Gleðilegt nýtt ár !

Ótrúlegt en satt, nú hefur árið 208 helst yfir okkur með braki og brestum og ég er algerlega óundirbúinn ! Ég gat kannski ekkert við því gert ....

Þetta er búinn að vera góður tími um jólin og áramótin, tími áts, drykkju og leti eins og vera ber.  Við brugðum heldur betur út af vananum þegar við leigðum VR bústað í Húsafelli og eyddum áramótunum þar. Fórum á föstudaginn síðasta með þvílíkt hlaðinn bíl af skrauti og kræsingum og komum svo aftur til baka í fyrradag. Steini var hjá okkur um helgina með börnin og áttum við góðar stundir saman. Íris, Óskar, Jökull og Úlfar ætluðu svo að koma á gamlársdag og vera með okkur um kvöldið en komust ekki þar sem lilli var orðinn veikur.

Við vorum því 2 ein gömlu hjónin með humarinn og 3ja kílóa hægeldaða svínabóginn okkar. Erum enn að japla á honum. Þetta var samt yndislegt og afar afslappandi. Fórum í göngutúra og pottaferðir í brjáluðu veðri og nutum þess að vera saman. Rómantíkin sem sagt í algleymi.

Nóg að gera um helgina, erum að fara í partí á föstudagskvöldið og líka á laugardagskvöldið þannig að árið byrjar með hvelli.


Áramót

flugeldar_972228139

Elsku vinir og vandamenn.

Er á leið í sveitina og óska ykkur öllu gleðilegra áramóta. Megi nýtt ár færa ykkur öllum gleði og hamingju.

Heitapottskveðjur Wizard

Addi.

 


Jólin

Þá eru jólin sjálf liðin, eins og örskot í tímanna safn. Ótrúlegt, eftir allan þennan mikla undirbúning hvað þetta tekur fljótt af.  Í sjálfu sér voru þetta bara 2 frídagar þar sem maður var á fúll svíng allan aðfangadag. Hins vegar er helgin framundan og þá skal sko slappað af og slett úr klaufum.

Erum að fara í sveitina á morgun, nánar tiltekið í VR bústað í Húsafelli. Munum dvelja þar þangað til á miðvikudag og ég verð að segja það: Ég hlakka óskaplega til.

Það verða poppaðar nokkrar kampavín, það verður hangið í heita pottinum, það verða grillaðar lundir og humar, það verða drukknir nokkrir kaldir Heineken, það verða opnaðar nokkrar góðar vínflöskur, það verður mikið ,,,, já tölum kannski ekki um það.

Vonandi kemur Steini í heimsókn með Hlyn og Sollu um helgina og svo koma vonandi Íris, Óskar og Úlfar á gamlársdag. Það eru allir velkomnir að líta við um helgina og nóg svefnpláss Wink

Er að hugsa um að hafa humar í forrétt á gamlárskvöld og hægeldaðan svínabóg í aðalrétt. Þegar ég tala um hægeldaðan, þá meina ég það því ég mun vera með hann í ofninum í a.m.k. 12 tíma !

Vona bara að veðrið verði skaplegt .... hugsanlega komumst við ekki til baka fyrr en með vorinu ....


Eldur og brennisteinn

Þó rigni eldi og brennisteini, þó allt fari á flot í dag og jafnvel þótt Kölski sjálfur ausi yfir okkur rigningu og stormi ákvað ég samt að fara í jakkafötum í vinnuna í dag.  Það er jú síðasti vinnudagurinn fyrir jól. Grin

Jibbí ! Frábært ! Meiriháttar ! Þetta er alveg að smella og ég á bara eftir að tengja uppþvottavélina...( sorry, ég varð aðeins að koma innréttingunni að svo fólk fái ekki fráhvarfs einkenni )

Núna þarf ég að fara að huga að matseðlinum um jólin, aðallega þó forréttum þar sem aðalréttir er hefðbundnir. Búin að velja vínin og ég get ekki beðið eftir láta mér líða vel.

Híbba híbba !

 


Kæruleysi

Ég vildi að ég gæti verið kærulaus eins og margir í kringum mig. Ég er hins vegar þannig gerður að ég hef áhyggjur af öllu og er ekki í rónni fyrr en ég hef klárað það sem ég tek mér fyrir hendur. T.d. þessi blessaða innrétting sem ég veit að allir eru orðnir löngu leiðir á að hlusta á. Það er alltaf eitthvað, núna get ég ekki tengt uppþvottavélina af því að það er svo þröngt um allar tengingarnar en ég vona að Steini geti reddað því þegar hann kemur til að klára rafmagnið.

Fengum borðstofusettið í gær og það er glæsilegt.

Fengum svo æðislega heimsókn í gærkveldi en þá komu Íris sem er loksins búin í öllum prófum, Jökull sem er búinn að vera hjá pabba sínum í 2 vikur og Úlfar fallegi. Það vara bara æðislegt að fá þau og Úlfar var hreint út sagt stórkostlegur ! Brosandi út að eyrum, kúrandi í hálskotinu á afa og ömmu og gubbaði smá á okkur líka. Rétt svona til að merkja okkur. Með fellingar út um allt InLove

Jæja, ég held þá bara áfram í jólastressinu og áhyggjunum .......Crying 


Ég kemst í hátíðarskap

Ég er kominn í hátíðarskap og nánast bíð nú eftir jólunum. Næstum allt búið ef frá er talið að kaupa jólagjafir, jólamatinn, þrífa allt í hólf og gólf, skreyta allt í hólf og gólf, skrifa jólakort o.s.frv.

Innréttingin er nánast fullgerð og glæsileg að sjá ! Kári kom til mín í gær klifjaður 3-4 borvélum og alls kyns tækjum og réðst á þetta sem óður væri og kláraði um kl. 21.30 í gærkveldi. Smá snúningar eftir en ég er himinlifandi Tounge Við erum búin að raða fullt inn í skápana ( skúffurnar ) og töfrahornið á eftir að standa fyrir sínu. Setti þar m.a. nýja pönnupottinn minn frá Jamie Oliver sem tengdapabbi kom með færandi hendi í gær. Geðveikt flottur.

Já, ég er kominn í hátíðarskap og nú skulu sko óhreinindin vara sig í kvöld W00t 

Er að verða búinn með portvíns flöskuna mína ......tek bara upp aðra .....Shocking


Jólin eru að koma

Það þokast í rétta átt með eldhúsið. Steini er því miður upp fyrir olnboga í verkefnum og hefur ekki meiri tíma fyrr en rétt fyrir jól þannig að ég varð að finna önnur ráð. Réðst ekki á garðinn þar sem han er lægstur og talaði við Kára vin minn. Hann er húsgagnasmiður og er með ásamt Guðnýju konu sinni sem líka er húsgagnasmiður, eigið verkstæði. Þau eru bæði þvílíkir snillingar í eldhúsinnréttingum og Kári ætlar að hjálpa mér með restina sem er nú svo sem ekki mikið.

 Við röðuðum inní skápana og ég er búinn að tengja vaskinn og kranann. Eldunargræjurnar komnar í gang og ég eldaði í fyrsta sinn mat í nýja eldhúsinu í gær Grin 

Svo á eftir að þrífa, skreyta o.s.frv. en jólin koma bara þegar þau koma og við verðum tilbúin, nó proplemó !

Fórum loksins að sjá Úlfar á laugardagskvöldið og hann var æði. Yndislega fallegur og góður og vildi alveg vera hjá Afa og Ömmu.


Murphy´s law

" Það sem getur farið úrskeiðis, fer úrskeiðis " er inntak Murphy´s law og það er aðeins að stríða mér þessa dagana með eldhúsinnréttinguna mína. Borðplatan sem kom sérsniðin erlendis frá með ísettum vaski passaði ekki, munaði  6mm sem við skiljum ekki. Skúffurnar sem sérfræðingarnir settu saman voru vitlaust settar saman o.s.frv.  Einhvern veginn þarf að redda þessu og það er verið að vinna í því.  Aldrei verið jafn mikið að gera hjá Steina og ég er með samviskubit yfir þeim tíma sem hann eyðir með mér. En,,,,,,,, þetta klárast nú allt saman.

Var mjög duglegur í gær, málaði eldhúsið þar sem innréttingin og flísarnar voru áður, setti hurðarnar á efri skápana sem var nú ekkert grín. Þurfti að mæla og bora fyrir lömunum. Keypti flottar blöndunargræjur og setti á vaskinn. Og svo framvegis.  Fór með hluta af borðplötunni í Fríform og sótti skúffurnar sem ég þurfti svo aftur að senda í Frímform. Anna vildi aðeins kíkja í Línuna í leiðinni af því að hún er flutt í Bæjarlindina og viti menn. Keyptum glæsilegt borðstofusett, hvítt háglans borð og 6 geggjaða hvíta leðurstóla.

Það er í sjálfu sér ekki svo mikið eftir, redda borðplötunni, Steini á eftir að klára innréttinguna kringum uppþvottavélina, skella upp háfnum og setja upp töfrahornið í hornskápinn. Svo auðvitað að setja frontana á ískápinn og þvottavélina. Hálfur dagur með Steina myndi fara langt með þetta Smile 

Svo eru tónbleikar hjá Önnu í kvöld, Voxið, Gospelkórinn, barnakórinn o.s.frv. og á morgun eru nemendatónleikar þar sem Anna syngur m.a. einsöng. Ég ætla ekki í kvöld en á morgun mæti ég.

 

 


Því miður ekki smiður

Þegar ég kláraði barnaskólann og eftir að hafa klórað mér í hausnum lengi og vel fór ég í smíðar í Ármúlaskóla. Ég fór svo beint í menntaskólann og hef oft spekúlerað í því af hverju ég hélt ekki áfram í smiðnum.

Ég veit það nú og þakka mínum sæla fyrir því ástæðan er einföld. Ég bara er alls enginn smiður og alls enginn iðnaðarmaður. Ég viðurkenni það hér og nú og hananú. Maður getur fjandinn hafi það ekki verið góður í öllu GetLost

Ég ætlaði að skella saman skúffunum og skella þeim inn í innréttinguna í gærkveldi en varð fyrir skelli þegar ég fattaði hversu flókið þetta var. Þarna voru 2 pakkar sitt hvor stærðin, fullir af alls kyns skrúfum,skinnum, boltum,töppum,gormum og fullt af einhverju sem ég get ekki einu sinni gefið nafn. Gafst upp og var ekkert sérlega ánægður með sjálfan mig, Steini hlær örugglega að mér. Ætla bara að henda þessu drasli í Fríform og biðja þá um að skella þessu saman. Þó ég þurfi að borga fyrir það.

Fengum okkur mat frá Nings.


Tónleikarnir

Minningartónleikarnir heppnuðust með ágætum og kirkjan var nærri full. Samverustundin á eftir var þó enn betri og verulega gott að hitta alla þá sem elskuðu Stulla og fá að faðma þá. Hljómsveitin litla ( tríó )sem hann var meðlimur í fyrir löngu síðan og var fræg um allt Ísland spilaði nokkur lög en það voru þau Halli Bald og Imba sem þar stigu á stokk. Aðallega textar eftir Stulla og þau voru frábær.

Eldhúsið já. Þið hafið kannski tekið eftir því að ég hef ekkert talað um yfirstandandi framkvæmdir í eldhúsinu og ástæðan er einfaldlega sú að ég er að reyna að hvíla heilann frá því dæmi. Við Steini vorum á fullu um helgina og gekk á ýmsu. Þurftum að færa pípulögnina og það var sko ekki heiglum hent. Þurfti að brjóta upp liggur við hálft gólfið og svei mér þá ef ég sá ekki í annað hornið á Kölska gægjast upp úr holunni, svo djúp var hún Devil  Þurftum að breyta öllu rafmagninu enda þvílíkt illa frá því gegnið og þegar ég segi þurftum þá meina ég náttúrulega þurfti ( Steini ) Sökkullinn og neðri hlutinn er þó nokkurn veginn kominn og ég stíla á að klára þetta að mestu leiti fyrir helgi. Ætla að fara að setja saman skúffur og fronta á þær og skella í skápana í kvöld. Strax kominn með kvíðakast yfir því Gasp

Svo fær maður sér bara einhvern teikavei mat .......

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband