Englabossar

Við hjónin áttum náðugt kvöld í gær, engin æfing og Anna hraut verulega fallega fyrir framan sjónvarpið. Ágætis dagskrá til að hrjóta yfir , byltingin í Rússlandi 1917 og criminal minds. Það er ótrúlegt hvað hún getur verið sexí þegar hún er sofandi fyrir fram sjónvarpið með svona hálfopin munninn .....InLove

Við æfðum okkur svo sem aðeins saman fyrir næstu helgi. Fórum yfir Rex Tremendes úr Requiem Mozart, Ave Maria Bruckner o.fl. Ekki veit hvað fólkið í næstu húsum hugsar um okkur.

Vorum svo mætt um 7 í ræktina í morgun, við erum ekki í lagi.

Út að borða í kvöld með útlendingum frá Prins Kristian í Danmörku. Úti eru válynd veður og við létum okkur dreyma í gærkveldi um 3ja vikna ferð til Ítalíu næsta sumar. Er aðeins byrjaður að skipuleggja í huganum ......Cool

Bon giorno mussolini allora milano torino. ( lauslega þýtt: eigið þið góðan dag )

Setti inn eina nýja mynd af litlum englabossum. Íris var með þá í myndatöku hjá vinkonu sinni á laugardag og þvílík mynd !


Helgin

Hmmmm, já,,,,það var svo róleg helgi hjá mér að heilinn á mér er tómur. Það er bara eitt atriði sem ég man eftir og það er nú svo sem ekkert smá atriði, VOX FEMINAE !

Fór á tónleikana með Voxinu á laugardag og þvílíkri tónleikar ! Stabat Mater eftir John Speight er snilldarverk og þessar yndislegu stelpur sungu eins og englar alla tónleikana.

Ekki má ég svo gleyma afmælisdinnernum á föstudagskvöldið en þá héldum við upp á 70 ára afmæli tengdamömmu. Borðuðum á Lækjarbrekku og maturinn var hreint ágætur.

Að öðru leiti bara rólegt, æfði mig í einsöng, æfði kórverk sem við Fóstbræður munum syngja næsta laugardag á Akranesi með einmitt Vox Feminae.

Bragðaði ekki deigan áfengis dropa, var búinn að ákveða að prófa það. Gekk ágætlega.


Slappur

Ég vaknaði í gærmorgun með höfuðverk og beinverki en engan hita. Var heima en er nú mættur í vinnu hálf slappur. Sá mjög skemmtilega mynd í gærkveldi, Die Hard 4. Hlaðin afþreying frá upphafi til enda og bara virkilega skemmtilegt.

Fallega tengdamóðir mín er sjötug í dag og vil ég nota tækifærið og óska henni til hamingju með afmælið Wizard Held ég sé uppáhalds tengdasonur hennar ...

Helgin hjá mér er óvenju róleg, eingöngu tónleikar á morgun klukkan 17 í Háteigskirkju þar sem besti kvennakór á landinu, Vox Feminae syngur, Frumflutningur á Stabat Mater eftir John Speight og ég hlakka mikið til.  Heldur meira að gera hjá Önnu, öll helgin er undirlögð í þessum tónleikum.

Góða helgi.

 


Skeiðklukkan eftir Barber

Fór í upptökur á " Stropwatch and an ordnance map" eftir Barber í gærkveldi og það gekk sérlega vel. Var mættur kortér í 6 og hafði varla tíma til að næra mig áður. Vorum í fyrsta skipti að syngja þetta með blásturs hljóðfærum og pákum. Diddi Fiðla, sá einstaki snillingur, tók þetta upp og þetta bara rann í gegn í nokkrum tökum. Við félagarnir vorum svo sem búnir að eyða miklu púðri í þetta og hjakka á þessu undanfarnar vikur. Feginn að þetta er að baki en varla trekur nú betra við því nú förum við að hjakka í 6 lögum eftir Gustav Holst en þau ætlum við líka að taka upp.

Á næsta ári kemur svo diskur aldarinnar út þ.e. 20. aldar verk sungin af okkur Fóstbræðrum. Verðum vafalítið frægir um allan heim.

Æfing í kvöld, þriðja æfingin í vikunni og ég er að verða svolítið þreittur en þetta vill ég Wink

Hef hins vegar meiri áhyggjur af frúnni minni en hún er algerlega að kaffæra sig í áhugamálum. Það er svo mikið að gera hjá henni að hún tognaði í hálsvöðva í gærmorgun í ræktinni enda ekki við öðru að búast þegar vöðvabólgan er svona mikil. Hún er sem sagt í söngnámi, tónfræðinámi og í ræktinni og svo eru 2 þvílíkir tónleikar næstu helgi þar sem Vox Feminae er að frumflytja nýtt verk, Stabat Mater eftir John Speight, en hann skrifaði það sérstaklega fyrir kórinn. Svo eru sameiginlegir tónleikar með okkur Fóstbræðrum helgina þar á eftir, 5 tónleikar fyrir Sparisjóðinn 2 helgum þar á eftir, jólatónleikar ...... og svona gæti ég haldið áfram endalaust.

Er von nema blessunin þurfi að bryðja Voltarin rapit .....Crying 

Setti inn eina nýja mynd frá skírninni um daginn.


Svaka helgi maður

Já það er ekki hægt að segja annað, svo mikið um að vera að ég nennti ekki að blogga í gær.

Á föstudagskvöldið fórum við í matarboð til Ingu Klemmu og Hjálmars og höfðum ekki hitt þau lengi. sigga H og Sævar komu líka og svo kynntumst við nýjum hjónum þeim Mæju og Nonna. Skemmtilegt og hresst fólk sem smell passar í félagsskapinn. Frábær matur, humar í forrétt, roastbeef í aðalrétt og svo yndislega sætur eftirréttur. Ingu til sóma að venju og svo tók fjörið við ...

Daginn eftir var 5tugs afmælið hennar Gústu og þvílík læti ! Ellert plataði mig í að syngja einsöng til hemmar, þú ert yndið mitt yngsta og besta og ég reddaði 8 fóstbræðrum til að syngja 2 mansöngva til Gústu. Æfing k. hálf fjögur og svo beint í afmælið. Þetta afmæli var frábært og þvílíkt stuð.  Unglingahljómsveit í bílskúrunum með tónleika og þar spilaði Ellert junior á gítar, Vox Feminae með nokkur lög og með þeim spilaði sjálfur fiðlusnillingurinn Sigrún Eðvalds, ég með einsönginn minn og var frekar stressaður og síðan Fóstbræður sem slógu í gegn. ræður á milli og síðan kom ungir jazzistar með hljómsveit og það var dansað og tjúttað. Endaði með því að við Anna tóku sitthvort lagið með bandinu. Frábært !!Grin

Fórum í sund eftir hádegi sunnudag og síðan að hlusta á Stórsveit Reykjavíkur í ráðhúsinu. Lambaribeye í matinn en ekkert vín með Sick

Æfing í gærkveldi og upptaka á Stopwatch eftir Samuel Barber í Langholtskirkju í kvöld.

Það er ótrúlega gaman að syngja með hljómsveit, held ég stofni eina ....


Ný megrunaraðferð

Anna er búin að finna nýja megrunaraðferð. Hún keypti um daginn eitthvað sem Heitir spelt flakes, svona eins og corn flakes. Við fengum okkur slíkt um heglina og viti menn, það virkaði ! Það var svo ofboðslega vont að það er engin leið að borða þennan fjanda og það er jú besta leiðin til að megrast, borða sem minnst .... Þetta minnti mig á pappa bleittan í mjólk, léttmjólk.

Geri ráð fyrir að við geymum þenna kassa inní skáp og hendum honum kannski eftir ár .......Wink


Veðrið

Það lá við að Pollýanna sjálf vaknaði ekki í morgun enda veðrið eins leiðinlegt og hægt er að hugsa sér. Það stefnir í met rigningar mánuð þannig að þeir einu sem hafa gaman af þessu eru veðurfræðingarnir. Gott væri að vera nú einhvers staðar í sól og sumaryl eins og kannski þessi hérna:

  At the immigration desk, somewhere in Europe:


- Name?
- Abu Dalah Sarafi.
- Sex?
- Four times a week.
- No, no, no..... male or female?
- Male, female.. sometimes camel..

Ég segi nú bara eins og konan forðum " það eru allir að tala um veðrið en enginn gerir neitt í því "

Veðrið á bara eftir að batna Wink

 


Minni kærleikur

Eins og einhverjir hafa lesið þá hef ég á stundum talað um kærleikshópinn minn á mjög svo dularfullan hátt. Þetta er hópur 5 hjóna sem hittast einu sinni í mánuði og hafa kærleik og guð að leiðarljósi. Það er yndislegt að hittast í slíkum hópum og geta sagt innilega það sem mann langar og þessi skipti sem við hittumst gáfu mér mikið. Hópurinn samanstóð af ólíkum hjónum á öllum aldri þar sem við Anna vorum gamla settið.

Því miður hefur þessi hópur nú lagst af og ástæðurnar ýmsar. Ég sé mikið eftir því að hitta ekki lengur þetta yndislega fólk undir þessum kringumstæðum en svona er nú lífið. Það hefur sitt ups og sitt downs.

Nú hef ég bara meiri kærleik til að gefa öðrum, ekki satt InLove

Ég veit um einn sem þarf virkilega á því að halda núna.

 


Bleikt og blátt

Bleikt: 

Ég klæddi mig í bleika skyrtu með bleikt bindi seinni partinn í gær og fór að syngja niðri í Krabbameins félagi. Þar voru allir í bleiku og gönguhópur undir forystu Gunnhildar vinkonu minnar var að afhenda styrki til ýmissa verkefna tengdra krabbameins rannsóknum. Peningunum hafði hún ásamt fríður hópi safnað þegar þær fóru í krabbameins göngu í New York. Hún Gunnhildur er búin að berjast við krabbamein í töluverðan tíma og er alger hetja. Hún virðist aldrei láta neinn bilbug á sér finna.

Blátt:

Stuttbuxna strákarnir í Sjálfstæðisflokknum urðu fyrir miklu áfalli í gær þegar frumvarpið um að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum náði ekki fram að ganga ( náðist ekki í gegnum allsherjarnefnd) Principið, sem virtist vera eina sjáanlega ástæðan fyrir frumvarpinu átti ekki upp á pallborðið og ég held að þetta sé í takt við meirihluta þjóðarinnar. Var í heita pottinum í gærmorgun þar sem þetta bar á góma og þar voru allir á móti því að gefa þetta frjálst. Auðvitað. Ef fólk vill lesa góða grein um þetta mál má fara inn á Silfur Egils og skoða þar eina mjög svo málefnalega grein.

Grátt:

Veðrið í gær var disaster, regnið buldi á rúðunni og úti var verulega dimmt. Haustið læðist að manni svo um munar en það þýðir ekkert að láta þetta hafa áhrif á sig. Maður verður að horfa á björtu hliðarnar, þetta er t.d. æðislegt fyrir gróðurinn !?Woundering Var á aðalfundi Fóstbræðra í gærkveldi sem ætlaði aldrei að taka enda. Kom ekki heim fyrr en að ganga tólf.

Gult eins og sól :)

Tökum vísuna hans elsku Stulla míns til fyrirmyndar ( muna lagið "always look at the bright seide of life ):

Ef á lífinu ertu leiður
mér er það mikill heiður
að kenna við því ráð já þér og þér

láttu þína sessunauta
setja upp stút og byrja að flauta
og drunginn eins og dögg frá sólu fer

líttu á lífsins björtustu hlið

og ef þú heldur tölu
og enginn hlustar á
og alla kvelur eirðaleysi og los

þá skalltu spertur standa
því það leysir allan vanda
á varirnar að setja lítið bros

líttu á lífsins björtustu hlið

þó lífið sjálft sé skítt
að kvarta stoðar lítt
og gera verður grín að sjálfum sér

hæddu aldrei aðra
því það virkar eins og blaðra
sem springur beinnt í andlitið á þér


Nýjar myndir

Setti inn nokkrar nýjar myndir af okkur Önnu með strákana okkar og af mér í Paulaner júníforminu á Hrútakvöldi Hjá Fóstbræðrum. Gallinn sló í gegn þar og menn vildu ólmir að ég myndi skipuleggja ferð á oktoberfest í Munchen á næsta ári. Ég ætla svei mér þá að spá í það Shocking

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband