12.2.2008 | 12:46
Súpertenór
Við fengum yndislega heimsókn í gær þegar María Björk vinkona okkar frá Sauðárkróki kom og svaf hjá okkur. hún kom færandi hendi með gamlar upptökur frá Karlakór Akureyrar/Geysir þar sem nokkrir einsöngvarar stigu á stokk. Meðal einsöngvaranna var pabbi hennar Maríu, Ingvi Jóhannson og þvílíkur söngvari sem hann er ! Ég var svo sem búinn að heyra að hann hefði verið eitt aðalnúmerið í Karlakórnum en bjóst nú samt ekki við þessu. Yndisleg rödd sem virkaði verulega ítölsk með fallegu klangi. ( Kristján hvað ... ) Til hamingju með þetta kæri vinur !
Ég er sjálfur að fara í tíma númer tvö hjá kennaranum mínum honum Hlöðveri á fimmtudag. ég verð aldrei jafn góður og Ingvi en það má alltaf bæta sig.
Næstu helgi erum við að fara næstum upp á hálendi með Steina og hans stór fjölskyldu. Þar á að halda mikið þorrablót og er búist við um 50 manns. Þetta verður haldið á Rjúpnavöllum og vafalítið mikið sungið og spilað, sérstaklega þar sem Eiki verður með í för. Vona bara að veðrið verði skaplegt ...
Verð að hitta hann Úlla minn í kvöld .......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2008 | 11:13
Skuggavaldur
Rétta nafn mannsins var reyndar Milli og dró ekki nafn sitt af ríkidæmi hans heldur hversu margar sögur hann gat sagt og ekki síður hversu mörg svör hann hafði á reiðum höndum, oft á tíðum mjög reiðum höndum. Það kom enginn að tómum kofunum hjá þessum manni nema hugsanlegum nokkrum gömlum og ónýtum kofum. Skuggavaldur bar undarlega kórónu sem einungis hinir útvöldu gátu séð. Fyrir almúgann leit þetta hins vegar út eins og hrafnahreiður ofan á höfði mannsins og kom kuldahrolli í hvern þann sem það leit.
Þeir sem dirfðust að vera á móti Skuggavaldri féllu með það sama, í skuggann af manninum. Þeir sáust þá aldrei framar.
Einn var þó sá maður sem þorði að bjóða Skuggavaldri byrginn. Þessi maður var kallaður heilarinn og hvar sem hann fór birti upp og skugginn sem fylgdi hinum illu hvarf eins og dögg fyrir sólu við ásjónu hans. Ásjóna hans þótti ,nóta bene, einkar falleg og hafði mikil áhrif á vinsældir hans. Þessi maður stóð einn daginn upp og með orðin ein að vopni skoraði hann Skuggabaldur á hólm. Skuggabaldur reyndi að bregða fyrir sig alls kyns sögum, hann reynda að bregða fyrir sig alls kyns svörum, hann reyndi jafnvel að bregða fyrir sig 6 skuggunum sínum en allt kom fyrir ekki. Hann reyndi að endingu að leita til véfréttarinnar miklu og hárprúðu til að fá ráð en hún var bara eins og gömul slitin plata spilandi gömlu lummurnar.
Að endingu féll hann fyrir munni Heilarans og í einu vetfangi hvarf skugginn sem hvílt hafði yfir öllu. Í stað skuggans kom ljósið, í stað dimmrar næturinnar rann upp nýr og betri Dagur. Bjartur Dagur sem skuggarnir höfðu í heimsku sinni búið til. Dagur framtíðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2008 | 13:43
La Traviata í kvöld
Loksins, loksins get ég notað nýju svörtu ítölsku Finucci jakkafötin mín því við vorum svo heppin að áskotnast miðar á sjálfa frumsýninguna á La Traviata ! Hlakka ekki smá til að vera innan um allt fyrirfólkið í Reykjavík og hlakka ekki síður til að sjá og heyra Sigrúnu Pálma syngja hlutverk Violettu.
Seinast þegar ég heyrði hana syngja þá var það dúett með ekki minni söngkonu en Önnu Birgittu Bóasdóttur og mátti ekki milli sjá hvor var betri !
Er að fara heim að ná í kanóinn minn niður í kjallara, maður verður að komast einhvern veginn í kvöld ......
Eigum 2 miða á óperuna þann 17. feb .......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.2.2008 | 09:12
Vetrarhátíð sæl og blíð
Ég held að Veðurguðinn hafi eitthvað misskilið þessa vetrarhátíð okkar í Reykjavík því hann úthellir þvílíku vetrarveðri yfir okkur að erfitt er að taka þátt í henni. Hann er örugglega ánægður með sjálfan sig þessa stundina. Elsku Stulli minn, ef þú ert þarna einhvers staðar, danglaðu þá í hann og komdu fyrir hann vitinu
Við erum bæði búin að ná heilsu og ætluðum svo sannarlega að taka þátt í vetrarhátíðinni í kvöld, fullt um að vera. Það er hins vegar ekki útlit fyrir að það takist þar sem hann spáir úrhelli og rigningu þannig að verður asahláka og ég veit ekki hvað. Menn og konur siglandi um á kanóum milli safna syngjandi ó snjó ó míó innan um léttklædda afríska karnival dansara. En þetta er allt í lagi því Siggi stormur spáði því að einungis væri eftir ca 3 vikur í slíku veðri og svo tæki við mun betra veður, bara rigning.
Skil ekki þetta með Villa Þvill. Ef hann myndi nú druslast til að segja af sér myndi hann redda öllum út úr ógöngum og sitja sjálfur eftir maður af meiri. Þá væri skýrslan fræga ekki eitthvað ómerkt plagg því þá væri einhver búinn að axla ábyrgð og Sjálfstæðisflokkurinn myndi standa mun sterkari eftir með Hönnu Birnu sem forystusauð. Í staðinn lætur Villi gera minna og minna úr sér í hverjum umræðuþættinum á fætur öðrum og er á endanum eðlilega gráti nær. Hvar er Davíð ?
Hvar er sumarið. Hvar eru blómin sem gróa í haga. ( sungið með laginu " hvar er eilífðin ")
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2008 | 11:06
Klósettferðir
Vaknaði í nótt og rétt náði inn á klósett. Dvaldi þar drjúgan hluta af nóttina. Asnaðist samt við að fara í vinnuna þar sem ég er einn í Víndeildinni sem stendur, hinir 2 eru í 15°hita í Borgougne í Frakklandi smakkandi eðalvín.
Byrjaði á því að eyða 3 kortérum í að moka og ýta 2 bílum og sigldi svo á mínum í gegn eins og ekkert væri. Er nú á leiðini heim til Önnu sem enn er veik í maganum. Hefði betur bara verið heima .....
Og við sem ætluðum aldeilis að taka þátt í Vetrarhátíðinni í kvöld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.2.2008 | 10:30
Draumfarir ekki sléttar
Ég hangi enn uppi en lillan mín er enn heima veik. Ældi öllum kvöldmatnum rétt fyrir svefninn. Ég dreymdi hins vegar alls kyns vitleysu í nótt ( að venju ) allt um nám og vinnu.
Dreymdi að ég var að fara í eitthvað tiltekið nám og þurfti til þess að fara til Frakklands. Þegar ég var þangað kominn kom í ljós að ég var að fara í fullt nám í Frakklandi og fékk úthlutað herbergi til að sofa í. Mér rann kalt vatrn milli skins og hörunds því þetta var allt annað en ég gerði ráð fyrir, ætlaði bara að stunda eitthvað nám með vinnu. Vissi ekki mitt rjúkandi ráð, Anna á Íslandi og ég með engar tekjur. Ég varð að viðurkenna fyrir konunni ( sem ég veit ekkert hver var ) að ég hefði gert mistök og yrði að fara heim aftur. Sat eftir með kostnaðinn af ferðinni og mig minnir að flestir hafi hlegið af mér. Hjúkk
Annað kvöld byrjar Vetrarhátíðin í Reykjavík með skrúðgöngu frá Skólavörðuholtinu og við Anna ætlum að taka þátt ef hún verður orðin góð. Gaman væri að fá vini okkar með, hlusta á fallega tónlist, njóta lista og fá sér kannski saman bjór eða hvítvín einhvers staðar. Hvað segiði um það ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2008 | 09:48
Magapest
Við hjónin vöknuðum í nótt með magapest, Anna sýnilega verri enda faðmaði hún klósettskálina nokkrum sinnum í nótt. Ég hékk á hor riminni og er mættur í vinnuna en Anna er heima. Annað hvort er þetta þessi blessaða pest sem er að ganga eða öllu verra, það sem við fengum okkur í gærkveldi.
Við erum í aðhaldi og borðum ekkert snakk eða nammi en fengum þá snjöllu hugmynd að búa til boost drykk. Náðum í frysta ávexti í frystirinn og settum saman við klaka og skyrdrykk og í mixerinn. Þetta smakaðist ágætlega og við vorum smjattandi á þessum dýrðardrykk þangað til Önnu var litið á expiry deitið á frosnu ávöxtunum og sá árið 2004 ..., þá var þetta ekki lengur gott. Talandi um ógeðisdrykki. Ég ætla bara hreint að vona að þetta sé ekki ástæðan og við séum komin með matareitrun
Það ólgar í maganum á mér við tilhugsunina eina en ég vona að ég hangi uppi í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2008 | 12:07
Helgin hér og þar
Er liðin í aldanna skaut og aldrei hún kemur til baka. Sem í sjálfu sér er í fínu lagi þar sem þetta var ekkert sérstök helgi. Það sem stóð upp úr eru litlu afa/ömmu strákarnir okkar sem komu í heimsókn. Úlfar var hjá okkur í 3 tíma og setti nýtt met, var í 3 tíma í burtu frá mömmu og pabba án þess að gráta Jökull var svo hjá okkur yfir nótt og fór í kirkjuna með ömmu og afa á sunnudagsmorgun.
Það sem var kannski sérstakt við helgina eru miklar pælingar okkar Önnu um lífið og tilveruna. Hver er tilgangurinn ef einhver er og hvað á maður að stefna að. Pælingar um vinnuumhverfi, þarfafrek áhugamál o.s.frv. Það er öllum nauðsynlegt aðeins að pæla í slíkum málum við og við frekar en að fljóta endalaust á báti venjunnar að ósi hins kunna og verndaða. ( vá ! )
Er maður á réttri hillu í tilverunni eða á maður að kúvenda og reyna eitthvað alveg nýtt ? Reyna fyrir sér erlendis, fara í þróunarhjálp og láta gott af sér leiða o.s.frv. Kannski eru þessar pælingar bara tilkomnar út af dimmum vetrinum og frosthörkunum, hver veit.
Hvernig væri t.d. að opna ekta íslenskt bakarí í Flórens á Ítalíu. Það er nú ekki eins og ítölsku brauðin og kökurnar séu mikið til að hrópa húrra fyrir. Fá Valda vin minn bakara til að koma með í dæmið og þetta yrði ekki eingöngu frábært bakarí heldur myndi söngurinn óma um salarkynnin og boðið væri upp á einsöng, dúetta og tríó ( ég, Anna og Valdi ) meðan gestir væru að gæða sér á spelt brauði með hangiketsáleggi eða kæfu. Eingöngu væri selt íslenskt vatn og kaffi frá Kaffitár.
Seinna meir væri svo hægt að útvíkka aðeins conceptið og opna litla trattoríu við hliðina með íslenskum matseðli sem Björk mælir með og þegar litla veitingahúsið við hliðina á því leggur upp laupana út af þessari óvæntu en ánægjulegu samkeppni þá opna Anna og Fanney ( konan hans Valda ) litla tískuvöruverslun sem selur eingöngu íslenska hönnun.
O sole mio !
Getur þetta nokkuð klikkað, er þetta ekki pottþétt hugmynd ? Við myndum svo loka í 2 mánuði á veturna og fara upp í Val Gardena og vinna á skíðahótelum þar í þann tíma. Skella sér á skíði á milli og gott sauna.
Skírum fyrirtækið " The Icelandic Wonder "
Er þetta ekki málið .....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.1.2008 | 09:48
Kílóin af !
Plokkfiskur með þrumara í matinn í gær og vínber um kvöldið. Og viti menn, 1,2 kíló farin á viktinni í morgun. Svo er fólk að segja að þetta sé erfitt ....
Pantaði ferðina til Ítalíu í gær þannig að nú verður ekki eftur snúið. Mussolini, milano prego allore italiana si si. Nú er bara að finna flotta íbúð eða hús í Toscana ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2008 | 09:29
Háskólanám
Ég var búinn að ákveða með sjálfum mér að stíga stórt skref og fara í nám samhliða starfi hjá Háskóla Íslands næsta haust. Námið var markaðsstarf og alþjóðasamstarf. Tók 3 annir eða eitt og hálft ár og ég búinn að gíra mig upp í það. En, viti menn, ég var að frétta það áðan að þeir ætla ekki að bjóða upp á þetta nám og engin annar háskóli gerir það heldur. Nú er ég mjööög fúll og þetta breytir töluverðu fyrir mig. Er að skoða styttri nám annars staðar .
Fór í ræktina í morgun og borðaði lítið í gær, fékk mér bara vínber um kvöldið sem eru mjög holl. Fiskur í kvöld og meiri vínber.
Næsta helgi er strembin, 2 þorrablót og hugsanlega sumarbústaðaferð. Ekki allt í einu en ég verð að velja á milli. Næsta víst að maður grennist ekki á því .....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)