9.4.2008 | 16:38
Woody Allen snillingur
Ég hef alltaf dáðst að Woody Allen og hér kemur gullkorn frá honum:
Next Life" by Woody Allen
In my next life I want to live my life backwards. You start out dead
and get that out of the way. Then you wake up in an old people's home
feeling better every day. You get kicked out for being too healthy, go
collect your pension, and then when you start work, you get a gold
watch and a party on your first day. You work for 40 years until you're
young enough to enjoy your retirement. You party, drink alcohol, and
are generally promiscuous, then you are ready for high school. You then
go to primary school, you become a kid, you play. You have no
responsibilities, you become a baby until you are born. And then you
spend your last 9 months floating in luxurious spa-like conditions with
central heating and room service on tap, larger quarters every day and
then Voila! You finish off as an orgasm!
I rest my case.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2008 | 10:32
Opið hús
Í dag er opið hús hjá mér. Ég mætti kl. 10 í morgun og opnaði húsið mitt fyrir verktökum sem eru að grafa allt í sundur úti til þess að koma vatnsleiðslum o.fl inn í húsið. Þeir þurfa að saga hluta af skápnum niðri í sundur og taka í burtu til Þess að komast að þessu. Svo þurfa þeir að bora stór göt í gegnum vegginn og ég sem var nýbúinn að gera fínt niðri. Þarna eru þeir innan um fínu vínin mín í fína vínrekkanum að athafna sig.
Þetta er fyrirtæki sem heitir Steingarður og ég verð að segja að ég treysti þeim fullkomlega. Koma vel fram og eru harðduglegir. Garðurinn er undirlagður af þessu á meðan framkvæmdir fara fram og því ekkert hægt að nota hann. Ekkert hægt að grilla o.s.frv.
Svo loka þeir bara á eftir sér þegar þeir klára ....
Það er snjór úti og ég er að reyna að ná í þann sem keypti síðu nærbuxurnar af mér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 12:34
Leppin maðurinn
Ég held að ég sé að fá maníu án þess að fatta það. Fór í ræktina í gær og í morgun og ætla á morgun og hinn og hinn. Kemst reyndar ekki um helgina þar sem það er æfingahelgi hjá okkur Fóstbræðrum og árshátíð hjá Vox Feminae. Það sem meira er, ég er farinn að blanda alls kyns orku og næringadrykki. Ég er orðinn svona professíonal í líkamsrækt. Næstum því ..
Ástæðan fyrir því að ég er byrjaður á Leppin er reyndar sú að við keyptum umboðið hjá RJC til að reyna að bæta vaxtarlagið hjá okkur. Núna fæ ég mér Leppin orkudrykk þegar ég er í ræktinni, Leppin vöðvadrykk eftir ræktina og svo Leppin næringadrykk í staðinn fyrir máltíð. Fékk mér svona næringardrykk staðinn fyrir kvöldmáltíð í gær ( hafði ekki tíma fyrir annað, fundir og svo beint á langa kóræfinu ) og svei mér þá ég var ekkert svangur fyrr en rétt fyrir hádegi áðan.
Já, svei mér þá ef ég er ekki kominn með maníu
Ætlaði að skrifa blogg til heiðurs atvinnubílstjórum í dag af því að loksins létu þeir rétta fólkið finna fyrir sér, þ.e. ráðherrana er þeir lokuðu þá inni fyrir utan Listasafnið. Þetta er rétti andinn ! Ekki endalaust verið að níðast á saklausu fólki. Þangað til ég heyrði að þetta hefði verið alger tilviljun að Ráðherrarnir voru þarna, bílstjórarnir höfðu ekki hugmynd um veru þeirra þar. O boj.
Ég er búinn að þrífa veiðigræjurnar mínar og taka til í fluguboxunum því nú styttist aldeilis í að ég fari að veiða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2008 | 09:28
Busy, busy busy.
Já það var nóg að gera um helgina og hæst bar að sjálfsögðu nemendatónleikarnir í Dómus Vox. Þar steig hver framtíðarsöngkonan á fætur annari á stokk og best af öllum var lillan mín hún Anna Birgitta. Tónleikarnir voru settir upp í mini óperu form með leik og búningum og var yndisleg skemmtun.
Laugardagurinn var annars undirlagður af atburðum frá því snemma um morguninn þangað til 3.30 um nóttina Maður er orðinn svo gamall að það er erfitt að sofa út á morgnana svo við vorum mætt í ræktina snemma um morguninn. Svo voru tónleikarnir í framhaldi og ég keypti þetta fína folaldakjöt og sá fyrir mér rólegt og rómantískt kvöld, en nei. Inga Klemma hringdi í mig og bauð okkur í útigrill ásamt Siggu H og auðvitað er ekki hægt að segja nei við slíkum félagsskap. 8 klst og 5 rauðvínsflöskum síðar vorum við svo loksins komin heim til okkar.
Vöknuðum samt snemma og gegnum í Kópavoginn til að sækja bílinn, fórum svo í sund, síðan í Grafarvogskirkju þar sem var verið að ferma hana Anitu okkar, svo í smá heimsókn til Írisar og co, síðan í fermingarveislu á 19. hæð í turninum í Kópavogi. Æðislega flottur staður og frábær matur.
Við sem sagt eyddum ekki miklum tíma í vitleysu en mikið hefði verið gaman að komast á skíði í þessu frábæra veðri. Kannski næstu helgi ...
Bara muna, glötuð stund er eitthvað sem kemur aldrei aftur ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2008 | 15:39
Fangelsi fyrir hrottafengna áras
á RUV.is er eftirfarandi frétt:
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 8 mánaða fangelsi fyrir að hafa fjórum sinnum ráðist á fyrrverandi eiginkonu sína með hrottafengnum hætti. Fram kemur í dóminum að maðurinn hafi margsinnis greitt konunni hnefahögg í andlitið, á bak, axlir, hnakka og maga. Hann hafi dregið hana á hárinu og lamið hana og sparkað í hana þar sem hún lá á gólfinu.
Í dómnum segir að brot mannsins hafi verið hrottaleg og ófyrirleitin og til þess fallinn að vekja mikinn ótta hjá konunni og valda henni andlegum raunum til frambúðar. Fimm mánuðir af dómnum eru skilorðsbundnir. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða konunni 900.000 krónur í miskabætur.
Alveg setur mann hljóðan að þurfa að lesa svona rugl. Þetta er einn versti glæpur sem ég get hugsað og þessi lýsing er þvílík að þennan mann þarf að sjálfsögðu að leggja inn á geðdeild. Nei, hann fær 8 mánaða fangelsi og þar af fimm mánuðir skilorðsbundnir. Hann þarf sem sagt að afplána 3 mánuði fyrir þessa ömurlegu meðferð á konunni sem kemur örugglega aldrei til með að ná sér. Hvernig haldið þið að hann hafi komið fram vi hana meðan hann var ekki fyrrverandi eiginmaður ?
Þetta er ömurlegt og alger hneisa fyrir dómskerfið okkar. Sveiattan !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2008 | 10:41
Góðæri -illæri
Undanfarin ár hefur ríkt svokallað góðæri hér á Íslandi. fólk hefur haft það gott og kaupmáttur með ágætum. Enda hefur verið uppselt í flestar utanlandsferðir, nýir bílar rokið út o.s.frv.
Nú hefur harðnað á dalnum og í staðinn fyrir að herða aðeins sultarólina meðan á því stendur heimta allir að Ríkissjóður hlaupi undir bagga.
Ég skil þetta ekki alveg því ég hélt að Ríkissjóður værum við og það værum við sem greiddum í Ríkissjóð. Sem þýðir að ef við ætlum að greiða meira úr Ríkissjóði til að koma til móts við okkur þá þurfum við að greiða meira í Ríkissjóð.
Veit einhver hvar atvinnubílstjórarnir eru í dag ? Kannski að vinna .....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2008 | 15:59
Kílóin fjúka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.4.2008 | 09:33
Hafnarfjarðarbrandari
Leikur atvinnubístjóra er að verða eins og einn langur hafnarfjarðarbrandari, má ekki milli sjá hvor er leiðinlegri. Nú er kominn nýr talsmaður þeirra, einhver Ágúst sem virðist alveg jafn gáfaður og sá síðasti. " Ágúst segir að þrátt fyrir lokun í báðar áttir hafi bílstjórarnir hleypt neyðarumferð í gegn enda beinist ekki aðgerðir bílstjóra gegn þeim " Sem sagt, þessar heimskulegu aðgerðir beinast ekki gegn neyðarumferð heldur bara allri annari umferð, öllum öðrum vegfarendum. Ekki Ríkistjórninni, neeeeí, bara öðrum saklausum bílstjórum. Getur verið að það sé lokað í báðar áttir í ákveðnu líffæri þessara manna ?
Hvað ætla þessir menn að segja við ættingja mannsins sem hafði fengið hjartaáfall ef þessi töf hefur haft áhrif ? Í slíkum tilfellum skiptir hver sekúnda máli og þaðp tekur sko sinn tíma að færa slíkar bifreiðar frá til að helypa í gegn.
Svo er Ágúst hissa á því að þingmenn skuli ekki standa upp og styðja þessar hættulegu og ólöglegu aðfarir. Hvað get ég sagt ???
En þeir eru rétt að byrja segir þessi Hrói Höttur nútímans og nú þegar þeir hafa lagt vindmyllur Hafnfirðinga að velli má búast við því að Breiðhyltingar fái að kenna á því næst.
Viva la liberty, viva la stupidity !
![]() |
Mestu tafir hingað til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2008 | 12:32
Hreyfing
Það er loksins komin hreyfing á hlutina, ég er heldur að bessna til heilsunnar og jafnvel það mikið að ég mætti með orkuboltanum mínum henni Önnu í ræktina í morgun. Tók svona semi á og fór svo í sjóbað úti. Æðisleg leið til að byrja daginn.
Við erum sem sagt í Hreyfingu eins og ég var að reyna að koma að en Hreyfing er nýflutt í nýtt og glæsilegt húsnæði í Glæsibæ. Þar er aðstaðan öll til fyrirmyndar og umfram allt gott fólk sem er að æfa þar. Ég mæli eindregið með þessum stað.
Meðan á veikindum mínum stóð vorkenndi ég sjálfum mér svo mikið að ég missti mig í nammi og sukk. Afleiðingarnar blöstu við mér á viktinni í sundi í gærmorgun þegar viktin sló met og stóð í 73,8 kílóum. Þetta er ótrúlegt, maður má ekki aðeins slaka á klónni án þess að gjalda fyrir það. Það er nú ekki eins og við Anna séum að úða í okkur óhollustu alla dag, bara smá nammi svona hér og þar. Hvernig væri ég ef ég væri að fá mér hamborgara og franskar eða pizzu við og við ?
Yndislegt veður úti, sól skín í heiði og hitastigið jafnvel komið upp fyrir núllið. Fór í þunna frakkanum mínum í morgun. Maður lifir nú bara einu sinni, maður verður nú að taka smá sjensa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2008 | 12:50
Sturla ður
Ég bara verð að viðurkenna að ég skil alls ekki hvers vegna flestir eru ligeglad með að sitja tepptir á versta tíma í umferðahnút af því að einhverjir heimskir bílstjórar halda að þeir séu Hrói Höttur. Eins og yfirstrumpur í þessum aðgerðum, Sturla nokkur sagði: Vegfarendur, sem lentu í töfum, tóku almennt aðgerðunum vel enda er hátt eldsneytisverð líka að skerða kjör þeirra. Hvernig í ósköpunum skildi hann nú hafa fundið þetta út ? Kannski hlaupið meðfram margra kílómetra langri biðröðinni og spurt bílstjórana ? Kannski af því að þeir komu ekki með kylfur til að lumbra á bílstórunum ? Kannski Guð hafi lostið þessu niður í huga hans ?
Svo kom næstum til handalögmála af því að lögreglan dirfist að ætlast til þess að þeir virtu lög og hættu þessum bjánagangi. Hvernig skildi þeim verða við ef t.d. ég og Valdi vinur minn myndi leggja bílunum okkar fyrir framan og aftan bílana þeirra til þess að mótmæla háu áfengisverði þannig að þeir kæmust ekki spönn frá rassi? Þeir myndu örugglega taka " almennt vel í þær aðgerðir " og jafnvel færa okkur lítið staup meðan við biðum ? Eða hvað ?
Hugsanlega ættum við Valdi annað hvort að hætta að drekka til að mótmæla þessu eða bara mæta blindfullir fyrir utan Alþingishúsið til að vekja athygli á málinu. Ekki vera blanda saklausum bílstjórum í málið ....?
![]() |
Sátt náðist í Ártúnsbrekku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)