Gúrkutíð

Já, er einhvern veginn svona tómur þessa dagana og lítið sem þráir að komast út úr heilabúinu á mér. Bíð bara spenntur eftir páskunum .....mála, bora, setja upp og raða ... ætla reyndar að taka eins stuttan tíma í þetta og hægt er. Mun jafnvel byrja þessu í kvöld og eyða svo skírdeginum í þetta og svo bara að lifa lífinu. Lifandi.


Grilltíð

Það  var aldeilis að ég byrjaði að grilla. nú er ég óstöðvandi og búinn að grilla öll síðustu kvöld. Lax á föstudaginn, tvírifjur á laugardagskvöldið og svínahnakki í gærkveldi. Fengum Andra, Írisi, Óskar og Úlfar Freyr í gær í mat og áttum æðislega stund saman.  Sannkölluð fjölskyldustemning. Held ég grilli ekki í kvöld enda að fara á æfingu ...

Anna greyið er heima með flensuskít og eins gott að hún nái því fljótt úr sér því það er víst nóg að gera hjá henni í söngnum. Ætla að ná mér í nokkrar spýtur þ.e. hilluefni og klára hjá mér kjallarann um helgina. Skella svo upp vínrekkum og raða vínunum mínum í þá, er orðinn leiður á að hafa þau út um allt í kössum o.s.frv.. Vona samt að við höfum tíma til að njóta lífsins því þeir spá aldeilis frábæru veðri um páskana. Fara á skíði, fara að hjóla, fara að ganga, hitta skemmtilegt fólk ....brjálað að gera.


Hella, ekki fyrir austan ..

Ég er búinn að vera með hellu fyrir eyrunum og suð í hausnum í örugglega tvær vikur og er alveg að gefast upp á þessu. Maður getur ekki hugsað heila hugsun, heyrir bara helminginn af því sem sagt er við þig ( og getur ekki valið  úr .. ) og er að vissu leyti utangátta. Er einhver þarnar úti sem veit hvað þetta getur verið og hvernig á að bregðast við því ?  Held ég verði að fara að kíkja til læknis.

 Var annars að koma úr ræktinni og veðrið svo svellandi gott. Anna í söngtíma að venju og svo ætlum við að kíkja á Írisi og strákana. Jökull er að fara til pabba síns í Svíþjóð og við verðum að kveðja hann. Síðan bara að grilla með bjór í hönd, opna góða vínflösku og njóta rólegs kvölds.

I love it !


Heim

Ég er kominn heim frá Amsterdam og ekki laust við að ég sé þreyttur eftir ferðina. Erfiður fundur, tvisvar sinnum bið á flugvöllum og 2 flug á innan við þremur dögum. Fór samt beint í leikhús í gærkveldi og sá með Önnu verkið Ivanov í Þjóðleikhúsinu. Stórkostlegt verk og stórkostlega gert hjá leikhópnum.

Annars er æðisleg helgi framundan, róleg og góð og svo styttist í Páskana ....


Vikuskýrsla

Núna er vika liðin frá því að við Anna byrjuðum á átökunum og þá er tími að líta til baka endurmeta niðurstöður.  Ég var liðlega 73 kíló í byrjun síðustu viku og þegar ég fór á viktina í sundinu í morgun var ég 71,8 kíló. Sem sagt, árangur. Líklegast er þetta gulrótunum að þakka en hugsanlega hefur eitthvað að segja að ég var með steinsmugu í morgun og vakti mest alla laugardagsnóttina.  Þetta er einmitt vandamálið með túlkun niðurstaða, maður veit aldrei hvaða breytur hefur mest áhrif. T.d. eins og tóbaks framleiðendur segja, það er ekki sannað að tóbak auki líkurnar á krabbameini því það geta verið aðrir þættir sem reykingamenn hafa sameiginlega t.d. að borða óhollan mat, hugsa lítið um heilsuna o.s.frv. sem geta haft áhrif.  Er samt nokkuð viss um að snakk/nammi bindindið hafi haft sitt að segja í þessu tilfelli.

Við vorum með Jökul Frey og Úlfar Frey hjá okkur um helgina og þeir sváfu hjá okkur laugardagsnóttina. Það var yndislegt að hafa þá en lítill var svefninn hjá afa og ömmu. Úlfar var með í eyrunum og var sko aldeilis ekki á því að fara að sofa á laugardagskvöldið og við vorum næstum búin að skutla honum til pabba síns því hann orgaði svo mikið. Hann sofnaði þó um síðir í fanginu á ömmu sinni og afi skaust í apótek til að kaupa stíla. Svo vaknaði snúlli aftur um 12  leitið og var svo í fanginu á afa ( mest sofandi ) til hálf fimm um morguninn. Það var bara gott Heart 

Er að fara til Amsterdam í fyrramálið á fund og kem aftur á fimmtudag. Út, fundur, heim. Gaman gaman. Næ þó örugglega einum til tveimur góðum bjórum .....


Ný ímynd

Ég er allur að breytast eftir að ég hætti að borða nammi og snakk og fór að úða í mig gulrótum í tíma og ótíma. Hér er ný mynd af mér og lýsing:

kanina

Kanínur eru af ættinni Leporidae sem skiptist niður í 6-9 ættliði. Ljóst er að á nokkrum stöðum hérlendis eru kanínur orðnar hluti af dýralífi Íslands. Þegar farið er í göngutúra í Öskjuhlíðinni eða Heiðmörk sjást iðulega kanínur á vappi og finnst mörgum þetta vera góð viðbót við annars fátæka spendýrafánu landsins. Litlar líkur eru á því að menn sjái önnur spendýr á göngu um gróðurrík svæði, sérstaklega á höfuborgarsvæðinu. Þótt hagamýs séu mjög algengar í Heiðmörkinni eru þær vandséðar. Refir halda þar einnig til en menn ganga alls ekki að þeim vísum þar.

En ekki eru allir sáttir við kanínur í náttúrunni hér á landi. Í Öskjuhlíðinni eiga þær til að éta ný blóm sem lögð hafa verið á leiði í Fossvogskirkjugarði. Á Heimaey, stærstu eyju Vestmannaeyja, hafa kanínur lagt undir sig lundaholur, breytt eftir sínu höfði og hrakið lundana burt. Þetta er áhyggjuefni því lundinn er afar viðkvæmur fyrir slíkum innrásum. Reynsla erlendis frá hefur sýnt fram á það.

Villtum kanínum virðist hafa fjölgað hér á landi á undanförnum árum. Er það sérstaklega að þakka mjög hagstæðu tíðarfari yfir vetrartímann sem gert hefur hluta stofnsins kleift að lifa frá hausti fram til vors. Ef fram fer sem horfir, sérstaklega með áframhaldandi hlýjum vetrum, mun útbreiðsla kanína aukast verulega.

Á sumrin lifa kanínur nær eingöngu á grasi en á veturna éta þær ber, rætur, jafnvel trjágreinar og annað sem er í boði úr jurtaríkinu hverju sinni. Helsta ógn þeirra hérlendis er sennilega fæðuskortur sem fylgir mjög snjóþungum vetrum en vetur hafa verið snjóléttir á Íslandi undanfarin ár, sérstaklega sunnan- og vestanlands. Villtar kanínur lifa á mjög köldum stöðum þannig að vetrarkuldinn einn og sér ætti ekki að vera nein fyrirstaða. Því má færa sterk vistfræðileg rök fyrir því að kanínur séu orðnar hluti af íslenskri náttúru.

Við hagstæð skilyrði geta kanínur tímgast ákaflega hratt. Þær verða kynþroska við 2-4 mánaða aldur og er meðgöngutíminn um 30 dagar að meðaltali. Ungafjöldinn getur verið æði mismunandi eða oftast á bilinu 2-12 ungar. Kanínur geta æxlast strax eftir got þannig að á löngu og góðu sumri getur hver kvenkyns kanína (eða kæna sambanber svar JMH og UÁ við spurningunni Hvað nefnast karlkyns og kvenkyns kanínur?) komið sér upp 2-3 ungahópum. Stofnstærð kanína getur því margfaldast við bestu skilyrði.


Gott kvöld

Við fengum góða heimsókn í gær þegar María Björk vinkona kom ásamt strákunum sínum tveimur þeim Stefáni Arnari og Ingva Hrannari. Ég eldaði dýrindis kjúklingarétt úr ítölsku bókinni hans Leifs( slátraði besta lambinu mínu ) og opnaði 2 rauðvínsflöskur.  Við áttum saman yndislega stund og töluðum um heima og geyma, svona ekta ítalskur fjölskyldu kvöldverður.

Framundan er helgin og á morgun fáum við strákana okkar í heimsókn og þeir ætla að gista hjá afa og ömmu af því að Íris er að fara í brúðkaup. Verður reyndar veislustjóri þar. Þetta verður í fyrsta skipti sem Úlfar Freyr sefur annars staðar en hjá foreldrum sínum og þetta verður því fróðleg helgi. Hugsanlega mæti ég í vinnu á mánudag með bauga og þið vitið þá hver ástæðan er ...Sleeping Við hlökkum mikið til að fá lillana til okkar og kremja þá dálítið. Úlfar er með margar fellingar sem hægt er að bíta í og lyktin af honum er dásamleg InLove

Fékk mér gulrót í gærkveldi og nagaði hana til agna. Hoppaði svo upp í rúm og Anna var óvenju sexí. Hoppaði fram úr í morgun og burstaði stóru framtennurnar og greiddi mér um eyrun. Anna var ekki síður sexí um morguninn, skil ekki hvað er í þessum gulrótum ... Man eftir að þegar ég var alveg að sofna í gærkveldi fékk ég einhverja undarlega þörf til að fara niður í Öskjuhlíð ???

Góða helgi.


Draumar

Til þess að láta drauma sína rætast þarf maður að eiga drauma sagði eitt sinn vitur maður. Hversu rétt er það ekki hjá honum en oftast er þessu þó öfugt farið þ.e. menn eiga alltof marga drauma sem þeir hafa svo ekkert gert í til að láta rætast. Oftast vantar fólki drifskaftið ( drifkraftinn ) og þorið til að ganga alla leið.

Ég er einn af þeim sem er sérstaklega jarðbundinn og hræddur við hið óþekkta og því hef ég aldrei tekið skyndi ákvarðanir til þess að eltast við drauma mína eða þrár. Alltaf skal ég taka rökréttu leiðina og mikla jafnvel fyrir mér allar hugsanlegar ójöfnur á þeirri leið. Það er nú hins vegar svo að þó svo hlutir hafa alla tíð verið einhvern veginn þá þurfa þeir ekki endilega að vera þannig alltaf. Ég get t.d. breytt mér meðvitað og farið að taka meiri sjensa, maður á jú bara eitt líf.

Ég hef lengi átt mér þann draum að búa erlendis og kynnast þannig annari menningu en okkar Íslendinga. Ég á mér núna þann draum að flytjast til Ítalíu í einhvern tíma og læra ítölsku og vinna þar í leiðinni. Veit svo sem ekkert við hvað og hvar og ég sé fullt af hlutum sem mæla þessu mót. Það er auðvitað lang einfaldast að láta þessa hluti ákveða að þessi draumur sé og verði bara draumur og halda þannig áfram að vera jarðbundinn en það er líka hægt breyta til og bara kýla á hlutina.

Núna er ég í stuði til þess að kýla bara á það, hver veit.

Annars var speghetti í matinn og ég nartaði í nokkrar gulrætur um kvöldið. Á sama tíma lét ég mig dreyma um Stilton ost og Taylor´s LBC portvín með. Hoppaði samt á æfingu og munaði engu að ég myndi hoppa við í Hagkaup til að kaupa ost. Hoppaði þó beint heim og fékk mér aðra gulrót.

Hoppaði svo fram úr í morgun og leit í spegilinn og tók eftir bæði stóru framtönnunum og loðnu eyrunum. Hvað er að gerast ? Og af hverju er farinn að hoppa þetta út um allt ?   

Má bjóða ykkur gulrót ? hopp hopp .....

Fór í ræktina í morgun, dj.... var ég syfjaður.


Átökin stigmagnast

Kjúklingur með salati í matinn í gær og ekkert nema 1 pera og gulrætur um kvöldið. Fékk fullt af góðum ráðum frá vinum mínum á bloggið mitt og ég veit að ég get hundrað prósent treyst þeim. Stína frænka í Þýskalandi veit nú aldeilis sýnu viti um þessa hluti og María Björk hefur aldrei látið óhollan mat inn fyrir sínar varir.. að ég held og Íris mín, þetta er eílífðar stúdía hjá henni.  Þetta gengur sem sagt sérlega vel nema,,, þegar ég leit í spegil í morgun þá fannst mér eyrun á mér eitthvað skrítin, eins og þau væru búin að stækka og loðna aðeins. Kannski eitthvað í gulrótunum .....

Klæddi mig frekar létt í morgun enda ágætis veður. Svo gott reyndar að fólk var farið að tala brosmilt um vorið á næsta leyti og ég er ekki frá því að ég hafi heyrt fuglasöng í nágrenninu. Breyttist þó heldur þegar ég reyndi að ströggla í gegnum haglél og slyddu lufsur frá Sundlauginni út í bílinn minn.  Fór heim og náði í trefilinn minn .....Undecided Er að fara til Amsterdam í næstu viku í vinnuferð og ég vona að ég fái smá vor í kroppinn þar.

Ég er með töluverðar harðsperrur og ætla því að sleppa ræktinni í dag. Kom on, það er ekki hægt að fara á hverjum degi.

Fór og lét mæla blóðþrýstinginn hjá mér í apóteki í gær og fyrst var hann töluvert hár en síðan eftir 5 mínútna pásu var hann orðinn o.k.  Keypti mér hins vegar blóðþrýstingsmæli, alsjálfvirkan, og kostaði hann litlar 11.000 kr. Ég er nefnilega með of háan blóðþrýsting og tek pillur við því en á að fylgjast grannt með honum. Svo getum við Anna jafnvel  farið í læknisleik en ég veit svo sem ekkert hvernig blóðþrýstingurinn verður þá .....

Setti inn mynd frá Viareggio en þar ætlum við að vera í 2 nætur í sumar ...


Átök

við Anna erum í átaki og saman erum við því í átökum. Átökin ganga út á það að sleppa öllu nammi og snakki í heilan mánuð. Sjá hvort six pakkinn sem ég geymi vandlega undir fitumassa komi ekki í ljós. Ég veit hann er þarna einhvers staðar. Það er svo sem ekki eins og við séum feit en það er alltaf gott að setja sér svona markmið.

Keypti í því tilefni stóran poka af gulrótum því einhver hafði bent mér á að það væri bara fjandi gott að japla á gulrót á kvöldin í staðinn fyrir nammi. Fékk mér eina stóra þegar ég kom af söngæfingu í gærkveldi og fyrsti bitinn var ekkert sérstakur. Næsti var litlu betri og síðasti alveg eins. Veit ekki hvað þessi maður var að tala um. Þegar ég leit í spegill í morgun var ég ekki frá því að framtennurnar í mér hefðu eitthvað stækkað en bumban ekkert minnkað. Við sjáum þó hvað setur því ég á 14 gulrætur eftir ....Crying Hugsanlega prófa ég að salta gulræturnar ... 

Fór í ræktina í gær og í morgun og svo kannski á morgun ..


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband