25.9.2007 | 12:56
Sveittur í sveitinni
Fór austur fyrir Kirkjubæjarklaustur í fundarferð með víndeildinni um helgina. Þetta var hin ágætasta ferð og fyrir utan það að funda stíft þá fórum við í veiði, skutum á gæsir, elduðum og átum góðan mat og drukkum eðalvín með. Alls ekki svo slæmt
Fórum í gær að ganga endanlega frá eldhúsinnréttingakaupum í Fríform og ef ég þekki mína rétt þá þarf líka að skipta um gólfefni í forstofunni, í eldhúsinu og í ganginum svona í leiðinni. Við fáum ekki innréttinguna fyrr en eftir ca 6 vikur þannig að þetta er ekki alveg að bresta á. Ég verð nú líka með einn besta iðnaðarmann Íslands með mér en Steini ætlar að hjálpa mér,,, eða réttara sagt ég honum. Fyrir utan að vera lærður smiður og stúdent þá er hann líka lærður rafvirki og hann flísalagði fyrir mig baðherbergið. Sem sagt líka múrari.
Er að fara í veiðitúr um helgina með góðum félögum í Norðlingafljótið og hlakka mikið til. Að öllum líkingum kemur Andri minn með og þá verður við feðgar loksins hlið við hlið í laxveiði og hver veit nema maríulaxinn komi á land hjá Andra. Viðkomum til með að gista á Sigmundarstöðum sem er óðalssetur sem Steini hefur aðgang að. Þar er allt til alls, meira að segja lítil innisundlaug þannig að það kemur ekki til með að væsa um okkur.
Lillinn minn er kominn með nafn og skal því ljóstrað upp hér, hann heitir:
Úlfar Freyr Óskarsson, svona í takt við bróðir sinn Jökul Frey. Hann er alltaf að verða fallegri og fallegri, veit ekki hvar þetta endar.
Setti inn eina nýja mynd af mér ( hverjum öðrum ) en hún er í svarthvítu og var tekin í ferðalagi okkar um Snæfellsnesið í sumar. Vikilega falleg mynd sem Anna tók.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2007 | 12:48
Nóg að gera
Hvort sem fólk trúir því eður ei þá er nóg að gera hjá okkur framundan. Í gærkveldi fórum við bæði á okkar fyrstu söng æfingu og það var verulega hressandi. Í kvöld eru börnin okkar stór og smá búin að bjóða okkur í mat hjá Írisi og í fyrramálið fer ég austur í árlega fundarferð í Víndeildinni, förum í bústaðinn hans Eggerts fyrir austan Kirkjubæjarklaustur. Kem til baka á sunnudag.
Anna er hins vegar upptekin allan daginn á morgun í " Línudansi " þ.e. starfsmannadagur á Línuhönnun þar sem ýmilsegt er gert til skemmtunar. Á sunnudagskvöldið fáum við svo kærleikshópinn til okkar á kærleiksfund. ( leyndó,leyndó... )
Það verður því nokkra daga hlé á bloggi héðan. Hafið það gott um helgina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2007 | 16:36
Hríðir, varð að láta þennan flakka
þangað sagði læknirinn að hann hefði fundið upp tæki sem færði hluta af
fæðingjarverkjum frá móður til föður. Hann spurði hvort þau væru tilbúin
að prufa tækið. Þau voru bæði spennt fyrir því. Læknirinn byrjaði á 10%
þar sem
þar væri líklega meiri verkur en eiginmaðurinn hefði áður upplifað. Eftir
því sem lengra leið á fæðinguna bar maðurinn sig vel og sagði lækninum að
hækka í tækinu. Læknirinn hækkaði í 20% og síðan í 50%.
Enn var
eiginmaðurinn stálsleginn og bað lækninn að færa alla verkina yfir á sig.
Fæðingin gekk mjög vel og móðirin fann ekkert fyrir öllu saman.
Eiginmaðurinn var stálsleginn.
Þegar þau komu heim lá bréfberinn dauður á tröppunum fyrir framan húsið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2007 | 12:49
Heiðardalurinn
Jæja, þá erum við komin heim í heiðardalinn, lentum heima hjá okkur um kl. 3 í nótt. Síðasti dagurinn var sérlega heitur og sólríkur og eyddum við honum á sundlaugarbarminum. Þurftum að venju að skila af okkur íbúðini kl. 12 en fengum inni hjá frábærum hjónum af Suðurnesjunum. Vorum þar í afmælisboði þar sem boðið var upp á ýmsar veitingar bæði í föstu og fljótandi formi. Til hamingju Björgvin enn á ný. Lögðum af stað frá hótelinu um kl. 19.30 og vorum komin í loftið um 3 tímum síðar. Fjórar og hálf klukkustund í flugi og maður veltir oft fyrir sér hvað venjulegur Íslendingur þarf að leggja á sig til að ferðast.
Hversdagsleikinn tekinn við en nóg um að vera framundan af alls kyns fjöri, veiðitúrum o.s.frv. Hasta la vista amigo ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2007 | 13:11
Heitt
Er adeins ad hvila mig a solinni sem skin skaert uti tessa stundina. erum i halfgerdu leti kasti i dag og sleikjum bara solina a sundlaugarbarminum. Vid erum buin ad kynnast yndilegu folki her a hotelinu sem vid bordum med og umgongumst.
Forum hins vegar til Palma aftur i gaer nema nuna med vinum okkar Eika og Hildi sem buin eru ad vera her i 4 vikur og tvi veraldarvon. Forum um gamla baeinn med teim og fengum okkur drykki med vissu millibili. Forum svo a ekta spanskan stad og fengum agaetis mat. Endudum svo roltid a jazz bullu og skemmtum okkur vel tar. Aetludum svo ad taka leigubil til baka en viti menn, sama bidrod eftir leigubil og heima. Saum ta ad straeto gekk enn og tokum hann til baka. vinir okkar a hotelinu bidu svo eftir okkur eins og foreldrar eftir bornunum sinum og tad var natturulega drykki med teim lika.
Serlega godur dagur en nu styttist aldeilis i heimferdina tvi vid forum annad kvold. Aetlum ad njota lifsins tangad til, chiao og skal ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2007 | 21:46
O tu spaenska Palma
Sjittur, uti er rigning og eg var ekkert i soldbadi i dag. Akvadum i morgun ad taka straeto til Palma og saum ekki eftir tvi. Loksins saum vid spanverja og spaenska menningu og tvilik menning. Vorum halftima a leidinni og byrjudum ad skoda " the cathetral " sem er kirkjan teirra. Gengum svo um mjou straetin teirra med tvilikt fallegum veitingastodum og svei mer ta,,, vid urdum nanast ekkert var vid tjodverja
Audvitad forum vid adeins ad versla,,, i haemm og Soru og nadum ad versla fyrir 20 tus kronur en fengum toluvert morg kilo fyrir tad, s,s, 1 jakka a mig sem kostadi 9,90 eur, bol og skyrtu sem kostudu 9 eur hvort , buxur,pils,boli,peysur o.fl. a Onnu og eg veit ekki hvad,,,
Tad er svo skritid ad sja mismuninn a playa di Palma og borginni Palma. Hja okkur eru bara fullir leidinlegir tjodverjar en i Palma er fallegt allra tjoda folk, aedislegar gotur og enn flottari veitingastadir med flott Tapas o.fl. Vid forum tangad aftur a morgun med Eika og Hildi og aetlum virkilega ad njota lifsins.
Fokk brunkunni og solbadinu, vid viljum miklu frekar njota lifsins i mat,drykk og menningu. Komum kannski fol heim en med bros a vor
Kom rigning i kvold og allir urdu ad fara inn a hotelinu en to skemmtun vaeri i gangi uti. engin muski inni og tegar eg for ad spyrjast fyriri um tad ta var mer sagt ad logreglan og mafian vaeri um ad kenna. Vaeri bannad ad vera med musik a hotelum ! Orugglega til ad verja barina og skemtistadina i kring. Eg vard mjog aestur yfir tessu og hver veit, kannski fae eg mafiuna yfir mig i nott ,,
Chio,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2007 | 16:31
Sveittur
Sit her fyrir framan tolvuna med Campari i lemonsoda eldraudur i framan. Yndislegur dagur halfnadur og vid buin ad gera fullt ad venju. Vorum roleg i gaerkveldi og forum tiltolulega snemma i morgunmat eda kl. 9.30. Folk her a hotelinu vaknar frekar seint og tad kannski hefur eitthvad med drykkjuna a strondinni ad gera ?? Forum svo ad hjola um svaedid og mer var ekkert sma illt i afturendanum eftir hjolaturinn i gaer. Hefdum kannski ekki att ad fa okkur race hjol med mjoum hnakki ... Lanudum svo vina hjonum okkar hjolin og logdumst i solbad vid sundlaugina. Sol og sky inn a milli og mikill hiti. Anna for i nudd hja einhverjum skollottum indvarskum guru med likama eins og Appolo hinn griski og mer vard ekki um sel. Kom to obreytt til baka og helt tvi fram ad eg nuddadi betur en hann. Hummm...
Forum svo a einn af faum ekta sponsku stodunum i nagrenninu sem heitir tvi litla nafni " Jesu og Maria ". Mamma og fjolskylda var ad elda og Anna fekk ser tapas sveppa rett og eg fekk mer kaninu. Otrulega gott en dalitid sterkt tannig ad eg svitnadi enn meira. Gengum svo medfram strondinni i flaedamalinu og tad var mjog romantiskt. Brotid upp af " einstaka " fullum tjodverja ..
Vorum ad hjola i gaer langan tur og hjoludum fram hja einu af islendinga hotelunum og mer vard litid inn fyrir grindverkid og viti menn, Tar voru Eiki og Hildur vinir okkar. Fengum okkur einn drykk med teim og akvadum ad hittast a laugardag og fara inn i Palma saman. Tau eru buin ad vera her i 4 vikur og oft adur tannig ad tau tekkja hvern krok og kima her og vid komum til med ad njota tess. Tad er otarfi ad vera alltaf ad finna upp hjolid.
Vid tokum halft faedi her a hotelinu t.e. morgunmat og kvoldmat til ad prufa slikt. Vid hofum aldeilis ekki ordid fyrir vonbrigdum tvi her er serlega godur og fjolbreyttur matur. Margir forrettir, margir millirettir og svo eitthvad gott kjet. Eftirrettirnir eru svo aedislegir. Fekk t.d. nautakjot i gaerkveldi sem var hreint aedi.
Vin urvalid er kannski ekkert til ad hropa hurra fyrir en hei, eg er ekki her a Spani fyrir vinin.+
Her a hotelinu er svo show a hverju kvoldi og tau eru svo omurlega ad tad er virkilega gaman ad fylgast med teim. T.d. i gaerkveldi var show sem var m.a. einhver a hjoli ad syna listir sinar og honum var alltaf ad mistakast, komst ekki upp a bordid eda datt med punginn a hnakkinn en fekk alltaf gott klapp af tvi ad allir vorkenndu honum. Nema tetta hafi verid svona funny show sem eg fattadi ekki, hver veit.
Tad eru nu ekki m,argir stadir til ad fara ad skemmta ser a, allt gert fyrir tjodverja med tvilikt omurlegum tyskum hljomsveitum, ein bische frieden, live if live ...
Aetlum ad reyna ad finna einvhern alvoru musik pub i kvold.
Buenos tardes ,,,,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 09:14
Svallorka a Mallorka
Annar dagurinn runninn upp a Mallorca og tvilik dasemd. Hotelid okkar er frabaert og vid erum i godri ibud a fyrstu haed med verond sem snyr ut ad sundlauginni. Verdrid var frabaert i gaer og vid nutum ad liggja i solinni a sundlaugarbarminum drekkandi bjor og kokteila. Forum svo i gongutur um svaedid og endudum kvoldid med sma djammi med 2 odrum porum.
Tad sem hins vegar slaer mann all svakalega er drykkjan a tjodverjunum en teir eru blindfullir fra morgni til kvolds. Her er allt midad vid tjodverja, oll veitingahus og barir o.s.frv. Tad er heil gata sem kennd er vid tjodverja og tar eru tusundir tjodverja blindfullir. Teir eru svo rosalega lummo ad aetla maetti ad teir hefdu verid tarna i tuttugu ar og ekkert hefdi breist. Feitir med yfirvaraskegg i luralegum bolum og ljotum stuttbuxum. Vid Anna hlupum a strondinni i morgun og ta tegar voru teir komnir med fullar fotur af freidivini og bjor a strondina. Vid Islendingar erum eins og litlir skatar vid hlidina a teim
I dag er frekar skyad og vindasamt og vid erum ad spa i ad fara a strondina til ad leika okkur i storu oldunum. Spad er rigningu a fostudag tannig ad vid aetlum ad kikja i Palma tann dag.
Frekari frettir a morgun...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2007 | 16:14
Hörku helgi
Það læitur út fyrir hörku helgi hjá okkur að venju. Er búinn að vera með útlendinga í vikunni og fara með þá út að borða 2 kvöld. La Primavera stóð upp úr, þvílíkt frábær matur á þeim bænum og vínin að sjálfsögðu kapítuli út af fyrir sig. Fór svo með þá í Bláa Lónið og þeir voru yfir sig hrifnir af því. að vísu var lónið grænt út af einhverjum þörungum og því fannst þeim nafngiftin frekar skrítin.
Er svo að fara að syngja með Stuðmönum í kvöld en þá er " grand opening " á nýjum skemmtistað sem heitir Rúbín og er staðsettur í Öskjuhlíðinni við hliðina á Keiluhöllinni. Ótrúlega fallegur staður sem grafinn er in í bergið og það látið njóta sín. Skemmtistaður fyrir minn aldurshóp og á öruggleha eftir að slá í gegn.
Á morgun er svo 40 ára afmæli á Skaganum, mikið fjör og læti. Förum á bílnum en tökum kannski sængina með vorar og vana ...
Svo Mallorca á mánudag .........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2007 | 12:26
Lundarfarið
Yndisleg helgi að baki og þrátt fyrir þvílíkt leiðindar veður úti er lundin létt. Talandi um það ... Ég var með vinafólk mitt í mat á laugardagskvöldið, Siggu og Mumma. Í forrétt var sashimi og Terlan Pinot Grigio drukkið með. aðalarétturinn var svo svínalund sem ég hafði fyllt fyrr um daginn, á milli þess að ég fór í ræktina og söng í brúðkaupi í Hafnarfirði. Ég ákvað að skella báðum lundunum á grillið svona rétt áður en fólkið kom til að tímasetningin á matnum yrði góð. Hins vega komu þau hálftíma of seint þannig að ég slökkti á grillinu og hafði það opið til að yfir steikja ( sjóða ) ekki lundirnar.Eftir forréttinn ætlaði ég svo að skerpa á lundunum en viti menn, á grillinu sat eftir ein einmana lund og hin hvergi sjáanleg. Ég labbaði út í næsta garð og þar var restin af sundurtættri lundinni og sá ég í skottið af grábröndóttum villikett í burtu. Ég varð að sjálfsögðu ævarreiður og greip í skottið á kattar fjandanum og skellti honum á sjóðheitt grillið og lokaði því ,,, í huganum. Hið rétta er að kötturinn var á bak og burt og kom svo í skjóli nætur og sótti restina. Ég átti kjúklingaleggi í ísskápnum þannig að þeim var hent á grillið og fyrir vikið var aðalrétturinn tvíréttaður.
Átti svo afmæli í gær, fór í sund í góða veðrinu og svo í heimsókn til Guðrúnar systur sem líka átti afmæli ( tvíbura systir fyrir þá sem ekki vita ) og við fengum okkur kaffi og kökur úti á palli. Fórum svo að skoða nýja sófasettið hjá Tengdó og fékk svo Írisi og litla engilinn í mat, sashimi og humar, umm umm Loosen Wehlener Sonnenuhr með, slurp.
Útlendingar í dag og á morgun. Sama vesenið, fundir, út að borða á góðum veitingastöðum o.s.frv. Hundleiðinlegt
Á Mallorca er svo 29°hiti og glampandi sól ef einhver mundi vilja vita það ....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)