3.3.2008 | 09:13
Ítalskt læri
Ég veit ekki hvort spennan hjá mér út af ítalíuferðinni sem ég er að skipuleggja sé orðin það mikil að ég var með ítalskt þema í matargerðarlistinni um helgina eða hvort ég sé einfaldlega orðinn Ítali í mér. Gæti líka hugsanlega verið ótrúlega flott bók með ítölskum upskriftum frá Leifi vini mínum á La Primavera. Hann er jú einn af albestu kokkum landsins.
Altént eldaði ég lambalæri á ítalska vísu upp úr þeirri bók og þvílíkt lostæti. Skar 8 vasa í lærið og setti þar í beikon, hluta úr hvítlauksgeira og ferska rosmarin grein. Kryddaði með Maldon salti og svörtum pipar. Var með Írisi, Óskar og lillana í mat og þetta var bara æðislegt ! Skolaði þessu niður með Norton Malbec Reserve, afar fínlegu víni frá Argentínu.
Að öðru leiti var helgin eins og ég lofaði, afar róleg. Yndislega róleg ef því er að skipta. Jökull var hjá okkur laugardagsnóttina þannig að það var hafragrautur, soðið egg og lýsi í morgunmat, barnamessa í Bústaðakirkju með ömmu og afa o.s.frv. Næstu helgi ætla svo báðir bræðurnir að sofa hjá okkur og það verður í fyrsta skipti sem Úlfar Freyr sefur hjá öðrum en foreldrum sínum. Það verður fróðlegt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.2.2008 | 11:08
Flensufjandi
Jebb, búin að liggja marflatur í 3 daga með allt það sem tenór vill ekki vera með, þ.e. háin 4. Horleka, hálsbólgu, Hósta og hita. Að auki Hundleiddist mér líka og þar bætist við enn eitt háið en ég notaði þó tímann í að lesa markaðfræði mér til fróðleiks og skemmtunar.
Framundan ( að ég held ) er fyrsta rólega helgin á árinu og það er akkurat ekkert að gerast ! Sem er æðislegt og þá getum við hjónakornin bara notið þess að vera saman, fara í ræktina og nýju útipottana þar, fá sér kaffibolla á Kaffitár, elda góðan mat og opna góða vínflösku. Dútla aðeins í heimilisverkum og fá sér góðan morgunmat.
Híbba híbba angeló angeló
Góða helgi öll sömul.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2008 | 12:58
Friðrik ómar hátt í tómri tunnu
Já júróvisíon að baki og við sendum ekta júróvisíon lag sem okkar framlag. Var að vísu að vona að Dr.Spock færi en það má eiginlega segja að þau tvö lög sem voru í öðru og þriðja sæti hafi algerlega náð að klúðra sér sjálf.
Það er auðsjáanlegt að Dr. Gunni hefur ekki nennt að fara út því breytingar sem hann gerði á annars flottu lagi sínu voru fáranlegar. Til hvers í ósköpunum að breyta textanum yfir í serpnesku þegar lagið er enn að keppa á Íslandi. Þetta kom verulega illa út með laglínunni og menn sem þurfa á síðustu stundu að læra serpneskan texta verð mun óöruggari í söngnum fyrir vikið.
Og Hey hey hey, guð minn góður ! Söngkonurnar klúðruðu algerlega söngnum og ég var ekki viss á tímabili hvort þær væru að syngja sama lag. Þetta var ramfalskt og náði sér ekki fyrr en um mitt lag. Ótrúlegt samt hvað vöðvatröllin náðu að berja bumbur og syngja í takt í leiðinni. Ho ho ho fyrir þeim.
Breytingar sem gerðar voru á sigur laginu gengu hins vegar algerlega upp og söngvararnir voru í fanta formi. Þetta lag kemur að öllum líkindum til með að sigra keppnina enda með smá lagstúfa frá flestum löndum í Evrópu. Maður á hins vegar aldrei að berja sér á brjóst ( nú eða tunnu ) á kostnað annara heldur af eigin verðleikum, Friðrik Ómar. Veraldarvanir menn eins og þú eiga nú ekki að fara í fýlu yfir smámunum.
Annars var hreindýrið gott á föstudaginn svo ekki sé talað um vínin og félagsskapinn. Við Anna fórum fyrst heim að venju ...
Fengum lillana okkar lánaða í gær og fórum með þá niður á tjörn. Þeir voru yndislegir báðir tveir. Var hins vegar orðinn slappur í gærkveldi og fylltist svo af kvefi og hálsbólgu um nóttina og er nú í vinnunni með rennandi nef, hóstandi sýklum í allar áttir og vorkenni mér ógurlega.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.2.2008 | 14:35
Afi gamli
Ég bara varð að láta þennan flakka, einn af þeim betri.
Drukkinn maður gengur inn á bar þar sem mótorhjólagengi heldur til, sest við barinn og pantar sjúss. Hann lítur í kring um sig og sér þrjá mótorhjólatöffara sitjandi við borð. Hann stendur upp, staulast að borðinu, hallar sér fram, horfist í augu við stærsta, illvígasta mótorhjólatöffarann og segir: "Ég kom við hjá ömmu þinni í dag og ég sá hana á ganginum kviknakta. Maður minn, hún er stykki sem stingandi er í!" Mótorhjólatöffarinn horfir á hann og segir ekki orð. Félagar hans eru undrandi, því hann er hörkunagli og er vanur, að efna til slagsmála út af litlu tilefni. Sá fulli hallar sér yfir borðið aftur og segir: "Ég fékk það hjá ömmu þinni og hún er góð í rúminu, sú besta se ég hef nokkur tíma prófað!" Félagar mótorhjólatöffarans eru að verða alveg brjálaðir úr reiði, en mótorhjólatöffarinn segir ekki orð. Sá fulli hallar sér yfir borðið einu sinni enn og segir, "Ég skal segja þér svolítið annað, drengur minn, ömmu þinni fannst það helvíti gott!" Þá stendur mótorhjólatöffarinn upp, tekur um axlirnar á þeim fulla, Horfist í augun á honum og segir........... "Afi,....... Farðu heim, þú ert fullur |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2008 | 09:24
Ferðin fræga
Nú eru línur aðeins byrjaðar að skýrast með ferðina til Ítalíu í sumar. Það liggur því miður fyrir að Sigga H og Steini komast ekki með okkur en ekki loku fyrir því skotið að aðrir kíki á okkur. Ég var að ganga frá viku gistingu í Chianti héraðinu í Toscana 28. júni - 5. júlí og gisti hjá einum af okkar fremstu vínbændum Castello di Fonterutoli. Þetta er markgreifa fjölskylda og er með nokkur hús og íbúðir til leigu, svokallað Hamlet ( smá þorp/húsaþyrping ) " Því miður " var 2ja manna íbúðin ekki laus þannig að við fengum 4ra manna 100 m2 íbúð með útiaðstöðu, arni og fl. Hér í eftirfarandi link má sjá íbúðina og skoða umhverfið. http://www.mazzeihospitality.it/sezione4.php?Id=2
Þetta er örstutt frá Siena og örstutt frá öllum æðislegu litlu smábæjunum í Toscana. 10 mínútur frá er t.d. smábær sem heitir Castellina og þar er frábær einnar stjörnu Michelin veitingastaður sem við eigum örugglega eftir að fara á. Það skemmtilega við þetta er að íbúðin er fyrir 4 þannig að við getum alltaf tekið með okkur gesti .... Markgreifinn af Fonterutoli ætlar svo að taka okkur í túr um víngarðinn , smakka vínin með okkur og sýna okkur nýjan vínkjallara, en leiðinlegt ...
Við erum að spá í að gista fyrstu 2 næturnar í La Spezia eða nágrenni og taka dags skoðunarferð um Cinque Terre sem er ótrúlegt svæði. Kannski verður svo ein nótt í Lucca með óperuferð og ein nótt í Flórens og kíkja á frægan veitingastað sem heitir Cibréo http://www.fabiopicchi.it/index.html og svona gæti ég endalaust haldið áfram.
Er að fara í matarboð í kvöld með Siggu H, Ingu Klemmu og Hjálmari og síðast en ekki síst, Möggu og Dennis. Magga er systir Siggu og býr í Englandi. Við heimsóttum þau fyrir 2 árum síðan og vorum með þeim á Suður Englandi í viku, æðisleg ferð. Það verður hreindýr og ég ætla að splæsa í alvöru rauðvín, Quinta do Crasto Reserve frá Portúgal. Vín sem fékk hvorki meira né minna en 95 í einkunn hjá Winespectator um daginn. Það eru einungis afburðavín sem fá slíka einkunn.
Að öðru leyti held ég að helgin verði bara tiltölulega róleg.
Áfram Dr.Gunni, áfram Dr.Spock ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.2.2008 | 16:38
Ítalía hér kem ég !
Var í 3ja söngtímanum mínum í dag og mér hefur farið svo mikið fram ( held ég ) að ég er farinn að leggja að því drög að flytja til Ítalíu og leggja alfarið fyrir mig söng. Uno furtiva hér kem ég ....
Að því tilefni held ég að ég hafi ítalskan mat í kvöld og opni flösku af ítölsku víni. Sest svo inn í stofu með bellunni minni og æfi nokkra ítalska dúetta til þess að vera betur í stakk búinn til að taka að mér stór hlutverk þegar þau bjóðast. La Donna mobile, Celeste Anna Birgitta ...
Chiao.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2008 | 12:29
Down to the Powerpoint
Er á powerpoint námskeiði þessa dagana fyrir hádegi og gengur svona nokkuð vel. Samt alveg með ólíkindum hvað þetta er allt auðvelt hjá þeim sem kunna þetta út og inn og liggur við að kennarinn sé pirraður þegar einhver af okkur fylgist ekki alveg með og skilur ekki allt. Samt er þessu námskeiði ætlað að kenna okkur, ég hefði t.d. aldrei farið ef ég hefði kunnað þetta ....
Helgin var prýðileg á Rjúpnavöllum og þorrablótið fór vel fram. Við Anna þekktum náttúrurulega nokkur andlit sem þar voru og að venju vorum við alltaf fyrst í koju. Erum ekkert rosalega miklir sukkarar. Veðrið, hins vegar, var alveg ótrúlega leiðinlegt, grenjandi rigning og rok allan tímann og lítið hægt að stunda útiveru. Svo erum menn að tala um að vorið sé komið, HALLÓ ! Ef þetta er vorið má ég þá biðja um veturinn. Það er eitthvað skrítið byrjað að vaxa milli tánna á mér ....
Fórum í ræktina í morgun og ég tók verulega á því og svitnaði mikið, ótrúlega hressandi. Á svona tíma og í svona veðri er nauðsynlegt að sprikla dálítið og fá þannig útrás.
Chiao for now.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2008 | 16:20
Bokken kommet hjem
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2008 | 09:43
Brennivín og bokken
Er að fara í Ríkið á eftir til að kaupa íslenskt brennivín. Ástæðan er þorrablótsferð sem við erum að fara í upp undir Heklu rætur með Steina, allri hans stór fjölskyldu og Siggu h. Það verður geðveikt stuð og Eiki verður að venju með gítarinn þannig að söngurinn verður í hávegum hafður. Búinn að pilla humar og ætla að vera humarsúpu í hádeginu á laugardag áður en haldið verður í óvissuna uppi á fjöllum. Þoramaturinn verður svo fram borinn um kvöldið og síðan kvöldvaka. Sem sagt.. Gekt !
Ó mín flaskan fríííííða ...........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2008 | 08:59
Brúðguminn
Við fórum eftir vinnu í gær að heimsækja Lindu okkar og sjá nýja litla prinsinn hennar sem var að koma í heiminn. Ég hef sjaldan séð jafn skýran nýfæddan strák, hann var eins og gamall karl þegar hann horfði á okkur íhugull og með hálfgildings glott á vör. Yndislega fallegur og mamman var töluvert þreytt enda frekar erfið fæðing.
Fórum svo beint að sjá Brúðgumann í Háskólabíó og þvílík mynd. Nánast allir leikararnir áttu stórleik og ekki gat ég gert upp á milli þeirra. Verð þó að nefna leik Margrétar Vilhjálms sem var stórkostlegur. Ótrúlega skemmtileg og manneskjuleg mynd og umhverfið náttúrulega ægifagurt. Ég verð að heimsækja Flatey sem fyrst. Mæli með að allir sjái þessa mynd.
Fórum svo á nýjan ítalskan skyndibitastað í fenunum sem heitir að ég held Sparro, ágætis matur á fínu verði. Tóku matinn með okkur heim og létum okkur dreyma um að við værum þegar komin til Toscana .......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)