Ofboðið ?

Ég er aldeilis hræddur um að ég hafi ofboðið ykkur með því að halda fram að vorið sé kom. Tek þetta hér með aftur og býð Vetur konung velkominn á ný. -15° framundan..veit einhver um ódýra ferð til Spánar ?

Annars erum við að öllum líkindum að fara austur til Egilsstaða um páska, verður vafalítið skírn.

 Meira um það síðar.

 


Vorboðinn

addi syng

Sannlega segi ég yður, vorið er á næsta leiti Blush


Dýrðlingarnir

Ég var að passa 2 lítil börn á laugardagskvöldið, Úlfar sem er 18 mánaða og Heklu sem er 2ja mánaða.  Mamma og Pabbi fóru á árshátíð. Þau voru bara yndisleg, Úlfar fór bara upp í rúm kl. 8 og sofbnaðui eftir smá tíma og lillan sofnaði í stólnum sínum stuttu seinna. Ég bara brosti mínu breiðasta og sendi sms í allar áttir til að monta mig. Svo vaknaði lilla og grét svo hátt að Úlfar vaknaði líka og ég tvísteig með hana í fanginu og Úlfar grátandi í rúminu sínu og vissi ekki mitt rjúkandi ráð.

Þá hringdi síminn og í honum var nágrannakona mín að segja mér að þakglugginn á baðinu hjá mér hafði fokið upp og skelltist fram og aftur. Snjókoman og rigningin áttu því greiða leið inn í íbúðina. Nú voru góð ráð dýr, Anna á Óperunni, foreldrarnir á perunni ( kannski ekki Íris Wink) og ég tvístígandi með 2 litla engla. Sem betur fer náði ég í Írisi sem hringdi í mömmu sína og hún kom og tók við af mér. Ég brunaði heim á leið og bjóst við að sjá íbúðina í rúst og vatn rennandi niður tröppurnar. En nei, það var bara allt í lagi nema það var opið upp til Sússa sem hefur örugglega séð til þess að ekkert kom fyrir. Ég náði að loka glugganum sem var stráheill og batt hann rækilega niður í rokinu.

Svo kíkti ég í heimsókn til Emmu okkar á sunnudeginum eftir að hafa hlustað á Kristján Jóhannson syngja 2 lög í Bústaðakirkju. Flottur karlinn.

Þannig var ég umvafinn dýrðlingum þesa helgi Halo

 


Sjálfstæð hugsun ?

Hvernig má það vera að flokkurinn sem fyrst og fremst kom okkur Íslendingum á kaldan klaka með frjálslyndis sjónarmiðum, trausti á þá unglinga sem þeir fólu í hendur allt fjármálakerfi Íslands og ekkert eftirlit með þeim skuli enn í dag vera stærsti stjórnmálaflokkur Íslands. 

Halló Íslendingar, er ekki allt í lagi ??


Helgin

Á frí í kvöld, ætla bara að búa til einhvern góðan kjúklingarétt handa okkur Önnu og drekka smá vín með. Ætla samt fyrst í heimsókn í Selvaðið að sjá litlu kjúklingana mína á eftir.

Skólinn í fyrramálið og heimsókn í Borgarleikhúsið vegna lokaverkefnis. Síðan ætla ég að passa litla prinsessu sem heitir Hekla Guðbjörg á laugardagskvöldið.InLove Aleinn því Anna er að fara í Óperuna.

Sunnudagurinn verður svo vafalítið notaður í útivist og hugsanlega að hitta góða vini Smile

Chiao for now og góða helgi.


Framhaldsnudd

Fór aftur í morgun og er á lífi. Nú er doðinn farinn að færast um allan líkamann, hugsanlega eru þetta samt venjulegir verkir. Held þeir hafi hugsanlega misskilið mig þegar ég sagði þeim frá doðanum og ég vildi losna við hann því hugsanlega eru þeir að reyna að koma honum út um allan líkamann. Veit ekki. Ég er með svo mörg nálargöt að ég held ég sé farinn að leka. Ég þori í það minnsta ekki að drekka of mikið. Næsti tími er á mánudagsmorgun.

Setti hér inn mynd af þeim fallegur frænkum Heklu og emmu þegar þær hittust í fyrsta sinni í gær. er til eitthvað yndislegra ?


Austurlenskt nudd

Ég er búinn að vera með doða í 3 puttum undanfarið og var ráðlagt að fara í nudd af heimilslækni. Nú ég fór í nudd á Kínverska  náttúrulækningastofu á Hverfisgötunni og er algerlega agndofa eftir. líka í puttunum þremur.

Það byrjaði á því að kínverji tók á móti mér sem talaði nánast enga íslensku og enga ensku. Held reyndar að hann hafi verið ágætur í kínversku en hef ekki nógu mikla þekkingu til að skera úr um það. Svo kom " my boss " sem talaði aðeins betri íslensku. Nú ég var drifinn inn í herbergi og settur á grúfu á bekk með andlitið ofaní holu. Ég sá lappirnar á kínverjanum undan borðinu og sá þegar hann fór úr skónum og hvarf svo allt í einu. Næst finn ég þegar hann er kominn upp á bakið á mér og farinn að traðka á mér öllum hátt og lágt.  Hann staldraði sérlega lengi ofaná þjóhnöppunum og það er óvíst að ég geti haft hægðir á næstunni. Síðan var ég nuddaður hátt og lágt, snúið við eins og kjúklingi með vissu millibili og klipinn hér og þar. Allan tímann spurði hann mig " hurt ? hurt ?" og ef ég hefði svarað því neitandi hefði ég verið dáinn. Síðan setti hann einhvern slöngivað á hökuna á mér og fór í reiptog við hausinn á mér og ég var skíthræddur um að hann myndi slíta hann af.

Allan tímann var hann svo að spyrja ( að ég held ) hvort doðinn í fingrunum væri ekki farinn en ég var ekki var við neina breytingu. Nú voru góð ráð dýr en þá var kallað á bossinn og hann tók mig hálstaki og reyndi af fremsta megni að slíta af mér hausinn. Það tókst sem betur fer ekki en ég heyri enn smellina í hálsinum. Ekki fór doðinn og þá fór hann og kom inn með fullt af nálum sem hann stakk í mig hér og þar í handlegginn og hætti ekki fyrr en ég æpti. Síðan " slappaði " ég af í 5 mínútur áður en ég mátti klæða mig.

Ég kom svo fram og hitti bossinn sem tjáði mér að ég þyrfti að koma tvisvar í viðbót því þetta tæki allt tíma. Fyrir þessa 3 tíma snaraði ég fram 27.000 krónum og ég ætla hreint að vona að hann hafi rétt fyrir sér með að þetta lagist smám saman. Ég á tíma aftur í fyrramálið og við sjáum hvað setur. Ég ætla að kíkja aðeins og kínversku orðabókin mína til öryggis í kvöld því mér fannst margt af því sem þeir sögðu sín á milli vera glettilega líkt " dauðans matur " eða " vonlaust case "

Læt ykkur fylgjast með og vona að þetta sé ekki mitt síðasta blogg ...Sick


Vorboðinn ?

Ég grillaði í fyrsta skipti í gærkveldi og drakk ískaldan bjór með. Með skjálfandi hendur skellti ég grillinu í gang einn tveir og bingó og grillaði svínakamb beinlausan. Æðislega gott og ég opnaði meira að segja rauðvín með sem hentaði einkar vel rauða nefinu.

Vorboðinn ? tja ..... 


Námið

Var að fá einkunnir úr þessum áfanga þ.e. úr 2 hópverkefnum og prófinu. Var hæstur með 8,5 í meðaleinkunn.

Kallinn Smile


Norðurferðin

Við komumst heim við illan leik í gær úr annars frábærri norðurferð.

Við byrjuðum á Sauðárkróki á fimmtudag og vorum við opnun á Frístundarhúsinu sem búið er að vera draumur Maríu í langan tíma. Langþráður draumur orðinn að veruleika og Sauðárkrókur búinn að staðsetja sig sem frumherja í því að efla samskipti fjölskyldu og mismunandi aldurshópa. Til hamingju með þetta María og Sauðárkókur. Vorum svo í góðu yfirlæti hjá Maríu og Ómari að venju.

Á föstudag fórum við svo norður til Akureyrar því aðal tilgangur þessarar ferðar var að syngja í brúðkaupi hjá dóttur vina okkar, þeim Gunni og Steingrími. Það var eins og við manninn mælt þegar þau eru annars vegar, það var höfðinglega tekið á móti okkur. Fengum lánaða fallega íbúð á meðan dvöl okkar stóð og eftir okkur beið freiðivín, ávextir og falleg handklæði á rúmum sem búið var að bródera með nafni okkar beggja. Gunnur er einstök kona.

Nú, okkur var boðið út að borða á Rub 23 á föstudagskvöldið þar sem við áttum notalega stund og daginn eftir var byrjað að snjóa. Það snjóaði svo og snjóaði allan daginn og ég var farinn að óttast að við kæmumst ekki til baka fyrr en með vorinu ...Blush Örugglega meters nýfallinn snjór.

Jæja, við fórum svo á æfingu með organistanum en við sungum í Akureyrarkirkju hvorki meira né minna.  Organistinn var reyndar úr Glerárkirkju. María kom svo til Akueryrar þannig að þær vinkonur fengum smá tíma saman.

Við sungum svo í brúðkaupinu í kirkjunni og það gekk afar vel. María Björk og Ingvi pabbi hennar komu og hlustuðu á okkur. Sungum sálm, Sól Rís og Jörð, allt í 2 röddum. Síðan var brúðkaupsveislan í Ketilshúsi og þvílík veisla ! Glæsileg brúðhjón þau Hulda og Þórir, glæsilegir foreldrar og ekki síst, glæsilegur veislustjóri hann Vignir. Það hélt áfram að snjóa allan tímann ...vorum komin heim um kl. 2 um nóttina.

Daginn eftir var útlitið sérlega slæmt, sást varla út fyrir snjóbyl og fjúki en við ákváðum samt að láta slag standa og leggja í hann suður. ( fékk meira að segja Önnu til að samþykkja það, hún var reyndar ótrúlega róleg allan tímann )

Stærsta hluta ferðarinnar var mjög blint og hált og sér í lagi á Holltavöruheiði þar sem maður rétt sá í næstu stiku. Við komumst hins vegar heil á höldnu heim eftir ævintýralegan og umfram allt skemmtilegan túr. Þessi fjölskylda öll sem við vorum að syngja fyrir er algerlega sér á parti. Ótrúlega flott Smile

Vorum frekar þreytt í gærkveldi og sofnuðum " frekar " snemma Sleeping


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband