Lurkum laminn

Ómægod hugsaði ég í morgun þegar ég vaknaði og ætlaði að reyna að stíga fram úr. Ég gat varla hrært legg né lið fyrir harðsperrum og verstur var ég í herðunum eftir að hafa lyft lóðum upp fyrir mig.  Ég skakklappaðist þó á fætur og náði mér til furðu að klæða mig í. Fór sem betur fer í sund og sló þannig aðeins á mestu verkina og á nú í mestu erfiðleikum með að slá á lyklaborðið svo ég tali nú ekki um að hreyfa við músinni. Fer að öllum líkindum ekki aftur í ræktina í dag.

Geipræd á morgun og við Anna ætlum örugglega að taka þátt í þeim degi. Það er óborganlega gaman að sjá skrautleikann og ýkjurnar sem einkenna þennan dag og gaman að vera í bænum þegar fullt af fólki er þar.Devil Um að gera að skella sér og fá sér einn ískaldan eða hvítvínsglas hér og þar, svona eins og maður gerir í útlöndum. Spá líka þessu fína veðri Cool


Swarzenegger hvað ?

Þegar ég kom í vinnuna í morgun þurfti ég að skáskjóta mér inn um dyrnar þar sem brjóstkassinn á mér var orðinn svo breiður. Ástæðan var að sjálfsögðu að ég var dreginn í ræktina í morgun kl. fyrir 7 með stírurnar í augum og enn að dreyma. Þvílíkt átak, fyrsta skiptið í marga mánuði. Stundum getur verið gott að eiga morgunhana fyrir eiginkonu Sleeping Mér líður ótrúlega vel eftir þetta og hver veit nema maður fari aftur í næsta mánuði....

Fórum til Írisar og lilla í gærkveldi og ég eldaði þar dýrindis kjúklingarétt meðan amma var að dúlla við lillann, mikil ást þar á milli. Nú verður bara hollusta á borðum, kjúklingar, fiskur o.s.frv., verðum að vera flott þegar við förum til Mallorca þann 10.september.  Anna pantaði í fyrsta skiptið hótel með hálfu fæði og hótelið heitir Barcelo Pueplo Park 4 stjörnur og er á Playa De Palma. Við eyðum alveg ótrúlega miklu í mat þegar við erum í slíkum ferðum, alltaf að prófa eitthvað nýtt og sættum okkur helst ekki við neitt minna en bestu veitingastaðina. Við höfum aldrei og ég ítreka, aldrei fengið okkur Mcdonalds, hvorki hér heima né í útlöndum.  Það verður gaman að sjá hvort við getum nýtt okkur kvöldmatinn á hótelinu. Verðum í eina viku þannig að við ættum ekki að verða leið á matnum.

Væri ekki verra að fá eitthvert comment hjá þeim sem hafa verið á þessu hóteli.

 


Súlustaðir í siktinu

Enn á ný hefur hinn langi armur lög og reglu látið til sín taka og nú skal senda í útlegð allt viðbjóðslega fólkið sem stendur nektarstöðum þessa lands, gleymandi fólkinu (körlunum) sem stendur á nektarstöðum þessa lands.. Banna banna og loka loka er yfirskriftin og hefur yfir sér stimpil stóra bróðurs.

Ekki hef ég nú gaman af að fara inn á þessa staði þó svo ég hafi einhvern tímann gert það en ég geri mér þó grein fyrir að það eru margir sem hafa gaman af slíku og eftirspurnin er töluverð. En, eins og með reykingabannið, þá heldur löggjafinn alltaf að eftirspurnin hverfi ef hlutirnir eru bannaðir. Auðvitað vilja allir sem reykja halda áfram að reykja þegar þeir eru að skemmta sér og því fara allir út til að reykja. Þetta sáu allir heilbrigðir menn fyrir, nema að vísu löggjafinn. Hann hélt að allir myndu bara hætta að hafa áhuga á að reykja við bannið eða hvað. Sama er með nektarklúbba, meðan eftirspurnin er til staðar þá kemur framboðið nema núna verður framboðið underground og því ekkert hægt að fylgjast með að lög og reglur séu ekki brotnar.  Menn hætta ekkert að hafa áhuga á að horfa á berrassaðar konur þó að löggjafinn banni það.

Það er vitað mál að vændi fylgir mannsal og hræðilegir hlutir en þegar hið opinbera leyfir súlustöðum að starfa og hefur gott eftirlit með þeim þá er ekkert slíkt inní myndinni. Ég hef enga trú á að vændi fari fram innan veggja súlustaða enda byggir rekstur staðarins á því að menn og konur fái ekki úrlausn ( fullnægingu ) heldur séu spenntir allan tímann. Það má svo vel vera að vændi fari fram eftirá en það er þá vændi sem getur verið hvar sem er og hvenær sem er og þarf ekkert að hafa að gera með súlustaðina. Framboðið finnur alltaf leiðir til að mæta eftirspurninni.

Auðvitað eigum við að leyfa slíka staði þó það sé ekki nema til að lögreglan geti fylgst með þeirri starfsemi. Það er aldrei lausn að banna bara og banna, ég hélt að menn væru nú farnir að læra það.

Hvert eiga þessir menn að fara ? Sé fyrir mér að þeir kyrji hinn vinsæla söng:

Stóð mér úti í tunglsljósi, stóð mér úti í skóg,

setti að mér þunglyndi,af konum var ei nóg,

blésu þeir í herlúðra löggan hún kom skjótt,

lokuðu svo Strawberries strax um miðja nótt,

Saumuðu að Geira og honum varð ei rótt.

Ég verð örugglega ekki vinsæll fyrir slík skrif en ef menn horfa fram hjá tilfinningalegri hlið þessa máls og leita bara að bestu lausninni þá hlítur að vera betra að hafa þetta undir eftirliti heldur en einhvers staðar í felum þar sem alls kyns brjálæðingar geta verið með í leiknum.  Hvað skildu nú margar af þeim " dansmærum " sem hingað hafa komið verið neyddar til að koma hingað ? Vitum það svo sem ekki en mér finnst líklegast að þær séu hér af frjálsum og fúsum vilja. 

 

 

 


Verslunarmannahelgin

Mikið var þetta góð helgi. Fór að veiða í Elliðaánum og fékk að vísu bara 2 urriða putta, það getur ekki alltaf gengið vel og ég er ekki fjarri því að við Steini höfum bara ekki verið í stuði þennan eftirmiðdag. Fór svo í heimsókn til Ingu Klemmu og Hjálmar og var þar í góðu yfirlæti fram á nótt. Fórum svo ásamt þeim á Flúðir á sunnudeginum og komum Siggu og Sævari á óvart með því að banka uppá hjá þeim í húsbílnum. Var svo með Ingu og Hjálmar í mat þar sem ég bauð upp á sassimi úr urriðaum mínum og fyllti svo svínalundir í eftirrétt. Drakk með þessu eðalvín ( Winkl frá Terlan þ.e. sauvignon blanc þrúga og Belguarde Bronzone frá Fonturutoli en það er frá Maremma svæðinu í chianti ) og maturinn heppnaðist sérlega vel. Eftir matinn fórum við svo saman í Fjölskyldu og Húsdýragarðinn og náðum í skottið á Stuðmönnum og sungum hástöfum með þeim. Löbbuðum í heimsókn til Birkis og Esterar og þar var tekið höfðinglega á móti okkur, Birkir tók gítarinn í fangið og þá var ekki aftur snúið, sungið og sungið.

Vöknuðum frekar seint á mánudeginum og stigum á bak hjólanna okkar og hjóluðum upp í Norðlingaholt og heimsóttum Írisi, jökul og lilla. Vorum svo frekar þreitt um kvöldið og dormuðum fyrir framan sjónvarpið. Sem sagt, róleg og góð helgi að baki.


Lögreglan vakir yfir oss

Mikið líður mér vel vitandi það að nýi lögreglustjórinn með sinn her af lögregluþjónum vaki yfir hverju okkar fótmáli og grípi inní þegar verið er að fremja stór glæpi.  Sá veit líka hvað skiptir mestu máli og sá kann aldeilis að forgangsraða. Spásserar jafnvel sjálfur í nýfægðum leðurstígvélunum um miðborgina öðrum til varnaðar og eftirbreytni.

Nýlega lagði hann meginhluta hers síns í að stemma stigu við stórhættulegum glæp sem fellst í því að alls kyns glæpahyski hefur gert sér lítið fyrir og farið út að reykja með glösin með sér ! Sér hver heilvita maður að þetta er afar langt gengið og ógnar geð og líkamlegu heilbrigði heillar þjóðar. Nú skal herinn settur í það að stemma stigu við þessu og ef þetta fólk sem sækir staðina hættir ekki þessari stórhættulegu iðju þá skulu veitingamennirnir sem eiga staðinn aldeilsi súpa seiðið af því, fá háar fésektir, missa leyfið eða missa eitthvað þaðan af verra.  Það er náttúrulega veitingamanninum að kenna ef ég ákveð að fara út með glasið hans ..??

Það er hins vegar ekki talinn stórglæpur þegar verið er að lumbra á fólki innan eða utan við veitingastaði og ekki er það veitingamanninum að kenna. Varla verður hann beittur sektum eða missir leyfið við slíkt.

Það þykir ekkert tiltökumál þegar ung stúlka er dregin á hárinu fyrir utan einn veitingastað og bitið af henni eyrað enda ekki með glas í hönd sem hún stal af einhverju veitingahúsinu. Það þykir ekkert tiltökumál þó verið sé að lumbra á landsliði Íslands eða hluta þess í miðbænum enda held ég að Eiður eða gerandinn hafi hvorugur verið með bjórglas í hendi sem þeir stálu af einhverjum veitingamanninum.   

Nei, þá er nú betra að fylgjast með því í eftirlitsmyndavél í hlýjunni á varðstöðinni og ná því örugglega upp þegar verið er að lumbra á einhverjum heldur en að reyna að koma í veg fyrir það.

Annar stórhættulegur glæpur hefur einnig komið í ljós undanfarið og hinn helmingurinn af lögreglustóðinu fór í að leiðrétta en það er útkeyrslan á vörum í miðborginni. Það er með ólíkindum frekjan í búðar og veitingamönnum svo ekki sé talað um bílstjórum að ætla sér að fá að keyra út eftir hádegi í miðbænum. Nú skal hart tekið á þessum glæp og bílstjórarnir sjálfir sektaðir. Nú neita allir bílstjórar að keyra út vöru og ekkert verður því til sölu í miðbænum og það ætti nú aldeilis að laga umferðina þar.

Alltaf gott þegar menn kunna að forgangsraða, setjum bara dópsölu, ofbeldi og nauðganir á hilluna og hugsum um alvöru glæpina, útkeyrslu og útidrykkju í miðbænum .... 


42 tommur, ekkert minna

Í dag er ég slappur í dag vil ég sofa. Í dag er ég með beinverki og hálf flökurt, svona semi veikur sem er hundleiðinlegt.  Er náttúrulega einn í víndeildinni þannig að ég verð að þrauka. Ég sem gæti verið heima fyrir framan nýja 42 tommu plasma sjónvarpið mitt Sick

Já einmitt, þið lásuð rétt. Við Anna skelltum okkur í bæinn og komum heim með 42 tommur í farteskinu og buðum svo Steina í mat. Steini er alger snillingur í tækjum ( og fleiru ) og hann aðstoði mig við að koma þessu í áhorfanlegt form.  Þvílíkur munur þó svo að inniloftnetið hafi nú ekki gefið skýra mynd en ég hlakka verulega til að setja góðan disk í tækið.

Hélt ég væri að nota vaxtabæturnar í þetta en fékk svo engar vaxtabætur. Nú jæja, það hlýtur að þýða að við skuldum lítið og þénum mikið Woundering ehh,já ..

Er að fara á tónleika í kvöld með Diddú og hljómsveit frá Litháen í Langholtskirkju. Vona bara að heilsan batni eitthvað. Fer kannski heim í fyrra fallinu ?Sleeping


Enginn lax en falleg náttúra

Það var eins og við maninn mælt, enginn lax fékkst úr Stóru Laxá. Ég setti að vísu í einn og Birkir líka en misstum báðir. Það sem hins vegar stóð upp úr er hin ægifagra náttúra sem svæði 4 í Stóru Laxá skartar.

Mér leist að vísu ekki á blikuna þegar ég las það að ungur maður hefði hrapað í Laxárgljúfrum daginn áður en við áttum að fara þangað.  Það var að vísu á efsta hluta svæðisins en þangað fara mjög fáir veiðimenn. Mér skilst að það sé a.m.k. 2ja tíma ganga þangað upp eftir og þá jafnvel sami tími til baka.  Það var samt örugglega nóg gengið í þessari veiðiferð og ég held svei mér þá að ég hafi aldrei gengið jafn mikið í neinni veiðiferð. Upp og niður gil og gljúfur og jafnvel þurftum við að renna okkur niður í gil á kaðli með 2 stangir í hendi og tösku á baki. Ef ég hefði fengið lax á þessum stað hefði ég örugglega gefið honum líf eða skilið hann eftir.  Ég var verulega þreittur eftir þennan veiðitúr.

Var með matarboð í gærkveldi, Tengdó, Andri Már, Íris, Jökull og lilli komu til okkar. Humarsúpa í forrétt og gamaldags lambalæri í aðalrétt. Ágætis matarboð í rólegri kantinum.

Annars var þetta að öðru leiti hörmuleg helgi, morð, sjálfsmorð, ofbeldi í Þórsmörk, banaslys og þar fram eftir götunum.  Frétti svo að stór söngvarinn og bassinn Kristinn Halsson, Fóstbróðir með meiru hefði látist á laugardaginn. Blessuð sé minning þessa mikla Fóstbróðurs.

Dreymdi að venju í alla nótt um alls kyns vesen og hörmungar en það er bara þetta venjulega hjá mér, ég held að ég muni ekki eftir einni nótt sem ég dreymi ekki einhver heil ósköp. Verulega þreytandi til lengdar og ef einhver hefur einhverja lækningu við slíku þá endilega látið mig vita. Kannski er þetta blóðþrýstingslyfið Daren, heyrði einhvern tímann að það gæti haft slík áhrif og ætla að kanna það næstþegar ég heimsæki doktorinn minn.


Veiði veiði veiði

Fór ó Korpu í gær við verstu hugsanlegu aðstæður, sólskin og hiti. Við Steini náðum þó 2 löxum og misttum einn í löndun. Setti inn nokkrar myndir sem lýsa aðstæðum vel, Steini með fisk á fluguna, ég að spá í ána og á fjórum fótum við að kasta flugunni til að styggja ekki laxinn.

Fer á eftir í Stóru Laxá svæði IV ásamt valinkunnu lið og væntingarnar eru algerlega í lágmarki. Þetta verður í það minnsta gourmet ferð með æðislegum mat og ekki verri vínum. Sjáum hvað setur.


Regnmaðurinn

Það var ekkert smá sem regndansinn minn í gær virkaði vel, rigndi eldi og brennisteini ! Ég var að kauypa mér bongotrommur og ætla að bæta um betur og sjá hvað gerist í kvöld. Kannski verð ég líka með hristur ? úgasjaka úgasjaka ...

Setti inn nýjar myndir af þið vitið hverjum Wink


Sá gamli ?

Jæja, loksins kominn fyrir framan tölvu aftur. Var í fríi í síðustu viku og fór í ferðalag með Önnu og nýja tjaldið okkar. Lögðum af stað á laugardagskvöldið fyrir rúmri viku og enduðum á Arnarstapa á Snæfellsnesi, ægifögrum stað undir jöklinum hvar krafturinn yfirfyllti hvert skilningarvit. Hittum þar Siggu H, Sævar, Ingu klemmu og Hjálmar. Áttum þar yndislegar stundir í 2 nætur í sól og hita. Gengum á Hellnar með bjór í bakppoka og fengum okkur fiskisúpu og hvítvín í Fjöruhúsinu. Skoðuðum svo Malarrif á leiðinni í Grundarfjörð.

Grundarfjörður fær 5 stjörnur hjá mér, hvílik gestrisni sem við fundum fyrir. Anna fór í sjoppuna og spurði hvort þeir ættu frystikubba ú kistuna okkar til að skipta við okkur. Nei því miður sagði afgreiðslumaðurin en ég á heima í frystikistu og ég skal bara skreppa og ná í þá !! Sem hann og gerði. Fórum í sund og hittum þar eina gullfallega unga sundmær sem vildi allt fyrir okkur gera og sagði okkur ýmislegt um staðinn og nágrennið. Síðan sagði hún ásamt nokkrum pollum í pottinum okkur nákvæmlega hvernig við áttum að keyra til að finna falleg tjaldstæði í Berserkjahrauni.

Tjölduðum eina nótt í Berserkjahrauni og nutum lífsins þar en enduðum svo tjaldferðina með því að gista eina nótt á Laugum í Sælingsdal, ótrúlega fallegur staður. Á þessu mómenti vorum við gömlu orðin ansi þreitt í bakinu og einsýnt að við þolum ekki margar nætur á vindsæng í tjaldi. Þess vegna gistum við síðustu nóttina í smáhýsi í Fljótstungu í Borgarfirði. Fórum því fyrr heim en við ætluðum okkur og það fyrsta sem við gerðum þegar við komum heim seinni part fimmtudags var að fara að sjá nýja lillann okkar. Hélt það væri ekki hægt en hann var orðinn ennþá sætari InLove

Hann er alger engill, sefur bara á milli þess að hann tottar brjóstið á mömmunni sinni Sleeping

Fór í Þingvallavatn á sunnudag ásamt aðal veiðifélögum mínum, Steina og Guðbirni og veiddi þar nokkrar bleikjur í yndislegu veðri. Er svo að fara í Korpu ( Úlfarsá ) á miðvikudag og Stóru Laxá svæði IV á fimmtudag fram á laugardag. Er svo sem ekki með miklar væntingar enda árnar sérlega vatnslitlar og t.d. hafa ekki veiðst nema 3 laxar á svæði IV í Stóru Laxá og þeir voru allir innan við 4 pund ( Stóru hvað ? ) Menn segja að hún sé svo vatnslítil að stærri laxar strandi bara ef þeir reyna að synda upp ána.

Ef þið sjáið mig dansa undarlega út í garði næstu 2 daga er það allt í lagi, það er bara rigningar dansinn minn ....

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband