Sumarið er loksins komið

Mikið var yndislegt þegar maður kom út í morgun og fann hlýja goluna strjúka andlitið og heyrði fuglana syngja í trjánum sem voru að verða græn.  Loksins þarf maður ekki að vera kappklæddur í kryppu með rautt nef. Lífið er yndilsegt Wink ( höfundur óþekkur, hugsanlega Pollýanna )

Við Anna Birgitta fórum  í fallegu veðri Krísuvíkur hringinn á laugardag. Stoppuðum á leiðinni við Kleifarvatn til að taka myndir og urðum þeirri stund fegnust þegar við komumst aftur í bílinn. Hárið stóð beint aftur og tárin voru frosin á kinnunum en það var þó frosið bros sem var á andlitum okkar því fegurðin var jú ótrúleg ( og þá er ég ekki bara að tala um Önnu ) Þetta var líka fyrsta náttúruferðin af mörgum sem farin verður í sumar.

Eitt af því sem ég lærði í sálarfræðinni í Háskólanum og mat mest var skilyrðingin. Hún gengur einfaldlega út á það að verðlauna gott atferli og refsa fyrir slæmt atferli. Þetta er nokkuð sem ég hefi mikið notað í mínu lífi síðan. T.d. hvað varðar uppeldi barna, það versta sem hægt er að gera er að láta undan slæmu atferli. Ef barn grætur og öskrar fyrir framan kassann í Hagkaup og heimtar nammi þá á maður ekki að láta undan því atferli því þá festist það atferli hjá barninu. Nákvæmlega það sama er uppi á teningunum hjá vöruflutningabílstjórum.

Nú halda þeir að þeir séu orðnir Hrói Höttur nútímans og ætla sér að bjarga hinum meðaljóni frá gjaldþroti með því að teppa umferð venjulegs fólks á mesta háannatímum. Og hvað gerir foreldrið, Samgöngumálaráðherra ? Jú, hann lætur undan og boðar til fundar. Það sem bílstjóranir gerðu virkaði sem sagt og styrkir því frekara atferli í þessa átt. Sama með hryðjuverkamenn, ef látið er undan kröfum þeirra þá halda þeir bara áfram ...

Ekki ætla ég nú að fara í flokk með Hannesi Hólmsteini og láta samskotabaukinn ganga og dreg því orð mín algerlega til baka um Valda Bakara. Þau skulu héðan í frá dæmast ómerk, dauð og ómerkileg. Hann er karlmennskan holdi klædd og alls enginn hommi þó svo að hann sé tenór. Og ég sem hélt að það væru bara múhameðstrúarmenn sem væru svona viðkvæmir fyrir prenti .....


Talandi um hryðjuverkamenn

Svona lítur samkynhneigður hryðjuverkamaður út:

gay

Spurning hvernig samkynhneigður hryðjuverkabílstjóri lítur út ? Kannski bara eins og venjulegur ...

Þessi minir mig dálítið á Valda bakara, nema kannski skeggið ...


Tek sjensinn

Til sölu mikið notaðar síðar nærbuxur í stærð medium.  Vettlingar og húfa fást gefins með ...Áhugasamir hafi samband við mig Cool

Smásögur úr hversdagslífinu

Kristana, ung einstæð tveggja barna móðir lennti í því í gær að þurfa að fá frí í vinnunni seinnipartinn til þess að sækja veika dóttir sína á leikskólann og fara með hana til læknis. Það hafði tekið sinn tíma að fá inni hjá þessum lækni og hún vonaði að þetta tæki ekki of langan tíma þar sem hún þurfti svo að sækja strákinn sinn í skólann.  Hún vonaði innilega að bíldruslan færi nú ekki að drepa á sér á leiðinni því geymurinn var orðin ansi slappur.  Þegar hún var komin eftir Miklubrautinni á móts við Háaleitisbraut var allt stopp. Bíll við bíl og enginn komst áfram. Það hlaut að hafa orðið stórslys hugsaði hún með sér og fylltist örvæntingu yfir óréttlæti lífsins. Af hverju núna, af hverju endilega alltaf hún ?

Tveimur bílum fyrir framan hana var Jónas gamli á leið frá lækninum. Það var alltaf sama vesenið með blöðruna, þarf að fara á kósettið 20 sinnum á dag. Honum var orðið mikið mál og svitinn perlaði á enni hans. Hann ætti ekki annað eftir en að þurfa að láta allt gossa í buxurnar. Hvað var eiginlega að gerast fyrir framan.

Ekki langt undan var Ella og hún var á leiðinni í próf upp í Grafarvogi. Hún var búin að læra og læra undanfarið og ætlaði virkilega að ná í þetta sinn enda var það nú eða aldrei. Þetta var sjúkrapróf þar sem hún hafði misst af aðalprófinu sökum veikinda. Ég hefði átt að fara til læknis strax og þurfa ekki að lenda í þessu núna. Hún sá veröldin hrynja fyrir framan sig þegar mínúturnar siluðust áfram í endalausri bílaröðinni.  Hvers vegna í fjandanum var allt stopp ?

Bílalestin náði frá Háaleitisbrautinni og upp í Ártúnsbrekku og þar fremstir voru nokkrir flutningabílar. Ástæðan var einföld, nokkrir heimskir bílstjórar ákváðu með sér að besta leiðin til að hafa áhrif á stjórnvöld var að láta þetta bitna á saklausum borgurum. Svona álíka og hryðjuverkamenn út um allan heim gera. Láta verkin sín bitna á saklausum fórnarlömbum til þess að vekja athygli á málstað sínum.  Sem gerir þessa bílstjóra að hryðjuverkamönnum.

Svo eru flestir Íslendingar með þessum aðgerðum og kalla þær hetjulegar. Er ekki allt í lagi með fólk. Af hverju datt þessum bílstóraræflum ekki í hug að leggja niður vinnu, keyra ekkert í einn dag eða meira ? Jú, það myndi náttúrulega koma við þeirra eigin buddu. Eða slá skjaldborg af bílum í kringum Alþinishúsið ? Heimta kauphækkun eða ...

Sveiattann !


Vortónleikar Fóstbræðra

Framundan eru hinir árlegu og frábæru vortónleikar Fóstbræðra en þeir verða haldnir í Langholtskirkju dagana 14-19 apríl. Ég skora hér með á alla sem hafa gaman af tónlist að mæta því þeta er ótrúleg skemmtun. Nánast allir sem ég hef " platað " á þessa tónleika eru gráti nær af hrifningu og með gæsahúð um allan kroppinn eftir tónleikana.

Það er bara frábært að hlusta á öflugan karlakór með testósteron út um allt þenja raddböndin í gömlum góðum karlakóralögum. Setti inn hérna link frá okkar síðustu tónleikum en þar vorum við allir með grímur ....

 

 

http://www.youtube.com/watch?v=QmH8xn0ovPc

 

Djók .......

 

 


Dýrtíðin ..

fuel

Þetta lýsir málinu í hnotskurn, frábær mælir LoL


Bank bank

Diselvélin er farin að ganga bærilega og gekk í alla nótt. Því miður virðist hún komin inn í hausinn á mér og bankar þar á fullu. Íbúfenið rann niður vélindað í morgun, vona að það hafi eitthvað að segja. Ætla svo að kaupa Danska brjóstdropa og engifer rót. Maður verður að reyna allt.

Það sem var þó sýnu leiðinlegast í nótt var þurri hóstinn, var nánast eins og ég hóstaði ryki. Seinast þegar það gerðist var ég í utanlandsferð með Fóstbræðrum en þá má maður ekki fá sér neðan í því til að spilla ekki raddböndunum og þá hóstar maður ryki. Með þessu fylgir svo mikill þurrkur í munninum þannig að það ískraði í mér í alla nótt. Ég er mjög þurr á manninn eftir þetta allt.

Fór svo út í mínus 2 gráður í morgun, kappklæddur að venju. Halló !

Svo er þetta í ofanálag á allan bölsýnismóðinn í þjóðfélaginu. Maður opnar ekki blöðin öðruvísi en sjá þar stórar fyrirsagnir um að allt sé að fara til fjandans, opnar ekki fyrir útvarp eða sjónvarp öðruvísi en heyra þar viðtöl við töluglögga sérfræðinga sem í smáatriðum lýsa því hvernig við eigum eftir að tapa öllu sem við eigum. Það er eins og það sé gríðarlega gaman hjá fjölmiðlafólki og það veltur sér endalaust upp úr vandamálunum.

Hvar er Pollýanna ?


Dieselvélin ég

Það tók mig um tvo klukkutíma að koma mér í gang í morgun og ég var eins og gömul spýjandi dieselvél, hóstandi og höktandi. Skil hvað er endalaust til af hori sem lekur úr öllum gáttum. Komst ekki í vinnu fyrr en um 11, enn höktandi. Þetta er svo sem allt í lagi því það eru svo margir margir sem hafa það miklu verr en ég.

Mikið er ég farinn að hlakka til vorsins sem þó virðist endalaust langt í burtu og spáin fyrir næstu heila viku er kuldi og aftur kuldi. Það er svo sem sama uppi á teningunum á meginlandinu þar sem allt er búið að vera vitlaust út af kulda og hríðaveðri.

Við erum þó allavega vön þessu ..... 


Páskaveikindi

Páskarnir að þessu sinni voru með heldur öðrum blæ en venjulega. Ég er búinn að vera veikur, með hálsbólgu, hósta og nefrennsli en engan hita. Ég hélt því mínu striki með hálfa heilsu og við náðum að klára nokkurn veginn kjallarann. Ég setti saman vínrekka sem tekur 64 flöskur og raðaði vínunum mínum í hann og viti menn, hann var nánast fullur. Fórum svo í fimmtugsafmæli á Páskadag í Þrastarlundi en vinkona okkar hún Arndís hélt upp á það. Ég fórnaði mér og var dræfer enda ekki með heilsu í annað.

Var með tengdó og Kidda bróðir hennar Önnu í mat á laugardag og bauð upp á hægeldaðan svínabóg a la Rivercafé. Heppnaðist ágætlega en uppskriftinn er samt þannig að maður fær nóg eftir eitt skipti, frekar væmið. 

Náðum góðum 2ja tíma göngutúr á föstudag og Anna fór tvisvar í ræktina. Að öðru leiti var þetta svona vinnuveikinda Páskar sem fljótt falla í gleymskunnar dá. 


Doktor Sívakur

Fór loksins til læknis áðan út af hellunni og suðinu. Hann kíkti á eyrun sem voru í fínu lagi, tók blóðþrýstinginn sem var líka í góðu lagi og svo kom úrskurðurinn: Það er til félag suðara !

Félag suðara, bílífitornot. Félag manna sem sem eru með hellu og suð í hausnum eins og ég og hittast reglulega. Ég get algerlega séð í anda venjulegan félagsfund hjá þeim:

Suð, suð, uhmm, ha, ha, hvað segirðu ? Nei ég hef ekki farið á Hellu nýlega. Hvað segirðu, sauð á bílnum hjá þér ? Ha ? Lítum á björtu hliðarnar félagar, við þurfum allavega ekki að hlusta á suðið í konunni okkar he he he. Skál ! Já mér er líka mál ..

Held ég sé ekki að ganga í þetta félag ...sama hvað þeir suða í mér.

Sum sagt, ekkert hægt að gera við þessu. Bara að bíða og sjá hvort suðið og hellan hverfi ekki. Ekki það að ég hafi búist við öðru frá doktornum.

Byrjaði á kjallaranum í gærkveldi og búinn að ná mér í vínrekka. Vakna snemma í fyrramálið og byrja með Önnu að græja hlutina. Þetta verður þvílíkt flott þegar við erum búin, held ég. Vona að Anna eyði ekki öllum tímanum í að skoða gamlar myndir, lesa gömul blöð og hanga í draslinu sem ég ætla að reyna að henda. Þá verðum við alla páskana að þessu ....

Börnin okkar öll komin út á land, austur og vestur þannig að við verðum frekar svona ein. Reikna samt ekki með að okkur eigi eftir að leiðast ...

 Gleðilega Páska !


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband