Stálsleginn

Ég kem stálsleginn undan helginni. Þríréttaður ítalskur matseðill sló í gegn hjá mér á föstudagsköldið. Ekta bruschette í forrétt, 2 gerðir af ravioli í aðalrétt og tiramisu í eftirrétt. Ummm...

Þrif, humarfletting og kökubakstur á laugardag og þessi fíniu kjúklingaréttur laugardagskvöldið. snemma að sofa bæði kvöldin.

Síðan var lillinn okkar skírður á sunnudagsmorguninn í barnamessu. Úlfar Freyr Óskarsson heitir þessi litli snáði sem hló bara þegar hann fékk vígða vatnið á kollinn. Veislan var svo heima hjá foreldrum hans Óskar og var sérlega vel heppnuð. Þökkum þeim kærlega fyrir. Öll fjölskyldan hans Óskars er ótrúlega þægileg og gaman að umgangast þau. Vona að ég eigi eftir að fara í veiðitúr austur í Sunnudals eða Vesturdalsá með Óskari, pabba hans og afa.

Tókum svo hjólreiðatúr seinni partinn og það var ansi kalt. Síðan var frábær dagskrá í Ríkis sjónvarpinu, Eva María með Elvu Ósk leikkonu, ótrúlega kynþokkafull kona (Elva), danski framhaldsþátturinn sem lofar góðu og síðan heimildarmyndin Reiði guðanna sem var frábær. Nennti svo ekki að vaka yfir film noir myninni Spillin  í leikstjórn Orson Wells. Snemma að sofa og mig dreymdi miiiiikið að venju.

Fékk fréttir af veiðihópnum mínum sem var að veiða í Ytri Rangá og ég átti að vera með. Fengu á annað hundrað laxa og eru svo skælbrosandi í dag að maður tekur ekki eftir dumbungnum úti. Ég hringdi í Steina á laugardagskvöldið og þá var allt á fullu, Eiki með gítarinn og allir syngjandi glaðir, get ekki sagt að ég hafi verið rosa happí.


Tónleikar

Fór á all sérstæða tónleika í Fríkirkjunni í gærkveldi. Kona frá Kairó spilaði á sérstakt langspil og söng eldgamla söngva með. Vox Feminae söng svo með henni og saman tóku þær svo íslensk þjóðlög. ÞAð var töluvert gaman af þessu en sem betur fer var enginn úr Spaustofunni mættur á svæðið því ég sé í anda Örn Árna herma eftir henni LoL

Er nú komin í Paulaner oktoberfest gallann min, lederhosen og þar til gerða skyrtu og ætla að taka á móti smá hópi hér í vinnunni og kynna bjór fyrir þeim.

Rólegt kvöld framundan með ítölsku ívafi og tiltölulega róleg helgi ef undan er skilin skírnin á sunnudag.

 Hafið það gott um helgina.

 


Vetur konungur

Það er alltaf þannig að maður er aldrei tilbúinn fyrir kuldann sem vetrinum fylgir. Undanfarið er búið að vera hrollkalt og ekkert gamanmál að vera á ferli niður í miðbæ þar sem vindurinn gnauðar á milli húsanna. Trefillinn minn góði er kominn í notkun en mikið var ég fegin þegar ég kom út í morgun og fann fyrir hressandi blæstri og 6 stiga hita. Þeir spá 2ja stafa tölu í dag, sumarið er komið aftur Cool

Æfing í gærkveldi að venju og svo er ég að fara á tónleika í kvöld að hlusta á Vox Feminae og einhverja afríkanska konu fremja sameiginlega tónlist.  Þetta verður að ég held í Fríkirkjunni ef einhver hefur áhuga. Annað kvöld á ég svo frí og svei mér þá, líka laugardagskvöldið. Ég bið bara alla nærstadda að láta sér ekki detta það í hug að bjóða okkur eitthvað þessa helgi. Við erum líka að undirbúa skírn en það á að skíra hann Úlfar Freyr. Hann verður skírður í barnamessu í Bústaðakirkju og sú kirkja var aðallega valin af því að Jökull hefur svo oft farið með ömmu sinni í barnamessu þar og þekkir Pálma prest Joyful

Veislan verður svo haldin heima hjá pabba Óskars og eingöngu þeir nánustu boðnir, samt um 40 manns. Þær geta verið asskoti stórar og flóknar þessar nútíma fjölskyldur.

Gleðilegt sumar !


Bissí helgi

Jæja, ég er kominn undan helginni og svei mér þá ef ég er ekki bara í ágætu formi þrátt fyrir ...

Föstudagskvöldið var frábærlega skemmtilegt í faðmi Fóstbræðra, ég var sigurvegari í Karaokee keppni Fóstbræðra og vígði nýja oktoberfest gallann minn. Lederhosen og útsaumuð skyrta sem ég fékk að gjöf frá Paulaner í Þýskalandi. Komum ekki heim fyrr en um kl. 3 um nóttina og vorum svo farin að hlaupa á laugardagsmorguninn. Þurftum jú að sækja bílinn okkar.

Til að fara svo á Stykkishólm á árshátíð Línuhönnunnar. Það var svo sem ágæt skemmtun og ekki laust við að ég sé með harðsperrur eftir dansinn Shocking Náttúran var í haustham, ægifögur.

Eins og reyndar lillan mín hún Anna Birgitta sem á afmæli í dag. Hún ætlar að fara með vinkonum sínum út að borða. Æfing hjá mér í kvöld að venju.Whistling

 


Veiðitúr og karaokee

Kom úr veiðitúrnum í gærveldi, þreittur en glaður. Túrinn gekk vel, fengum samtals 28 sjóbirtinga og nokkra laxa se við slepptum. Við Steini vorum saman og fengum næstum helming aflans og Steini setti í þann lang stærsta, 7 punda gullfallegan birting og landaði honum. Veðrið var mjög fallegt á þriðjudeginum, blankalogn og bjart en heldur síðra á miðvikudeginum. Áin er gullfalleg og þvílíkir veiðistaðir ! ( Vatnsdalsá )

Annað kvöld er 20 ára afmæli Hrútafélagsins. Þetta er sétrúarfélag innan raða Fóstbræðra. Við í skemmtinefnd Fóstbræðra verðum með karaokee eftir hefðbundna dagskrá og kappni milli radda. Ég keppi fyrir hönd 1.tenórs og er dálítið að velta fyrr mér hvaða lag ég á að taka.  Var að spá í Stairwy to heaven en það er dálítið langt, kemur í ljós í kvöld.

Síðan á morgun er förinni heitið í Stykkishólm en þar er árshátíð Línuhönnunar haldin. Herlegheitin verða á Hótel Stykkishólmi og verður vafalítið flott að venju. Gistum þar um nóttina. Það er því nokkuð ljóst að ég verð ekki sérlega þurr að innan þessa helgina ...Shocking

Setti nokkrar nýjar myndir inn úr veiðitúrnum. 


Vikan og helgin

Einhvern veginn búið að vera nóg að gera, ekki verið heima eitt kvöld í vikunni. Búinn að vinna mikið, syngja mikið og fyrir vikið, skrifa lítið.

Fór á frumsýningu í gærkveldi á óperunni Ariadne ásamt hinu fína fólkinu. Óperan var hin besta skemmtun og af öðrum ólöstuðum fannst mér Hanna Dóra Sturludóttir standa sig best. Í þessari óperu er eiginlega ekkert pláss fyrir karla en stóru konu hlutverkin voru hvorki fleiri né færri en þrjú. Skora á alla að sjá þessa óperu.

Helgin er yndilega róleg og í kvöld ætlum við gömlu bara að vera heima og glápa á vídeó, kannski með smá rauðvín og osta.  Á morgun fáum við svo Jökul lánaðan og hann ætlar að sofa hjá okkur. Og að sjálfsögðu að fara í Kirkjuna með ömmu og hitta Pálma (prest).

Er svo að fara í enn ein veiðitúrinn á mánudagskvöld en þá erum við 12 félagar að fara í sjóbirting í Vatnsdalsána í 2 daga. Þetta er í mitt fyrsta skipti þar og ég hlakka mikið til. Þarna er hægt að veiða sjóbirting og sjóbleikju og svo ratar oft lax á fluguna inn á milli.

Megi helgin verða ykkur öllum yndisleg Smile  


Veiðiferðin

Það var eins og við manninn mælt, Norðlingafljótið var litað allan tímann og því eftirtekjan rýr, 2 laxar komu á land, Ég með annan og Guðbjörn með hinn. Ferðin var þó hin ánægjulegasta en heldur er maður þreittur eftir helgabröltið.

Við Steini og Hlynur sonur hans vorum saman á bíl og fórum fyrri daginn alla leið upp í efsta stað árinnar sem heitir Bjarnafoss og er leiðin erfið viðureignar. Annar demparinn að aftan losnaði frá en við komumst þó að lokum á leiðarenda en urðum að ganga restina. Þar blasti við fögur sýn og við reyndum að sjálfsögðu að veiða fossinn en án árangurs. Það var svo sem allt í lagi að eyða í þetta drúgum tíma enda vitað mál að áin myndi ekki gefa meðan hún var svona lituð. Njóta bara einstæðrar náttúru Íslands í staðinn. Og þvílik náttúra núna í haust skrúðanum, ég hef aldrei á ævinni séð svona fallega liti í íslenskri náttúru.

Á föstudagskvöldið tók Steini, Hlynur og Guðbjörn kvöldflug og Guðbjörn náði að skjóta eina gæs. Við tókum svo aftur kvöldflug á laugardags kveldið en án árangurs. Þessi gæs hans Guðbjörn átti eftir að reynast okkur gulls ígildi.

Eins og fólk hefur lesið þá var aðal kvöldmáltíðin okkar á laugardagskvöldið. Steini töfraði fram 2 forrétti, annars vegar þorskhrogn með piparrótarsósu og hins vegar silunga sasami með engifer, wasapi og soya sósu. Þegar við ætluðum svo að fara að krydda og undirbúa lamba ribæið sem Steini keypti þá kom í ljós að helmingurinn af kjötinu var úldinn og því góð ráð dýr. Hjölla, hins vegar, fannst þetta ekki mikið mál og snaraði sér út og skar bringurnar úr gæsinni og meðhöndlaði þær á réttan hátt. Hann er snillingur í gæsum og þá sérstaklega að matreiða þær. Guðbirni fannst þá snjallræði að fara alla leið og sótti hrygninu sem hann veiddi fyrr um daginn. Gerði að henni og tók hrognin og saltaði létt. Borðuðum svo gæsina og laxahrognin með hinu og þetta varð æðisleg máltíð. Gerist ekki náttúrulegri Tounge

Og vínin með, maður lifandi !

Yndisleg helgi að baki.

 


Lítill engill

Í gær kom til okkar í heimsókn lítill fallegur engill sem sem lísti svo fallega að það birti inni hjá okkur. Það birti líka í sálu okkar. Þessi litli engill var hjá okkur í 2 tíma og gaf okkur fullt af brosum en hraunaði líka töluvert upp á bak svo drundi í allri íbúðinni. Þessi litli engill er að sjálfsögðu Úlfar Freyr, 3ja mánaða gamall snáði, barnabarnið okkar.

Þegar hann fór með mömmu sinni skildi hann eftir gleði í hjörtum okkar. Heart

Það er yndislegt að eiga slíkan einstakling InLove

Er að fara að tygja mig til farar í veiðitúrinn en því miður kemur Andri Már ekki með, hann hætti við á síðustu stundu.Frown

Góða helgi.

 

 


Helgin

Snilldar uppfinning þessar veiðivöðlur. Maður bara rennir sér í þær og vöðlujakka og þá getur rignt eins og hellt sé úr fötu án þess að maður blotni. Einmitt, helginni verður sem sagt mestmegnis eytt í vöðlum því annað kvöld höldum við Andri Már og góðir vinir okkar á vita ævintýranna. Veiði í Norðlingafljóti sem ku vera sérlega falleg laxveiðiá. Eina áhyggjuefnið er að ef rignir of mikið þá getur áin litast og þá er nú erfitt að ná í lax.

Við verðum 7 saman og verðum með hátíðarkvöldverð á laugardagskvöldið. Kvöldið samanstendur af eftirfarandi:

Fordrykkur:      Bisol crede brut freiðivín frá Ítalíu.  

Forréttur:   Silunga sasami með súrsuðum engifer, wasapi og soya.  

Vínin: Brundlmeier Riesling Steinmassel, Austurríki     og     Alois Lageder Pinot Bianco, Ítalía  

Aðalréttur:   Lambaribeye í Grand Marnier kryddsósu með steiktu grænmeti og bakaðri kartöflu. Bernaisesósa með.  

Vínin:    Quinta di Crasto reserve, Portúgal      og        Belguardo Bronsone, Ítalía      og        Allegrini la Grola, Ítalía.

Ekki ólíklegt að smá Grappa verði eftirrétturinn Joyful

Hlakka svona heldur til að fara .....

  


Veðurhamur

Geðveikt veður úti, svo frískandi að það hálfa væri nóg. Svo er fólk að kvarta yfir þessu. Var að koma úr bænum með hárið allt upp í loftið, rauðar kinnar og sælubros. Hugsið bara ef það væri 25 gr úti og sól, þá væri sko erftitt að vera niðri bæ að vinna. Veður er bara hugarástand sagði einhver og er nú ekki dálítið til í því.

Það er ekkert mál að leggjast í ördeyðu núna vegna þess að veðrið er svo leiðinlegt og að mér heyrist margir sem það gera. Það er líka ekkert mál að fara bara út að skokka eða hjóla í þessu veðri með bros á vör bíðandi spenntur eftir fyrsta snjónum. Mér finnst t.d. æðislegt þegar við fáum stórhríð og maður kemst ekki spönn frá rassi öðruvísi en með skófluna á lofti. Öðrum finnst það hundleiðinlegt og sjá ekkert nema erfiðleikana við það, enga ævintýramennsku.

Eða eins og maðurinn sagði:

Úti er helvítis veðurhamur

og út af því er ég nú heldur gramur

er snjóar og rignir og seint úti lygnir

ég held ég verði þá aldrei samur.

Upp með góða skapið W00t

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband