérstakri söngkonu tá og andlits meðferð. Svona rétt inn á milli í dag er hún svo að syngja fyrir í Óperunni og allur dagurinn á morgun er undirlagður af alls kyns söngkonu meðferðum, andlitsförðun, hár uppsetningu o.s.frv.  Hún lifir sig inn í þetta og er búinn að vera töluvert stressuð undanfarið. Svona eru bara Dívur, hvað getur maður sagt ?InLove

Auðvitað veit ég að hún á eftir að rúlla þessu upp og njóta augnabliksins því það er náttúrulega það sem skiptir mestu máli. Það sem er líka æðislegt er að flestir okkar vina koma og taka þátt í þessu með okkur og það gleður okkur ósegjanlega að María Björk, Ómar og Ásthildur ætla að koma að norðan og jafnvel pabbi hennar Maríu, norðlenski stórtenórinn sjálfur hann Ingvi. Þetta verður því bara gaman.Grin

Þær eru sem sagt 2 frábærar söngkonur frá Domus Vox sem ætla að syngja þessa tónleika því með Önnu er hún Guðný vinkona okkar. Set hér að neðan auglýsingu frá þeim stöllum:


 

 


anna og guðnýguðny
Kæru vinir og vandamenn.
 

 Anna Birgitta og Guðný verða með
tónleika í Norrænahúsinu 23.apríl n.k.  og notum þannig
tækifærið til að kveðja vetur konung. Þessir tónleikar eru liður í söngnámi
okkar og munum við syngja bæði einsöngslög og dúetta. Þar mun kenna
ýmissa grasa og víða komið við. Við munum syngja m.a. antik aríur, þýsk ljóð,
íslensk verk og þýsk verk.
 
Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 aðgangseyri kr. 1.000 og þætti okkur vænt um að sjá sem flest ykkar á þessum tónleikum.

 

 


Að baki

Nú er að baki fernir tónleikar og árshátíð Fóstbræðra.  Tónleikarnir gengu mjög vel og árshátíðin ekki síður þar sem við skemmtinefndin fórum á kostum að vanda.  Við vorum með stutt leikrit sem við kölluðum Hjálmur og Konni og gerðum mikið grín að Fóstbræðrum. ( Baldur og Konni )

Ég etr ótrúlega feginn að þetta er búið og nú er anna svo að syngja á sínum einsöngstónleikum á miðvikdagskvöldið og þá erum við loksins frjáls aftur. Frjáls til að geras það sem við viljum, þegar við viljum. Frjáls til að hugsa aftur um börnin okkar og barnarbörnin, alla vinina o.s.frv. 

Og ég er að tala um áhugamál .....skrítið.

Anna söng í skírn í gær hjá vinkonu okkar henni Lindu en hún var að skíra son sinn. Fallegt nafn, Davíð Fannar og hann sofnaði í fanginu á mér í gær.


Sungið og sungið

Og sungið svo meira ......

Fyrstu tónleikarnir að baki

Nú eru fyrstu tónleikarnir af fjórum að baki og Lanholtskirkja var næstum full. Góður rómur var gerður að söng okkar sem ég held að hafi heppnast alveg ágætlega miðað við fyrstu tónleika. Uppklappslögin voru í það minnsta ein 5 eða 6 sem segir sitt.

Tónleikar að baki = verkur í baki því ég fá alltaf í mjóhrygginn af því að standa svo lengi í mínum lakkskóm. Verkurin leiðir reyndar niður í vinstra læri sem dofnar upp. Skrítið.

Altént, aftur í kvöld og annað kvöld og svo á laugardag.


Rennur blóðið til skyldunnar

Það var mjög skemtilegt þegar yndislegu börnin mín 2 komu föður sínum til hjálpar gagnvart hinum " orðljóta " Valda bakara. Þessi drengur er reyndar gæðasál en hefur bara þenna ritstíl, þennan tjáningarmáta. Mér fannst þetta ógeðslega fyndið en ég verð svo sem að viðurkenna að ég fór einu sinni með Tengdó í bíó þegar ég var nýbúinn að kynnast Önnu, á myndina " Man with two brains " með Steve Martin og lá í krampakasti allan tímann. Tengdó og Önnu stökk ekki bros og það munaði engu að ég myndi missa Önnu þennan dag. Sama má segja um myndirnar af Múhameð, það fannst mörgum þær ekkert fyndnar ...En, takk Íris mín og Andri minn.

Það var generalprufa í Langholtskirkju í gær og svei mér þá, held að þetta steinliggi. Óvenju létt og skemmtileg dagskrá að ég held. Hvet alla til að mæta. Vorum einmitt í upptöku hjá Ríkisjónvarpinu í gærdag og sjá mátti herlegheitin í Kastljósi í gærkveldi. Herlegheitin má einnig sjá hér:

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4365655/6

 


Valdi að vera bakari

Alltaf er ég eitthvað að smá að klikka. Ég er orðinn svo færeyskur í mér að mér varð á að segja í síðasta bloggi " myndband af honum Valda vini mínum " en meinti nátúrlega bara " mynband handa honum Valda vini mínum ".  Þetta var að sjálfsögðu afbökun hjá mér.

 Ef það er í mínu valdi vil ég alls ekki baka honum neinna óþæginda og biðst að sjálfsögðu afsökunar fyrir ruglinginn. 

Fyrir þá sem vilja vita hvernig þessi Valdi vinur minn lítur út er bent á að horfa á Kastljós annað hvort í kvöld eða annað kvöld því þá mun allur Karlakór Fóstbræðra birtast og syngja fallegt lag. Það er mjög auðvelt að þekkja hann úr. Ekki af bakarhúfunni heldur af því að hann er lang fallegastur í hópnum.Cool

 


Í ræktinni

Þið hafið kannski tekið eftir því að ég er dálítið í ræktinni en það eru fleirri. T.d hann Valdi bakari vinur minn. Hér er myndband með honum:

 http://www.dv.is/divi/spila/mxomdd0hh9hx6b6va3ooth2lz9b4


Tónlistarhelgi

Það er nóg að gera um helgina og allt tengist það á einn eða annan hátt tónlist. Erum að fara á Cosi Fan tutti í Óperunni í kvöld með Bjössa og Guggu. Við ætlum að skella okkur á vín og skel á undan og fá okkur að borða, hugsanlega eitthvað að drekka með. Án þess þó að verða á (ó)perunni. Á morgun kl. 9 er Fóstbræðraæfing og svo í kjölfarið árshátíð hjá Vox Feminae og stendur eitthvað frameftir kvöldi. Á sunnudagsmorgun er það svo aftur Fóstbræðra æfing fram eftir degi.

Fjör fjör, söngur söngur ...

Góða helgi.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband